Öllu tjaldað til

Nú er öllu tjaldað til í því skyni að auka tiltrú fólks á bóluefni. Og greinilegt að ýmsir eru tilbúnir að leggja starfsheiður sinn að veði.

En staðreyndin er sú að fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á skýr tengsl milli drómasýki og bóluefnis við svínaflensu 2009 bæði í Finnlandi og Svíþjóð. Það er ekkert "hugsanlegt" við það

Og er ekki einmitt nýlega fallinn dómur þar sem íslenska ríkið var dæmt bótaskylt gagnvart einstaklingum af sömu ástæðu?


mbl.is Drómasýki líklegri hjá sýktum en bólusettum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það verða alltaf nægir til að segja að þessi tengsl séu ekki til staðar og gera lítið úr þeim sem urðu fyrir tjóni með því að gefa í skin að um ímyndunarveiki sé að ræða.

Hún er líka svolítið sérstök stemmingin þessa dagana þegar stjórnvöld virðast tala upp ímyndaðan skort á bóluefni. Því sem næst með formerkjunum fyrstur kemur fyrstur fær, úr hverjum forgangshópi.

En svo er bara bóluefnaframleiðandinn ekki tilbúinn að taka þátt í "markaðsátakinu" á þessum forsemdum. 

Magnús Sigurðsson, 18.12.2020 kl. 15:09

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, og mér finnst það grafalvarlegt hvernig vísindavefur Háskólans hefur verið notaður blygðunarlaust til að dreifa alls kyns áróðri og blekkingum. Þetta er ekki eina dæmið.

Vitanlega hlýtur maður að vona að þessi bóluefni séu örugg og ekkert alvarlegt komi upp á, en það er einfaldlega fjöldi dæma um að slíkt gerist og það er svo sannarlega engin ímyndurnarveiki, heldur vel rannsakað efni og niðurstöður birtar í ritrýndum vísindagreinum.

Þorsteinn Siglaugsson, 18.12.2020 kl. 15:33

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Vísindin eru trúarbrögð okkar daga.

Magnús Sigurðsson, 18.12.2020 kl. 16:41

4 Smámynd: Bjarni Jónsson

Norðmenn urðu líka fyrir barðinu á drómasýkinni í kjölfar bólusetninga gegn svínaflensu.  Annars finnst mér athyglisvert, en þó ekki óvænt, að umboðsaðili Pfizer hérlendis furðar sig á, hversu lítt Heilbrigðisráðuneytinu hefur orðið ágengt í að útvega bóluefni.  Allt tekur óratíma hjá ráðuneytinu, og yfirlýsingar embættismanna stangast á. Mikillæti toppa ráðuneytisins minnir á: "Vér einir vitum", en þegar til kastanna kemur, fer allt í handaskolum hjá þeim, greyjunum.

Bjarni Jónsson, 19.12.2020 kl. 11:15

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, Norðmenn urðu illa úti, Þjóðverjar raunar líka ef ég man rétt. Það er ágæt fréttaskýring í Mogganum í dag varðandi bóluefnin. Kannski ekki einungis við íslenska ráðamenn að sakast, heldur virðist sem þeir sem áttu að sjá um þessi mál fyrir hönd ESB hafi klúðrað. Yfirlýsingar íslenskra ráðamanna vekja hins vegar ekki traust. Nú er talað um þrjú þúsund skammta á viku fram í mars, síðast var talað um fimm þúsund núna og svo "kannski meira seinna". Icelandair tók við sér á markaði í gær eftir yfirlýsingar ráðherranna, en mig grunar að ástæða þess liggi kannski í lítilli reiknikunnáttu kaupendanna. Eins og fram kemur í grein Fréttablaðsins í morgun myndi þetta þýða að það tækist að bólusetja fimmtung þjóðarinnar fyrir lok næsta árs. Verði þetta raunin, og verði sömu ómarkvissu aðgerðunum haldið áfram, verður Ísland innan skamms ekki lengur meðal þeirra þjóða sem bjóða upp á bestu lífskjörin og öflugustu velferðarkerfin. Svo einfalt er það.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.12.2020 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband