Stefna Kára bíður skipbrot

Stefnan sem forstjóri dótturfélags lyfjafyrirtækisins AmGen, sem af einhverjum furðulegum ástæðum hefur verið eftirlátið allt vald í sóttvörnum hérlendis (svona eins og ef Þorsteinn Már yrði fenginn til að stjórna kvótakerfinu) lét stjórnvöld taka upp, og snerist um að loka landinu fyrir ferðamönnum til að hægt væri að slaka á sóttvörnum innanlands, hefur beðið skipbrot. Það er augljóst hverjum þeim sem lítur á þessar nýjustu tölur og þær aðgerðir sem nú er verið að grípa til.

Landinu var lokað 19. ágúst, en eins og fjölmargir bentu á, en ekkert var vitanlega hlustað á, voru að sjálfsögðu til staðar smit úti í samfélaginu og bersýnilegt að þau myndu dreifa sér með tíð og tíma.

Og árangurinn? Þúsundir til viðbótar á atvinnuleysisskrá, tugir eða hundruð sem munu láta lífið vegna afleiðinga hinna vanhugsuðu aðgerða sem grundvölluðust á óðagoti og ofsahræðslu og algerri vöntun á þeirri heildarsýn sem er grunnur siðlegrar ákvarðanatöku í stjórnmálum.


mbl.is 75 ný innanlandssmit: tveir á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Alltaf varasamt að gefa svona háttstilltum einstaklingum eins og Kára, svona mikið vald. Kári er mikill kunnáttumaður um sjúkdóma, ónæmis-og faraldursfræði eEn hann er líka ramm pólitískur og hann hefur mikla fjárhagslega hagsmuni. Hann veit ósköp vel að lokun leysir ekki vandann.

Það var viðbúið að veiran myndi grassera eins og komið hefur á daginn. Sóttvarnar hafa nú glumið í eyrum í meira en 6 mánuði, útlendingar skimaðir í bak og fyrir en næturlífið ekkert breyst. Ungt fólk allra tíma er ódauðlegt og það hefur heldur ekkert breyst.

Ragnhildur Kolka, 19.9.2020 kl. 12:21

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Við aðstæður eins og þessar, þegar stjórnvöld um allan heim vita ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga, getur það sem einn gerir fljótt haft áhrif á aðra. Aðgerðir Kínverja í upphafi lögðu til dæmis línurnar fyrir afganginn af heiminum. Ef Íslendingar myndu nú anda með nefinu og leggja af allar harðar ráðstafanir, á þeim grundvelli að tíðni dauðsfalla er á hraðri niðurleið og ekki lengur í neinu samhengi við fjölda smita, þá gæti það haft áhrif á ákvarðanir annars staðar. Það kæmi sér hins vegar ekki vel fyrir lyfjafyrirtækin sem lagt hafa undir gríðarlegt fé til að þróa lyf og bóluefni. Fyrir þau er aðalatriðið að pestin gangi sem hægast yfir. Þá helst markaðurinn sem stærstur.

Þegar fulltrúa slíks fyrirtækis er falið vald til að ákvarðana viðbrögð og ráðstafanir, er þá ekki augljóst að hann gerir það sem hann getur til að ala á ótta, krefjast lokana og banna, með öðrum orðum gera allt sitt til að treina markaðinn?

Nú á ekki að láta við það sitja að leggja helstu útflutningsgrein landsins í rúst. Nei, nú á að leggja afganginn af samfélaginu í rúst, eyðileggja námsmöguleika barna og ungmenna og til hvers? Það er nánast enginn á spítala, það er enginn látinn, ekki vegna veirunnar. En sjálfsvígum hefur snarfjölgað í samhengi við allt þetta vitleysislega brölt. Atvinnuleysi stóraukist og lítill vafi á að nú þegar eru veikindi og dauðsföll vegna aðgerðanna komin fram úr veikindum og dauðsföllum vegna veirunnar. Og þau eiga eftir að margfaldast. Allt í boði AmGen og stjórnmálamanna sem eru svo heimskir að þeir láta hagsmunaaðila draga sig út í þetta fen, algerlega hugsunarlaust.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.9.2020 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 287254

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband