Eiga reykvískir skólar að bera skarðan hlut frá borði?

Það liggur auðvitað fyrir að langflest sveitarfélög á landinu geta nýtt sér niðurstöður PISA prófanna til að bæta sitt skólastarf því niðurstöðurnar eru greindar eftir sveitarfélögum og í langflestum sveitarfélögum er aðeins einn grunnskóli.

Það er því sjálfsagt mál að reykvískir skólar fái þessar niðurstöður greindar eftir skólum svo þeir geti einnig haft þær til viðmiðunar við umbætur í kennslustarfi.

Meginmarkmið prófanna er auðvitað að bera saman árangur menntakerfa milli landa. En af því leiðir alls ekki að niðurstöðurnar séu ekki marktækar þegar þær eru greindar eftir skólum.

Meginvandinn í menntamálum á Íslandi hefur löngum verið sá að þeir sem ráða kerfinu leita allra ráða til að forða því að árangurinn af starfi þeirra sé mældur. Með því að meina skólunum að fá þessar niðurstöður í hendur vinnur borgarstjórnarmeirihlutinn gegn því að fá slíkt mat upp á borðið og þar með gegn hagsmunum nemenda. Allt í því skyni að vernda gallað kerfi sem augljóst má telja, miðað við síversnandi árangur, að sé ekki starfi sínu vaxið.


mbl.is Neita skólum um niðurstöður PISA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þökkum það sem vel er gert

Orkuveitan hefur sannarlega náð árangri á undanförnum árum. Og að Planinu loknu hafa ný og spennandi umbótaverkefni tekið við. Það var gaman að heyra Ingvar fjármálastjóra segja frá þeim á ráðstefnu um daginn.


mbl.is Planið gekk upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orsakir vandans eru tvær

Annars vegar, eins og Ólafur bendir á, er fjöldi menntaðra kennara sem starfar við annað en kennslu. Launin hafa þar eflaust talsvert að segja, en ekki má heldur gleyma því að þótt fólk mennti sig til ákveðins starfs er ekki endilega víst að það kjósi það starf á endanum. Launahækkanir myndu væntanlega hafa einhver áhrif á þennan hóp, en það er ekki endilega víst að þau yrðu mjög mikil.

Framtíðarvandinn er hins vegar ekki svona einfaldur. Auðvitað hafa launin sitt að segja varðandi minni aðsókn í kennaranám, en nýleg lenging námsins úr þremur í fimm ár hefur örugglega mun meira að segja. Það munar miklu að hefja störf tveimur árum síðar en ella - það hefur verulega mikil áhrif á ævitekjur. Það þarf sterk rök fyrir slíkri breytingu - afar sterk. Og þau hef ég nú því miður ekki séð ennþá.


mbl.is Starfið þurfi að vera samkeppnishæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ciesielski

Sigursteinn Másson á sinn mikilvæga þátt í að þessi mál eru nú loks tekin upp að nýju, rétt eins og aðrir þeir sem að því unnu á sínum tíma, þar með talið ráðherrarnir Þorsteinn Pálsson og Davíð Oddsson.

En það var dapurlegt að heyra að börn Sævars Ciesielski skuli hafa þurft að fórna föðurnafninu vegna fordóma og árása í þessu ömurlega samfélagi. Ég hvet þau til að taka upp nafnið Ciesielski að nýju. 

Árið 1997, eftir að sjö spilltir hæstaréttardómarar höfnuðu endurupptökubeiðni Sævars, bersýnilega í því skyni einu að fela afbrot félaga sinna, skrifar Illugi Jökulsson:

"Sennilega verður minning þeirra hjúpuð sömu blöndu af andúð, hryllingi og vorkunnsemi sem umlykur minningu þeirra sýslumanna og dómara á fyrri öldum sem kváðu upp dauðadóma fyrir litlar eða engar sakir- í besta falli verða þeir sjömenningar taldir hlægilegar gungur og úreltir verjendur feyskinna viðhorfa í íslensku réttarkerfi. Í framtíðinni, sem kann vissulega að virðast fjarlæg í augnablikinu, því hún felur í sér að búið verði að hreinsa ærlega til í íslensku réttarkerfi, en þá munu laganemar á fyrsta ári skrifa ritgerðir þar sem rök Hæstaréttardómaranna í "úrlausninni" frægu verða hrakin skilmerkilega og lagaprófessorar framtíðarinnar munu hrista höfuðið neyðarlega þegar nemendur þeirra spyrja hvernig í ósköpunum annað eins gat gerst á síðustu misserum tuttugustu aldar."

Undir þessi orð má taka.


mbl.is „Verulega stór tíðindi í þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til kominn, en hvað um hina raunverulegu glæpamenn?

Það er sannarlega tími til kominn að þessi mál verði tekin upp mannorð þeirra hreinsað, sem ranglega voru dæmdir á grunni játninga sem þvingaðar voru fram með pyntingum.

En hvað um hina raunverulegu glæpamenn í þessu máli, fangaverðina, lögreglumennina, dómarana og aðra þá sem ábyrgð bera á þessu réttarmorði? Er ekki nauðsynlegt að draga þær mannleysur allar til ábyrgðar?


mbl.is Sautján ár samtals í varðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er það ljóst ...

Þrír af fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokks hafna eðlilegu atvinnufrelsi, en aðeins annar tveggja bæjarfulltrúa Samfylkingar. Þá er nokkuð ljóst hvað maður kýs í næstu bæjarstjórnarkosningum.


mbl.is Vill að Alþingi hafni áfengisfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju

Frábært fyrir Dill og fyrir Ísland að komast á kortið hjá Michelin. Það kemur reyndar ekki á óvart því Dill hefur um árabil verið frábær veitingastaður með gríðarlegan metnað.

Svo tek ég eftir því að veitingahúsið Matur og drykkur á Grandagarðinum er með Bib Gourmand merkingu hjá Michelin, en hún er notuð fyrir staði sem matgæðingum Michelin þykir bjóða mikil gæði á góðu verði.

Kröfur Michelin eru mjög miklar. Um þriggja stjörnu veitingastaði, en þeir eru færri en 200 talsins í heiminum, segir til dæmis: "Hér fær maður ávallt mjög góðan mat, stundum frábæran". Bara stundum!

 


mbl.is Uppbókað næstu tvo mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindabrotin eru víða!

Það er þá ljóst að flest ríki heims brjóta gegn grunnstoðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, því í flestum löndum heims eru viðskipti með áfengi með eðlilegum hætti en ekki undir ríkiseinokun. Er fólk nú alveg að missa sig í vitleysunni?


mbl.is Skora á þingmenn að hafna frumvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki batnar það

Stærðfræðingarnir Einar Steingrímsson og Helgi Tómasson hafa sýnt fram á það með sannfærandi rökum að sú niðurstaða að kynbundinn launamunur sé til staðar, þegar tekið hefur verið tillit til þeirra áhrifaþátta sem þarf að taka tillit til, sé röng.

Það er dæmigert fyrir hagsmunaaðila í svona umræðu að reyna að slá ryki í augu fólks með því að varpa fram röngum staðhæfingum, líkt og Kristín Ástgeirsdóttir gerir hér, þegar hún kveður Hagstofuna hafa komist að allt annarri niðurstöðu en þeir Einar og Helgi hafa komist að.

En tölurnar sem Kristín vísar til snúast um óleiðréttan mun, það er þann mun sem til staðar er, en er ekki sýnt fram á að sé með neinum hætti kynbundinn. Einar og Helgi eru hins vegar að tala um þann mun sem eftir stendur þegar leiðrétt hefur verið fyrir áhrifaþáttunum, leiðréttan launamun.

Auðvitað veit Kristín Ástgeirsdóttir betur. Það er það dapurlega.

Hér má sjá umfjöllun Helga Tómassonar. Þeir sem hæst gala um að kynbundinn launamunur sé bara staðreynd og hafna allri umræðu ættu kannski að skoða hana áður en þeir opna munninn næst.


mbl.is Alltaf mælanlegur kynbundinn munur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 288160

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband