Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
21.12.2020 | 11:10
Ekki til að auka traustið
Standi þessi niðurstaða er ljóst að fólk getur ekki átt von á að fá tjón vegna hliðarverkana af bóluefnum bætt hérlendis. Þessi dómur er því síst til þess fallinn að róa þá sem hafa efasemdir um hin nýju bóluefni við covid.
Lítill vafi er á að sama afsökun verður notuð ef illa fer, að það sé "heimsfaraldur" og það víki öllum sjónarmiðum um ábyrgð ríkisins til hliðar.
Sýknað af kröfum manns sem fékk drómasýki eftir bólusetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.12.2020 | 12:56
Markviss vernd er eina lausnin - það verður að láta af vitleysunni
Það kemur æ betur í ljós hversu mikilvægt það er að taka strax upp þá aðferð að vernda viðkvæma hópa, en láta aðra í friði. Evrópa, þar með talið Ísland, getur ekki haldið áfram hinum ómarkvissu aðgerðum sem drepið hafa samfélögin í dróma með þeim ótöldu hörmungum sem því fylgja fyrir milljónir manna.
Vitanlega hefði átt að bregðast strax við faraldrinum með þessum hætti, fara þá leið sem sóttvarnalæknir hér mælti með þegar faraldurinn hófst, þegar hann sagði óraunhæft að ætla að koma í veg fyrir útbreiðsluna, en áherslan þyrfti að vera á að vernda þá sem væru í mestri hættu. Hefði þetta verið gert væri faraldrinum væntanlega löngu lokið hérlendis.
En nú horfum við fram á annað ár af þessu ástandi að óbreyttu, tugþúsundir hafa þegar misst vinnuna, ríkið er að lenda í ógöngum með fjármögnun hallans - það er ekki annað í boði en að láta af vitleysunni og taka upp skynsamlegar aðferðir.
ESB missti af bóluefnislestinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.12.2020 | 10:48
Öllu tjaldað til
Nú er öllu tjaldað til í því skyni að auka tiltrú fólks á bóluefni. Og greinilegt að ýmsir eru tilbúnir að leggja starfsheiður sinn að veði.
En staðreyndin er sú að fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á skýr tengsl milli drómasýki og bóluefnis við svínaflensu 2009 bæði í Finnlandi og Svíþjóð. Það er ekkert "hugsanlegt" við það
Og er ekki einmitt nýlega fallinn dómur þar sem íslenska ríkið var dæmt bótaskylt gagnvart einstaklingum af sömu ástæðu?
Drómasýki líklegri hjá sýktum en bólusettum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.12.2020 | 22:14
Það geta ekki allir hugsað
Ríkið á ekki að selja Íslandsbanka núna segir Logi. Og hvers vegna? Jú, vegna þess að það þarf á peningunum að halda!
Selji ríkið hins vegar ekki bankann, hvað þá? Jú, þá tekur ríkið lán í stað þess að selja verðmæta eign sem það þarf ekki að eiga.
Hvers vegna heldur Logi að það sé betra? Ímyndar hann sér að verði bankinn boðinn til sölu muni hugsanlegir kaupendur hafa eitthvert hreðjatak á ríkinu og pína niður verðið? Jafnvel þótt aðeins væri um einn mögulegan kaupanda að ræða er fjarstæða að slíkt gerist. Hvers vegna? Jú, vegna þess að ríkið á einfaldlega þann valkost að láta eiga sig að selja bankann.
Nú geri ég mér ekki þær grillur að allir stjórnmálamenn séu einhverjir sérstakir snillingar í að hugsa. En ég reikna með að þeir hljóti nú flestir að vera aðeins flinkari við það en þetta!
Salan ekki gáfuleg ef ríkissjóður er upp við vegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.12.2020 | 11:37
Varúð!
Það sem skiptir öllu máli núna er að fólk geri sér fulla grein fyrir að hér er um nýtt og mjög lítið prófað bóluefni að ræða. Ekkert er enn vitað um aukaverkanir sem gætu komið fram á lengri tíma.
Hugmyndir um að bólusetja ungt fólk í stórum stíl með slíkum efnum eru ákaflega varhugaverðar. Fólk undir þrítugu, jafnvel undir fertugu, tekur í raun meiri áhættu með heilsu sína láti það bólusetja sig en ef það tekur áhættuna af að smitast af veirunni. Líkurnar á andláti eða alvarlegum veikindum eru einfaldlega svo sáralitlar.
Allt annað gildir um fólk á efri árum, þar er áhættan af veirunni umtalsvert meiri.
Áróðurinn fyrir bólusetningu er kominn á fullt og bersýnilegt miðað við þessa frétt að fólk verður að forðast að kokgleypa hann. Þeir sem áróðurinn flytja sýna fullkomið ábyrgðarleysi, eins og orð þessa manns um bólusetningar ungs fólks bera vott um.
Varúð!
Þrjár sviðsmyndir vegna bólusetningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2020 | 22:57
Geymsluþol skötu!
Kæst skata er samkvæmt skilgreiningu ávallt komin fram yfir síðasta söludag, fyrir löngu síðan. Það er nú einmitt ástæðan fyrir því að fólk kaupir hana. Kæst skata er einfaldlega fiskur sem er orðinn úldinn - samkvæmt öllum venjulegum skilgreiningum ónýtur matur.
Og hvers vegna í ósköpunum ætti að þurfa að sækja um leyfi hjá einhverri stofnun til að láta skötu eða hákarl úldna, og kannski pissa á hann við og við, eða til að hengja upp fisk til að fá hann siginn eða harðan?
Er það til að stofnunin geti rukkað fyrir, svo hún hafi aura til að borga öllum upplýsingafulltrúunum?
Það á einfaldlega bara að hætta þessari vitleysu. Ef einhver vill selja öðrum ónýtan mat og kaupandinn vill láta hann ofan í sig er það bara þeirra mál. Eða hvað á að geta komið fyrir skötuhræið sem gerir það eitthvað ókræsilegra eða meira heilsuspillandi en það er þegar orðið?
Fundu að fjölmörgu hjá Fiskikónginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2020 | 22:27
Óþarfi eftir að grímurnar komu
Eftir að fólk tók að apast um með þessar grímur, sem ekkert gagn gera, en hafa sálrænt róandi áhrif á fólk sem er ekki mjög vel gefið, stendur maður sig æ oftar að því að átta sig ekki á hvors kyns fólk er sem maður mætir úti á götu. Frumvarpið verður því líklega hvorki til tjóns né gagns því sóttólfarnir hafa þegar afnumið sýnilegt kyn og þar með vitanlega kynrænt sjálfræði nema prívat. Þannig gæti karlugla sem maður mætir á götu, dúðaður í sveitamannagalla og með tusku á trantinum, sem best brosað í kampinn (sem sést auðvitað ekki) og sagt við sjálfan sig: "Haha, þessi tekur sko ekkert eftir því að ég skilgreini mig sem kellingu núna."
Tekist á um kynrænt sjálfræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2020 | 15:50
Siðleysi
Ef elsti hópurinn væri verndaður, og það tækist að 80% að gera það, mætti búast við að dauðsföll í heildina yrðu tæplega 200 í allt þar til ónæmi hefði náðst.
Mat þeirra sem til þekkja er að lokun landsins ein og sér hafi valdið atvinnuleysi um tíu þúsund manns. Aðeins þessi eina aðgerð leiðir af sér 100-300 dauðsföll. Og þá eru ótalin öll þau sem misst hafa vinnuna vegna annars samdráttar sem leiðir af þessari fáheyrðu tilraunastarfsemi með líf fólks.
Svo er heilsubrestur og sjálfsvíg sem leiðir af einangrun ungs fólks, að því er bannað að stunda heilsurækt, nám þess sett á annan endann.
Og að lokum eru vandamálin sem leiðir af því að opinbera kerfið verður, vegna fjárútláta og skuldsetningar, sem leiðir beint af þessum ábyrgðarlausu aðgerðum, miklu síður fært um að halda uppi viðunandi heilbrigðisþjónustu, velferðarþjónustu og menntakerfi á næstu árum.
Hver sá sem hefur andlega getu til að átta sig á heildarmynd þessara hluta gerir sér grein fyrir að tjónið verður langtum meira en ávinningurinn, í mannslífum talið.
En svo er auðvitað hægt að loka augunum fyrir öllu nema fjölda smita. Þegar einstaklingur gerir það hefur hann í sjálfu sér bara við sjálfan sig að sakast. Þegar ráðamenn gera það er það ekki aðeins ábyrgðarleysi. Það er siðleysi.
Mikilvægara að ná tökum á faraldrinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2020 | 16:53
Fjárlög mörkuð af heimsfaraldri? Nei.
Fjárlögin eru ekki mörkuð af heimsfaraldri. Þau eru mörkuð af fáránlegri og yfirgengilega skaðlegri tilraun til að draga heimsfaraldur á langinn.
Ríkissjóðshalli sem ekki hefur sést | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2020 | 18:23
Covid og sóttvarnir - siðferðileg álitamál
Fimmtudaginn 10. desember kl. 16.30 munum við Dr. Jón Ívar Einarsson prófessor við Harvard Medical School ræða við heimspekingana Dr. Alberto Giubilini sérfræðing við Oxfordháskóla og Dr. Vilhjálm Árnason prófessor við HÍ um nokkur siðferðilega álitamál tengd Covid-19.
Meðal umræðuefna:
- Er siðferðilega réttlætanlegt að horfa framhjá afleiðingum aðgerða gegn veirunni þegar sóttvarnaráðstafanir eru ákveðnar?
- Hver eru siðferðilegu álitamálin þegar kemur að mögulegri skyldu til bólusetninga eða að skerða mannréttindi fólks sem ekki kýs að láta bólusetja sig?
- Er allt mannlegt líf jafn mikilvægt? Er siðferðilega réttlætanlegt að telja líf ungs einstaklings mikilvægara en líf aldraðs einstaklings, eins og gjarna er gert við ákvarðanatöku um meðferðarkosti í heilbrigðiskerfinu?
Streymi af fundinum verður hér
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar