Traustvekjandi?

Það er ekki sérlega traustvekjandi að vita til þess að starfsfólki spítalans, sem er að koma af rauðum svæðum erlendis, sé bara hleypt beina leið inn á spítalann. Engin sóttkví, engin tékk!

Ekki eykur þetta tiltrúna á getu þessara embættismanna til að hafa stjórn á faraldrinum.


mbl.is Fimm hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild smitaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Tvennt er ótakmarkað í veröldinni ...

... stærð alheimsins og mannleg heimska. Ég er reyndar ekki alveg viss um hið fyrrnefnda." (Albert Einstein).

Hefur í alvöru engum dottið í hug að annað hvort:

A. Setja þetta fólk einfaldlega í sóttkví á Ítalíu?

B. Setja fólkið í raunverulega sóttkví þegar það kemur hingað (ekki bara biðja það um að vera helst heima hjá sér)?

Er það markmið Landlæknis að breiða þessa veiru sem hraðast úr hérlendis?


mbl.is Óvenjulegt flug frá áhættusvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur þetta einhverjum öðrum á óvart?

Þegar mynduð hefur verið loftbrú fyrir kórónaveiruna til Íslands, hvernig í ósköpunum getur það þá komið manni sem á að heita sérfræðingur í sóttvörnum á óvart, að veiran ferðist um loftbrúna?

Kemur það einhverjum öðrum á óvart?


mbl.is Atburðarásin hefur komið á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þetta reddast!"

Kórónafaraldurinn er dæmigerður fyrir ástand sem er á mörkum þess að vera mjög flókið og óreiðukennt. En jafnvel í flóknu/óreiðukenndu ástandi eru vísbendingar til staðar, og reynt fólk á viðkomandi sviði á að vera fullfært um að átta sig með hliðsjón af þeim.

Auk reynslu þurfa þeir sem glíma við ákvarðanatöku í slíku ástandi því að hafa getu til að bregðast við vísbendingum, ekki aðeins við orðnum hlut. Þeir verða líka að hafa hugrekki til að taka réttar ákvarðanir og framfylgja þeim, jafnvel þótt það kunni að valda einhverjum óþægindum.

Viðbrögð stjórnvalda í Kína sýndu fljótt að þar höfðu stjórnvöld þessa getu.

Hennar verður ekki vart hérlendis. Einungis er brugðist við eftir að skaðinn er skeður og þegar loks er brugðist við er ákvarðanatakan veikburða og framkvæmdin ómarkviss. Rökstuddri gagnrýni er svarað með útúrsnúningum, líkt og embættismönnunum sé meira í mun að hafa betur í rifrildi en að komast að réttri niðurstöðu.

Þess vegna stefnir Ísland nú í að verða það land í heiminum sem hefur hæsta smithlutfallið í þessum faraldri. Það mun líklega gerast innan viku.


mbl.is Tilfelli kórónuveiru orðin níu talsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óviðunandi ástand!

Það er svo sannarlega óviðunandi að foreldrar neyðist til að gæta sinna eigin barna meðan á verkfalli stendur.


mbl.is „Hver passar mig í dag?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smithlutfall langtum hærra en í nágrannalöndunum

Hlutfall smitaðra hér er 0,8 manns á hverja 100.000 íbúa.

Á Ítalíu er hlutfallið 2,8 á hverja 100.000 íbúa.

Til að ná Ítölum þurfa samtals 10 smit að koma upp hér. Hversu mörg verður tilkynnt um á morgun?

Komi 20 smit upp hér höfum við náð Kína, þar sem hlutfallið er 5,7 á hverja 100.000 íbúa.

Ítalía er það land í okkar heimshluta sem verst hefur orðið úti. Þetta er Evrópulandið þar sem segja má að faraldur sé kominn upp. 

Ef við lítum til nágrannalanda þar sem ekki er kominn upp faraldur líta hlutirnir öðruvísi út. Á Bretlandi eru 0,05 smit á hverja 100.000 íbúa. Í Frakklandi eru smitin 0,2, í Noregi 0,3 og 0,13 í Svíþjóð.

Ísland er eitt einangraðasta land Evrópu landfræðilega. Öll smitin sem hér hafa komið upp eru vegna ferða fólks frá sýktum svæðum á Ítalíu. Auðvelt hefði verið að stöðva ferðir fólks frá þessum svæðum til landsins.

Hvers vegna var það ekki gert?


mbl.is Þriðja tilfellið á Íslandi staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2020
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband