Tími til kominn að breyta þessu kerfi

Annað hvort laug stjórnarformaður LIVE þegar hann fullyrti í fréttum að sjóðurinn hefði tapað á fjárfestingum í Icelandair, eða hann vissi ekki betur. Það er spurning hvort er verra - þetta er formaður stjórnar stærsta lífeyrissjóðs landsins.

Það er auðvitað vonlaust kerfi að lífeyrissjóðum landsmanna sé stjórnað af einhverjum hagsmunaaðilum sem beita þeim í pólitískum hráskinnaleik. Annað hvort eiga lífeyrissjóðir að vera undir beinni stjórn sjóðfélaga, eða það á einfaldlega að leggja þá niður og láta ríkið sjá um að ávaxta lífeyrinn.


mbl.is SÍ skoðar lífeyrissjóði vegna útboðs Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eitthvað þarf að gera með þessa lífeyrissjóði - þeir eru orðnir of stórir.  Sjóðfélagar kvarta yfir áhættufjárfestingum, sem er þó innbyggt í kerfi sjóðanna.
Gæti Seðlabankinn gert betur?  Hæpið að ríkið sjálft sjái um sjóðina, af ýmsum ástæðum.

Kolbrún Hilmars, 23.9.2020 kl. 12:35

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það getur verið hæpið að ríkið sjái um sjóðina, en það er kannski illskárra en að pólitískir pótintátar geri það. Best væri væntanlega að lækka framlög í lífeyrissjóði svo fólk geti fjárfest meira sjálft.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.9.2020 kl. 13:23

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er sammála því að lækka framlögin, 15,5% af launum er fullmikið af því góða. Útborguð laun meðalmannsins duga nú orðið aðeins fyrir nauðþurftum og lítið aflögu til fjárfestinga eða sparnaðar.

Kolbrún Hilmars, 23.9.2020 kl. 13:54

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Annað hvort laug varaformaður stjórnar LIVE þegar hún hélt því fram opinberlega að það hefði þjónað hagsmunum sjóðfélaga að fjárfesta meira í Icelandair, eða hún vissi ekki betur. Það er spurning hvort er verra - þetta er varaformaður stjórnar stærsta lífeyrissjóðs landsins og formaður Landssamtaka lífeyrissjóða.

Það er auðvitað vonlaust kerfi að lífeyrissjóðum landsmanna sé stjórnað af einhverjum hagsmunaaðilum sem beita þeim í pólitískum hráskinnaleik. Annað hvort eiga lífeyrissjóðir að vera undir beinni stjórn sjóðfélaga, eða það á einfaldlega að leggja þá niður og láta ríkið sjá um að ávaxta lífeyrinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.9.2020 kl. 14:20

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðmundur, lífeyrissjóðum í núverandi formi og eins stórir og þeir eru orðnir, verður alltaf stjórnað af hagsmunaaðilum - hvaðan sem þeir koma. Við erum jú að tala um rúmlega 5000 milljarða íslenskra króna!

Kolbrún Hilmars, 23.9.2020 kl. 15:06

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kolbrún. Það er ekki náttúrulögmál að svo sé. Sem dæmi því til sönnunar er til a.m.k. einn lífeyrissjóður þar sem stjórn er kjörin af sjóðfélögum. Þeim er það í sjálfsvald sett.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.9.2020 kl. 16:05

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvers vegna segir þú þetta Guðmundur? Hefur þú einhverjar upplýsingar um að það hefði verið óskynsamlegt fyrir sjóðinn að taka þátt í útboðinu?

Stjórnarformaðurinn lýsti því yfir að sjóðurinn væri búinn að tapa á fjárfestingum sínum í félaginu. Það er ósatt. Hvort sem hann vissi ekki hver hagnaður sjóðsins af þessum fjárfestingum hefur verið, eða hvort hann sagði vísvitandi ósatt er það mikið áhyggjuefni fyrir sjóðfélaga.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.9.2020 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 287302

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband