Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.9.2020 | 15:35
Óðagotið allsráðandi
Nú stefnir vitanlega í að enn og aftur verði byrjað að hringla með sóttvarnarráðstafanir, loka skólum og hvaðeina.
Staðreyndin er sú að fjöldi greindra smita rokkar upp og niður dag frá degi. Þetta eiga menn að vita, og gera sér grein fyrir að til að hægt sé að tala um aðra bylgju verður að vera einhver staðfesting á að um aðra bylgju sé að ræða. Svolítið fleiri smit á einum degi eru vitanlega ekki slík staðfesting.
En viðbrögðin, bæði sóttvarnalæknis og fulltrúa AmGen lyfjafyrirtækisins, eru ákaflega fróðleg, því þau sýna hvernig óðagotið ræður öllu.
Ég ætla auðvitað ekki að fullyrða að ekki geti komið önnur bylgja eða að hún kunni ekki að vera að hefjast um þessar mundir. En mælingar eins dags eru algerlega ótækar sem einhver staðfesting á því.
Svo er nú áhugavert að velta fyrir sér öllum staðhæfingunum um að með lokun landamæranna sé hægt að færa allt í eðlilegt horf innanlands. Sé hér um aðra bylgju að ræða er það endanleg sönnun þess hversu kjánalegar slíkar staðhæfingar eru.
Öndum með nefinu og vonum það besta. Stökkvum ekki upp á nef okkur að tilefnislausu.
Ættum að búa okkur undir nýja bylgju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.9.2020 | 19:54
Á siðfræðin erindi í umræðuna?
Ég birti hér athugasemd mína við ágæta grein Henrýs Alexanders Henrýssonar heimspekings á vef Stundarinnar. Grein Henrýs má sjá hér.
Að öðru jöfnu myndi maður ætla að engin fræðigrein ætti jafn mikið erindi í umræðunni og siðfræðin þegar samfélagið stendur frammi fyrir áskorun sem þessari. En þess verður ekki vart að neinn hafi kallað eftir framlagi siðfræðinga til neinnar ákvarðanatöku. Einungis læknisfræði og hagfræði, og kannski að takmörkuðu leyti lögfræði, virðast gjaldgengar fræðigreinar í þessari umræðu.
Eins og hér er bent á (í grein Henrýs) snýst siðferðlega álitamálið meðal annars um athafnafrelsi og að hvaða marki réttlætanlegt sé að skerða það í þágu sóttvarna. Hér er um tiltekna tegund valkreppu að ræða. Þrátt fyrir virðingu mína fyrir þeim fáu þingmönnum sem láta sig grundvallaratriði varða, og þar er Sigríður Andersen eitt besta dæmið, er ég þó ekki sannfærður um að þessi tiltekna valkreppa sé sú sem efst er á blaði þegar faraldur geisar. Slíkar aðstæður geta líkst stríðsástandi, og í stríðsástandi eru tímabundnar takmarkanir á frelsi yfirleitt ekki taldar sérlega gagnrýniverðar.
Það er hins vegar önnur valkreppa sem ég held að skipti meira máli hér, og þar sem siðfræðin ætti að geta átt mikilsvert framlag. Þetta er spurningin um hvernig meta á annars vegar líf og heilsu þeirra sem smitast kunna af veirunni, og hins vegar líf og heilsu þeirra sem verða fyrir tjóni vegna sóttvarnaraðgerða. Tjón vegna sóttvarnaraðgerða er ekki aðeins fjárhagslegt tjón fyrirtækja, eins og stundum er látið í veðri vaka. Það er líka heilsutjón fólks, til dæmis vegna þess að við vissar kringumstæður fær það hugsanlega ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, og ekki síður það heilsutjón og dauðsföll sem leiðir beint af atvinnuleysi, sem aftur getur verið bein afleiðing af aðgerðum til að hindra útbreiðslu veirunnar. Ekki má heldur gleyma tjóni vegna áhrifa á nám barna og unglinga svo annað dæmi sé tekið. Á Bretlandi hafa til dæmis margir leitt rök að því að takmarkanir á skólastarfi muni leiða af sér aukna misskiptingu. The Spectator hefur m.a. fjallað töluvert um þetta.
Vilji siðfræðingar eiga erindi í umræðuna held ég að það erindi geti kannski helst falist í því að leitast við að beina þeim sem með völdin fara í þá átt að taka ákvarðanir á grundvelli heildarsýnar og heildarhagsmuna. Og þar er óhjákvæmilegt að spyrja erfiðra spurninga og leitast við að leiðbeina um hvernig réttast er að nálgast þær. Ráði siðfræðin við þetta verkefni á hún erindi. En ef hún ræður ekki við það, við kringumstæður eins og þessar, á hún ákaflega lítið erindi út fyrir háskólaveggina því miður.
Við skulum vona að nú sé tími siðfræðinnar kominn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2020 | 14:40
Hversu óraunsær er hægt að vera?
Hversu mikla veruleikafirringu þarf til að ímynda sér að veirusjúkdómur sem aðeins 1-3% landsmanna hafa ónæmi gagnvart sé í þann veginn að hverfa?
Við erum alveg að koma heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2020 | 16:04
Siðleysi forsætisráðherra?
Það alvarlega við ákvarðanir forsætisráðherra og félaga hennar í ríkisstjórn er ekki niðurstöður ákvarðananatökunnar. Það er hitt, að þær eru teknar, einmitt án þess að gefa áhrifum þeirra á líf og heilsu landsmanna í heild nokkurn einasta gaum. Því líf og heilsa landsmanna er ekki bara líf og heilsa þeirra sem smitast af veirunni, heldur allra.
Siðleysi forsætisráðherra birtist í því með hvaða hætti hún staðhæfir í sífellu að hún sé að gera þetta, sem hún gerir einmitt ekki. Stjórnmálamaður sem lýgur jafn blákalt og forsætisráðherra gerir sig beran að siðleysi.
Sóttvarnaraðgerðir svo lengi sem faraldurinn geisar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2020 | 15:02
Væri áfall fyrir bóluefnaþróun
Það væri áfall fyrir þau fyrirtæki sem þróa bóluefni ef í ljós kæmi að mótefni entust ekki nema í nokkra mánuði. Markaðurinn er gríðarlega stór og hagsmunirnir sömuleiðis.
Og þróunina þarf auðvitað að fjármagna. Því er mikilvægt fyrir þá sem hafa hagsmuni af því að mótefnin seljist að gera lítið úr öllum rannsóknum sem gefa til kynna að varan muni ekki þjóna hlutverki sínu.
Sumir velgjörðamenn þjóðarinnar eru starfsmenn sumra lyfjafyrirtækja sem hafa fjárfest mikið í þróun vissra efna sem eiga að gagnast gegn ónefndum sjúkdómi.
Og því hægar sem sjúkdómurinn gengur yfir, því stærri er markaðurinn þegar vöruþróuninni lýkur.
Segir það sig ekki sjálft?
Rannsókn ÍE með þeim betri í heiminum í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2020 | 08:39
Þegar fókusinn brenglast
"Nú er lífi, heilsu og afkomu almennings fórnað til að þjóna ofurþröngsýnni og bjagaðri markmiðasetningu, sem er rekin líkt og fleygur í þann flókna og viðkvæma vef sem mannlegt samfélag er."
Þann 19. ágúst var Íslandi í raun lokað fyrir ferðamönnum. Ferðaþjónusta hefur nánast stöðvast. Verslun og þjónusta verður fyrir miklum skakkaföllum. Fasteignafélög lenda í vanda. Bankarnir fá skuldirnar í fangið. Skatttekjur ríkisins hrynja. Getan til að halda uppi mennta- heilbrigðis- og velferðarþjónustu skerðist. Þúsundir missa vinnuna, enda stór hluti starfa háður ferðaþjónustu. Margir hafa hvatt til að aðgerðirnar verði endurskoðaðar. Viðbrögðin lofa ekki góðu:
Fyrir skömmu spurði smitsjúkdómalæknir einn hvort fólk sætti sig í alvöru við að einhver legðist á spítala vegna Covid-19. Um daginn sagði sóttvarnalæknir í ásökunartóni að þeir sem töluðu fyrir hófsamari aðgerðum á landamærunum skyldu þá bara svara því hver væri ásættanlegur fjöldi dauðsfalla! Forsætisráðherra mærir árangur aðgerðanna.
Samhengi atvinnuleysis og dauðsfalla
Það er löngu sannað að atvinnuleysi veldur dauðsföllum. Hjartasjúkdómar eru fyrirferðarmestir. Samkvæmt nýlegri rannsókn veldur 1% aukning atvinnuleysis 6% aukningu á dánarlíkum ári síðar. Fjöldi annarra rannsókna víða um heim sýnir slíkt samhengi.
Í annarri skimun á landamærum hefur 21 smit greinst. Því færri ferðamenn, því færri smit greinast. Og því færri ferðamenn, því færri störf. Það er kaldhæðnislegt að því betri sem árangur aðgerðanna verður - færri ferðamenn og færri greind smit - því fleiri dregur atvinnuleysið til dauða fyrir hvert smit sem forðað er.
Þegar fókusinn brenglast
Enginn má leggjast á spítala vegna Covid-19. En enginn hefur misst vinnuna til að fækka í þeim 25.000 manna hópi sem árlega þarf að leggjast á spítala af öðrum orsökum. Enginn krefst allsherjar útgöngbanns til að fækka þeim 2.300 dauðsföllum sem verða af öðru en Covid-19.
Hvers vegna þetta hrópandi misræmi? Ástæðan er að fókusinn á það sem máli skiptir er horfinn. Eitthvað eitt fær skyndilega vægi úr öllum takti við tilefnið. Þetta er ekki í fyrsta sinn: Í galdrafárinu varð galdrakukl, sem miðaldakirkjan leit á sem hindurvitni og fæstir höfðu áhyggjur af, skyndilega undirrót alls ills. Orsök hungursneyðarinnar í Úkraínu á Stalínstímanum lá að stórum hluta í villukenningum Lýsenkós í erfðafræði, sem náðu flugi vegna þess að þær töldust sósíalískar, og sá merkimiði skipti öllu. Stundum eiga einstaklingar hlut að máli, líkt og þegar ofsatrúarmunkurinn Raspútín náði slíku tangarhaldi á rússnesku keisarafjölskyldunni að talið var ógna friði í Evrópu.
Þegar Covid faraldurinn hófst var talið að sjúkdómurinn væri langtum hættulegri en nú hefur komið í ljós, og því allt reynt til að hindra útbreiðsluna. Það mistókst, en samt var haldið áfram að reyna, með æ örvæntingarfyllri aðgerðum. Síðar kom á daginn að dánartölurnar voru miklu lægri en fyrst var álitið. Dánartíðni hérlendis er til dæmis 0,3%. En aðgerðirnar voru hafnar, ofsahræðslan búin að grípa um sig, og þá varð ekki aftur snúið. Við sjáum áhrif rangra upplýsinga allt í kringum okkur. Á dögunum sýndi til dæmis könnun að Bretar teldu að fimm milljón manns hefðu látist úr veirunni. Rétta talan er fjörutíu þúsund.
Bjögun markmiða og mælikvarða
Um leið og fókusinn brenglast bjagast mælikvarðarnir. Stríðsfyrirsagnir um mikla fjölgun smita fara nú eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Í þessum fréttum er ekkert minnst á að dauðsföll standa ýmist í stað eða snarfækkar. Því áherslan er aðeins á fjölda smita og þá verða þau það eina sem máli skiptir. Ekki dauðsföllin. Og þaðan af síður afkoma, líf og heilsa almennings. Bara fjöldi smita.
Athugasemdum er ekki vel tekið þegar fókusinn hefur tapast. Nýlega setti íslenskur læknaprófessor fram hógværa gagnrýni á stefnu stjórnvalda og lagði á borðið nokkrar staðreyndir um faraldurinn. Hann fékk umsvifalaust yfir sig dembu óhróðurs. Árásirnar voru svo sjúklega ómálefnalegar að mann setti hljóðan. Í galdrafárinu var bannað að efast um tilvist galdra. Og hvernig ætli rússneska keisaraynjan hafi tekið þeim sem efuðust um visku Raspútíns?
Fleygur í samfélagsvefinn
Nú er lífi, heilsu og afkomu almennings fórnað til að þjóna ofurþröngsýnni og bjagaðri markmiðasetningu, sem er rekin líkt og fleygur í þann flókna og viðkvæma vef sem mannlegt samfélag er. Orð læknanna tveggja sem vitnað er til bera því glöggt vitni hvernig fókusinn hefur brenglast. Athugum að hér eru virtir vísindamenn að tala, ekki virkir í athugasemdum. Yfirlýsingar forsætisráðherra um meintan árangur sýna hvernig stjórnmálamenn geta misst sjónar á ábyrgð sinni gagnvart heildarhagsmunum samfélagsins. Ekkert skiptir lengur máli nema fjöldi smita. Hið upphaflega markmið, að tryggja afkastagetu heilbrigðiskerfisins og verja um leið þá hópa sem viðkvæmastir eru, er löngu fokið út í veður og vind hérlendis.
Að endingu kemst fókusinn í samt lag. En hversu mikið verður búið að leggja í rúst áður en að því kemur? Hversu mörgum verður búið að fórna á altari brenglaðra markmiða?
(Birt í Morgunblaðinu 11. september 2020)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
10.9.2020 | 16:32
Skýringar verða að koma fram
Skyndilegur viðsnúningur, rétt í aðdraganda þess að landinu er lokað, skýrist vitanlega ekki af breytingu á fjölda smita erlendis. Það er ekki um að ræða neina slíka breytingu á tveimur til þremur dögum að hún útskýri að virk smit tvöfaldist skyndilega sem hlutfall af heildarfjölda.
Sérhver vísindamaður með sjálfsvirðingu myndi vitanlega hafa áhyggjur af svo skyndilegum viðsnúningi og leggja kapp á að skýra hann, ekki bara með ómarktækum handarbaksskýringum.
Einhver kynni að velta fyrir sér hvort skýringin liggi í því að eftir að hömlurnar voru settar á hættu erlendir ferðamenn að koma hingað að mestu leyti, og þar sem hlutfall sýktra meðal Íslendinga sé miklu hærra sé þetta skýringin. Þetta er þó ekki endilega rétt skýring.
Því breytingin verður ekki 19. ágúst. Hún er að eiga sér stað 11.-13. ágúst. Fyrir tilviljun eru það einmitt dagarnir þegar fulltrúi lyfjaframleiðandans AmGen, sem nú vinnur á fullu að þróun mótefnis, og hefur því kannski hag af því að hægja sem mest á yfirferð veirunnar, gekk á alla ráðherra ríkisstjórnarinnar til að sannfæra þá, með góðu eða illu, um nauðsyn þess að loka landinu. Fjölgun virkra smita var án nokkurs vafa ein af lykilröksemdunum.
Skrýtið?
Hlutfall virkra smita tífaldast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2020 | 13:45
Hver vill taka áhættuna?
Hver er tilbúinn að taka áhættuna af að láta sprauta sig við pest sem er flestum tiltölulega meinlaus með bóluefni sem er þróað og sett á markað á fáeinum mánuðum?
Ástæðan fyrir því að þróun bóluefna tekur mörg ár, jafnvel yfir áratug er einföld:
Aukaverkanir geta verið mörg ár að koma fram.
Ef ekki væri góð ástæða fyrir því tæki auðvitað miklu styttri tíma að koma bóluefnum á markað.
Hver vill taka áhættuna, með hálfprófað bóluefni sem jafnvel er óvíst að virki?
Bóluefni sé enn mögulegt á þessu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.10.2020 kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2020 | 22:27
Myndin segir meira en mörg orð
Það er enginn gangandi á þessari "göngugötu". Og þannig er þetta nú bara alla daga. Þær örfáu hræður sem eru að þvælast gangandi á Laugaveginum eru á gangstéttinni.
Hver er eiginlega punkturinn með því að banna bílaumferð þarna? Er ekki illskárra að fólk geti komist akandi í þessar fáu verslanir sem eftir eru en að allir fari bara í Kringluna og Smáralind?
Keyrði í þrígang á mann á göngugötu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2020 | 14:34
Reddar bjartsýnin öllu?
Nú eru vandamálin við að þróa og markaðssetja bóluefni á fáeinum mánuðum, verkefni sem yfirleitt tekur fjölda ára, tekin að koma í ljós.
Samkvæmt WHO er alveg óraunhæft að búast við bóluefni nærri strax og engin trygging fyrir virkni þess.
En þegar verja þarf heimskulegustu efnahagslegu afglöp Íslandssögunnar er vitanlega nauðsynlegt að hamra á því að bóluefni sé "alveg að koma". Annars gæti nefnilega lýðurinn misst móðinn og risið upp gegn hryðjuverkastarfseminni.
Bjartsýnin reddar nefnilega öllu. Alveg þangað til veruleikinn tekur í taumana.
Ég leyfi mér að setja hér fram þá spá að meiriháttar hneyksli eigi eftir að koma upp eftir að byrjað verður að sprauta fólk með þessum hálfprófuðu bóluefnum sem nú er verið að þróa og framleiða á undanþágum frá öryggiskröfum. Sér í lagi ef sumum appelsínugulum náungum tekst að koma bóluefni í gagnið rétt fyrir forsetakosningar í sumum stórum löndum.
Þegar það gerist mun ég skrifa hér blogg með titlinum "I told you so".
Það eru nefnilega ástæður fyrir því að yfirleitt tekur tíu ár að þróa bóluefni. Ein meginástæðan er að það geta liðið mörg ár þar til aukaverkanir þeirra koma fram. Ef það væri raunhæft og öruggt að markaðssetja bóluefni eftir nokkra mánuði, þá væri það auðvitað almennt gert. Þá væri ástæðulaust að bíða. En það eru ákaflega góðar ástæður fyrir því að bíða.
Enn bjartsýnn á bóluefni á nýju ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar