Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Forsendur brostnar, samt ekki forsendubrestur?

Það er auðvitað nokkuð augljóst að þær forsendur sem fólk hafði í huga þegar samninganir voru gerðir eru brostnar. Á hinn bóginn verður ekki séð að forsendurnar sem voru tilteknar í samningnum, nema þá kannski áform um afnám verðtryggðra lána, hafi brostið. SA kunna nú að naga sig í handarbökin yfir því að hafa ekki tilgreint hinar almennu forsendur í samningnum sjálfum. En það var ekki gert.

Hins vegar má varpa fram þeirri spurningu hvort samningurinn kunni að vera fallinn úr gildi vegna "force majeure" - óviðráðanlegra ytri atburða. Það er eitthvað sem lögfræðingar gætu kannski velt fyrir sér.


mbl.is Segir túlkun SA ekki standast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andvaraleysi gagnvart bóluefnum

Meginástæða þess að það tekur yfirleitt um áratug að koma nýju bóluefni á markað er ekki endilega sú að þróun efnisins sé svo tímafrek.

Meginástæðan er að aukaverkanir af bóluefnum geta verið mörg ár að koma fram.

Af þessum sökum er útilokað að bóluefni sem sett er saman á fáeinum mánuðum sé öruggt. Maður getur rétt ímyndað sér þá hrinu málaferla sem óprófuð bóluefni eiga eftir að valda á næstu árum.

Það er áhyggjuefni að sjá niðurstöður skoðanakönnunar þar sem 90% Íslendinga segjast myndu láta bólusetja sig umhugsunarlaust.

------------

Það vekur svo auðvitað spurningar ef rétt er að Kínverjar hafi verið byrjaðir að nota bóluefni aðeins þremur mánuðum eftir að veirunnar varð fyrst vart. Hvenær varð hennar í raun og veru fyrst vart?


mbl.is Fékk bólusetningu í apríl og hefur liðið vel síðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til kominn að breyta þessu kerfi

Annað hvort laug stjórnarformaður LIVE þegar hann fullyrti í fréttum að sjóðurinn hefði tapað á fjárfestingum í Icelandair, eða hann vissi ekki betur. Það er spurning hvort er verra - þetta er formaður stjórnar stærsta lífeyrissjóðs landsins.

Það er auðvitað vonlaust kerfi að lífeyrissjóðum landsmanna sé stjórnað af einhverjum hagsmunaaðilum sem beita þeim í pólitískum hráskinnaleik. Annað hvort eiga lífeyrissjóðir að vera undir beinni stjórn sjóðfélaga, eða það á einfaldlega að leggja þá niður og láta ríkið sjá um að ávaxta lífeyrinn.


mbl.is SÍ skoðar lífeyrissjóði vegna útboðs Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fulltrúi lyfjaiðnaðarins að missa tökin?

Það var athyglivert að heyra viðtalið við Víði Reynisson á RÚV í hádegisfréttum. Víðir sagði óvíst að gripið yrði til hertra aðgerða. Það sem sérstaklega vakti athygli var að hann talaði um að þörf fyrir slíkar aðgerðir yrði metin út frá raunverulegum alvarleika þeirra sýkinga sem nú væru að koma upp. Þetta er mjög mikilvægt, því ef byggja má á vísbendingum erlendis frá má búast við að alvarleiki nýrra sýkinga sé lítill.

Víðir hvatti fólk til að fara varlega. Það eina sem mér fannst skorta á var skýr hvatning til þeirra sem tilheyra viðkvæmustu hópunum að halda sig sem mest heima. En það kemur kannski á eftir.

Hér er sleginn tónn sem er í algerri andstöðu við háværar kröfur Kára Stefánssonar um lokanir og útgöngubönn.

Kannski skynsemin sé að ná yfirhöndinni og þeir sem þessum málum stýra farnir að átta sig á hversu varasamt það er að láta hagsmunaaðila stjórna aðgerðunum?

Hver veit?


mbl.is Boða til upplýsingafundar aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guði sé lof að það var bara arsenik

Það var verið að afferma bát á Djúpuvík. Grunur lék á og almannarómur taldi að smyglvarningur, meðal annars bjór, væri í bátnum. Í tunnu sem skipað var upp var efni sem tveir verkamenn héldu að væri bjór í föstu formi. Mennirnir neyttu efnisins og dóu báðir. Í fréttum Ríkisútvarpsins var sagt að mennirnir hefðu orðið bráðkvaddir af bjór á ritstjórnarskrifstofu verkamannablaðsins Norðurhjarans á Djúpuvík. Um misskilning var að ræða þar eð efnið sem talið var bjór í föstu formi var í raun arsenik. Ritstjórinn sendi leiðréttingu til Ríkisútvarpsins, en áður en leiðréttingin kom fram barst blaðinu skeyti frá Landssambandi kvenfélaga í sveitum gegn bjórflutningi til Íslands. Í skeytinu sagði:

Hr. ritstjóri,
sakir voveiflegrar morgunfréttar í­ útvarpinu í­ dag, þess efnis að tveir verkamenn hafi orðið bráðkvaddir af bjór á ritstjórnarskrifstofu verkamannablaðsins Norðurhjarans á Djúpví­k í­ morgun, leyfum vér oss að láta í­ ljós skelfí­ngu vora útaf lí­fshættulegum drukk sem ógnar eiginmönnum vorum og sonum. Vér treystum yður að gefa í­ blaði yðar fullnægjandi skýringar á þessu voðalega atviki. Vér krefjumst þess í­ nafni heilsu og velferðar í­slensku þjóðarinnar að þessum óttalega vökva verði helt niður í­ niðurhellí­ngarstöðinni á Akureyri.

Undir skeytið rituðu 25 konur.

Ritstjórinn sendi Kvenfélagasambandinu svarskeyti með leiðréttingu:

Háttvirtu frúr:
Það var ekki bjór, heldur arsenik.

Virðingarfyllst, ritstjóri Norðurhjarans, Djúpví­k.

Svar barst frá Kvenfélagasambandinu:

Til herra ritstjóra blaðsins Norðurhjara, Djúpví­k.
Guði sé lof það var bara arsenik.

Stjórnin.

(Guðsgjafaþula, bls. 259-26, útg. Helgafell 1972.)

 

Nú, þegar einhver deyr, hvort sem það er af náttúrulegum orsökum, afleiðingum heimatilbúinnar kreppu eða öðru, segjum við: "Guði sé lof að það var ekki kóvíd."

Það er sama hve margir deyja, bara svo lengi sem það er ekki kóvíd.


mbl.is Stjórnvöld fara yfir stöðuna á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með öndina í hálsinum

Við hljótum auðvitað öll að bíða með öndina í hálsinum eftir spálíkaninu frá gaurnum. Enda hefur það spáð svo svakalega rétt fyrir um þróunina, ekki satt? Og að sjálfsögðu hneigjum við okkur í auðmýkt þegar stúfurinn tekur undir með Kára og Þórólfi og ályktunum þeirra. Það er auðvitað tölfræðilega ómögulegt að þessi þrenning hafi rangt fyrir sér, það segir amk. líkanið hans. Og það spáir vitanlega alltaf rétt, nema kannski síðast, þaráður og þar-þaráður. En "who cares?"

 


mbl.is Nýtt spálíkan eftir viku til tíu daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefna Kára bíður skipbrot

Stefnan sem forstjóri dótturfélags lyfjafyrirtækisins AmGen, sem af einhverjum furðulegum ástæðum hefur verið eftirlátið allt vald í sóttvörnum hérlendis (svona eins og ef Þorsteinn Már yrði fenginn til að stjórna kvótakerfinu) lét stjórnvöld taka upp, og snerist um að loka landinu fyrir ferðamönnum til að hægt væri að slaka á sóttvörnum innanlands, hefur beðið skipbrot. Það er augljóst hverjum þeim sem lítur á þessar nýjustu tölur og þær aðgerðir sem nú er verið að grípa til.

Landinu var lokað 19. ágúst, en eins og fjölmargir bentu á, en ekkert var vitanlega hlustað á, voru að sjálfsögðu til staðar smit úti í samfélaginu og bersýnilegt að þau myndu dreifa sér með tíð og tíma.

Og árangurinn? Þúsundir til viðbótar á atvinnuleysisskrá, tugir eða hundruð sem munu láta lífið vegna afleiðinga hinna vanhugsuðu aðgerða sem grundvölluðust á óðagoti og ofsahræðslu og algerri vöntun á þeirri heildarsýn sem er grunnur siðlegrar ákvarðanatöku í stjórnmálum.


mbl.is 75 ný innanlandssmit: tveir á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjö þúsund nýir hluthafar

Samkvæmt fréttum komu sjö þúsund nýir hluthafar inn í félagið. Og einkafjárfestar fara nú með meirihluta hlutafjár í stað lífeyrissjóða áður. 

Ég held að þessi árangur muni hleypa nýju lífi í hlutabréfamarkaðinn almennt. Allur sá fjöldi einstaklinga sem hér er að koma inn á markaðinn mun vafalaust ekki láta hér við sitja.

Nú væri lag fyrir stjórnvöld að taka að nýju upp skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa. Það er frábær leið til að efla íslenskt atvinnulíf og auka beina þátttöku almennings í því.


mbl.is Útboðið gengið ótrúlega vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verjið gamla fólkið - látið aðra í friði

Á Bretlandi hefur greindum tilfellum farið fjölgandi í júlí og ágúst, og kúrfan hefur skotist upp í september. Dauðsföllum fór hins vegar jafnt og þétt fækkandi í júlí og ágúst, og enn er ekki að sjá breytingu á því svo neinu nemi.

Tilviljanakennd sýnataka leiðir í ljós að aukningin er nánast öll að eiga sér stað hjá aldurshópum yngri en 70 ára. Þróunin sýnir þá glöggt hversu hættulítil veiran er þessu fólki.

Nú á að fara að loka hér börum og skemmtistöðum til að koma í veg fyrir að fólk sem er nánast í engri hættu smiti hvert annað. Hvers vegna dettur engum í hug að reyna að staldra aðeins við og hugsa um það, hvort einhver skynsemi sé í þessu yfirleitt? Hvort ekki sé eina vitið að verja gamla fólkið, en láta aðra í friði? Og velta því kannski fyrir sér að því hraðar sem veiran gengur yfir í þeim hópum sem þola hana, því fyrr hættir að vera þörf á að gamla fólkið haldi sig til hlés?


mbl.is Skemmtistaðir þungamiðja smitanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir

Með þessu er kominn öflugur kjölfestufjárfestir með framtíðarsýn inn í félagið. Mig grunar að þessi tíðindi muni hafa veruleg jákvæð áhrif á tiltrú fjárfesta á Icelandair til framtíðar.


mbl.is Skráði sig fyrir sjö milljörðum í Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband