Langt í frá óyggjandi niðurstöður

Erfitt er að fullyrða með vissu að laun kvenna séu kerfisbundið lægri en laun karla þegar tekið er tillit til vinnutíma, kynjaskiptingar á vinnumarkaði, fjarvista, samfellu í starfsævi og fleiri þátta. Fyrir um ári síðan var gefin út skýrsla um þetta og var niðurstaða hennar að óskýrður launamunur væri 7,6%. En í þeirri greiningu er ekkert tillit tekið til þátta á borð við ólaunaða yfirvinnu eða fjarvista frá vinnu svo dæmi séu nefnd. Niðurstaða höfundarins stenst því ekki skoðun.

Auk þess má benda á að í skýrslunni segir orðrétt (bls. 53):

"Ómálefnalegan, óskýrðan launamun má skilgreina sem launamun sem eingöngu er vegna kynferðis. Um er að ræða þann mun sem eftir stendur þegar tillit hefur verið tekið til allra þeirra þátta sem áhrif hafa á launamyndun. Í reynd er í besta falli hægt að nálgast þennan mun. Launamyndun byggist oft á þáttum sem tölfræðin veitir ekki svar við. Við getum því ekki með vissu ályktað að sá óskýrði launamunur sem hér hefur verið metinn sé eingöngu vegna kynferðis."


mbl.is Dregur „kynbundinn“ launamun í efa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn

Þegar flöskuhálsinn í kerfinu er tepptur vegna þess að fimmtungur þeirra sem í honum eru eiga ekki að vera þar merkir það að KERFIÐ Í HEILD keyrir aðeins á 80% afköstum.

Hvers vegna er staðan þessi?

Staðan er þessi vegna þess að í stað þess að hugsa um afköst kerfisins alls, allt frá heilsugæslu til hjúkrunarheimila, er barist við að hámarka nýtingu á hverjum stað í kerfinu og ábyrgðin jafnvel oft hjá mismunandi aðilum. Þannig geta hjúkrunarheimilin öll verið rekin á afar hagkvæman hátt, spítalarnir á afar hagkvæman hátt og heilsugæslustöðvarnar líka, því með hinum venjubundnum árangursmælikvörðum (s.s DRG á LSH) er ekki verið að mæla það sem máli skiptir - afköst kerfisins í heild.

Yfirvöld heilbrigðismála verða að taka heildstætt á vandanum. Það dugar ekki að henda bara meiri peningum í hítina við og við þegar vandræðin keyra úr hófi fram. Það verður að skipuleggja kerfið út frá flöskuhálsinum - veikasta hlekknum - því engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.

Samkvæmt því ætti forgangsmálið núna í rauninni alls ekki að vera að byggja nýjan spítala heldur að byggja fleiri hjúkrunarheimili, og það strax. Spítalinn, flöskuhálsinn sjálfur, keyrir einfaldlega ekki á fullum afköstum, og ástæðan er vöntun á afkastagetu á næsta stigi í ferlinu.


mbl.is 132 bíða þess að komast af spítalanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrslu-Kata

Þegar maður hefur klúðrað því að komast í stjórn er vitanlega réttast að reyna að pirra þá sem á endanum tókst að komast í stjórn með miklum orðaflaumi um aukaatriði.

Ekki verð ég hissa ef þetta áhlaup Skýrslu-Kötu endar með háværri kröfu um að stofnuð verði nefnd með aðild eins gæðings frá hverjum stjórnmálaflokki, á bærilegum launum auðvitað, er falið verði að skrifa skýrslu um skýrsluskilin.

Svo verður kátt í höllinni þegar skil þeirrar merku skýrslu verða tekin til umræðu.


mbl.is Er forsætisráðherra sáttur við frammistöðuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar liggur sönnunarbyrðin?

Meginspurningin í þessu máli líkt og svo mörgum öðrum, er þessi:

Hvað veitir einum manni rétt til að banna öðrum að aðhafast það sem hann lystir, svo fremi að hann skaði ekki aðra og takmarki ekki með því sama frelsi þeirra?

Hvers vegna ætti sumt fólk að hafa slíkan rétt gagnvart samborgurum sínum?

Hvað veitir því hann? Guð, kynþátturinn, kynið, menntunin, auðurinn, gáfurnar? Eða eitthvað annað?

Með öðrum orðum - hvernig rökstyðja stjórnlyndispáfar þá afstöðu sína að almenn mannréttindi nái ekki yfir alla, aðeins suma? Að sumir séu "jafnari en aðrir" eins og svínið sagði forðum?


mbl.is „Æi, elsku Brynjar minn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smámálin í þjóðaratkvæði

Það er auðvitað snilldarhugmynd að setja bara öll smærri mál þingsins í þjóðaratkvæði. Er það ekki einmitt til þess sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru haldnar - að afgreiða smávægileg mál sem öllum er sama um?


mbl.is Vill þjóðaratkvæði um áfengisfrumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruslið út á götu?

Það kemur kannski ekki á óvart að þegar sorphirðan drabbar niður eins og gerst hefur á undanförnum árum grípi fólk til þess að fá sér sorpkvarnir. Hvað annað getur fólk gert þegar tunnan er orðin full og vika í að hún verði losuð næst?

Er það markmið borgaryfirvalda að ruslapokar safnist upp á götum úti?


mbl.is Vill banna sorpkvarnir á heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hressandi og endurnærandi að móðga útlenska forseta

Það er mikil heilsubót að grófum og hnitmiðuðum móðgunum í garð einræðisherra og annarra vafasamra kóna sem troðið hafa sér á valdastóla.

Þegar þýski háðfuglinn Böhmermann var á dögunum ákærður fyrir að móðga kónann Erdogan efndi hið fornfræga enska íhaldsrit Spectator til keppni í móðgandi skáldskap með Erdogan að skotspæni - "The Spectator's President Erdogan Offensive Poetry Competition".

Sigurvegari var Boris Johnson, þá borgarstjóri í Lundúnum, nú utanríkisráðherra Breta með sniðuga limru:

"There was a young fellow from Ankara

Who was a terrific wankerer

Till he sowed his wild oats

With the help of a goat

But he didn’t even stop to thankera."

Johnson tekur hér undir þrálátan orðróm um geitaást Tyrkjaforseta, en það var einmitt vegna slíkra svigurmæla sem Böhmermann átti um tíma frelsi sitt að verja.


mbl.is Löglegt verði að móðga þjóðhöfðingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú snýr Reagan sér við í gröfinni

Einhvern veginn átti maður ekki von á að Trump léti verða af hótunum sínum um bann við ferðum almennra borgara frá fjölda ríkja til Bandaríkjanna. Hvað þá að örfáum dögum eftir embættistöku hans yrði íslenskum íþróttamanni meinað að taka þátt í alþjóðlegu móti af því einu að hann er fæddur í Íran.

Helsta slagorð Trumps í kosningabaráttunni var fengið að láni frá Ronald Reagan: "Make America great again". En það eru stolnar fjaðrir, enda leit Reagan á Bandaríkin sem griðastað frelsisins og griðastað þeirra sem leita frelsisins líkt og glöggt má heyra í kveðjuræðu hans hér

"The past few days when I've been at that window upstairs, I've thought a bit of the 'shining city upon a hill.' The phrase comes from John Winthrop, who wrote it to describe the America he imagined. What he imagined was important because he was an early Pilgrim, an early freedom man. He journeyed here on what today we'd call a little wooden boat; and like the other Pilgrims, he was looking for a home that would be free. I've spoken of the shining city all my political life, but I don't know if I ever quite communicated what I saw when I said it. But in my mind it was a tall, proud city built on rocks stronger than oceans, windswept, God-blessed, and teeming with people of all kinds living in harmony and peace; a city with free ports that hummed with commerce and creativity. And if there had to be city walls, the walls had doors and the doors were open to anyone with the will and the heart to get here. That's how I saw it, and see it still."

Mikið er ég nú hræddur um að sá gamli snúi sér við í gröfinni núna!

 


mbl.is Fluttur frá borði á síðustu stundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er reyndar ein regla

Það er svo sannarlega sérstakt að upplifa umferðina í indverskri borg. Öllu ægir saman, bílum, vélhjólum, reiðhjólum, gangandi fólki, ösnum, uxakerrum og, síðast en ekki síst heilögum kúm. En í öllu þessu kraðaki er það samt svo að allir komast á endanum leiðar sinnar, og reyndar hraðar en ef um væri að ræða jafn þétta og flókna umferð í vestrænni borg.

Það gildir nefnilega ein regla. Hún er sú að um leið og þú hugsir um eigið öryggi og að koma sjálfum þér áfram hugsir þú líka um að aðrir komist áfram og lendi ekki í tjóni. Það er tillitssemin sem gildir og hún er ákaflega gagnleg regla.


mbl.is Ein umferðarregla: það eru engar reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuumræða um ekki-frétt

Hvaða máli skiptir það eiginlega hvort þessi ágæta skýrsla kom út fyrir eða eftir kosningar?

Í henni stendur vitanlega ekki annað en það sem allir máttu vita fyrir: Þegar verðtryggðar húsnæðisskuldir voru lækkaðar hlutfallslega lækkuðu þær mest hjá þeim sem mest skulduðu og eðlilega var það tekjuhæsti hópurinn, sem fjárfest hafði í dýrasta húsnæðinu.

Stjórnarandstæðingar hafa í sjálfu sér litla ástæðu til að bölsótast yfir því að skýrslan hafi ekki komið út fyrir kosningar. Það vissu allir hvernig þessi "leiðrétting" virkaði og ekki man ég nú betur en að vinstrimenn hafi einmitt hamrað á því í kosningabaráttunni.

Hver er þá fréttin?


mbl.is Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 288160

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband