Þetta skiptir miklu máli

Eitt af því sem margir hafa óttast er að kórónaveiran sé þeirrar gerðar að hún smiti fólk aftur og aftur. Ef það væri raunin gæti það gert hana langtum erfiðari viðfangs en venjulega veirusýkingu. Þessar fréttir frá Suður-Kóreu skipta því ákaflega miklu máli. Þótt auðvitað sé ekki um að ræða endanlega sönnun þess að enginn geti fengið pestina aftur er vísbendingin mjög sterk.


mbl.is Smituðust ekki aftur af kórónuveirunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falsfréttir og þannig lagað

Ég sá á vef Viljans áðan myndband frá tveimur bandarískum læknum sem hafa reiknað út að Kórónaveiran sé alls ekki hættuleg. Þeir taka hlutfall smitaðra af þeim sem hafa verið skimaðir, framreikna það svo á alla íbúa, taka síðan dauðsföllin og fá út að dánarhlutfallið sé langtum lægra en af flensu.

Gallinn við þessa aðferð er auðvitað sá að ef aðeins þeir sem hafa einkenni, eða eru hreinlega orðnir veikir, eru skimaðir, er úrtakið að sjálfsögðu svo bjagað að á því er ekkert að byggja.

Innihald myndbsndsins er með öðrum orðum bara hreint og klárt bull.

Það áhugaverða við þetta er hins vegar það, að Youtube hefur trekk í trekk fjarlægt myndbandið. Það eru mjög skiptar skoðanir um hvort það sé rétt af þeim að gera það.

Það væri áhugavert að vita hvað bloggurum finnst um það.

Fréttina og myndbandið má sjá hér. Endilega skoða, en í guðanna bænum ekki taka mark á þessu, því eins og ég hef útskýrt er þetta hrein og klár steypa!

(Þetta breytir hins vegar engu um það að það bendir allt til að dánarhlutfall vegna veirunnar sé umtalsvert minna en upphaflega var talið, en það er önnur saga, og byggir á allt öðrum forsendum.)


Mjög sársaukafull niðursveifla

Það er enginn vafi á því að þegar stjórnvöld um allan heim taka saman höndum um að keyra efnahagslífið niður og hluti þess er að stöðva ferðalög milli landa, verður ferðaþjónusta um allan heim fyrir mjög miklum skakkaföllum.

Það er veruleg óvissa um hvenær hún á möguleika á að ná sér aftur á strik. Fjöldagjaldþrot í greininni munu þýða verulega rekstrarerfiðleika hjá fasteignafélögum, birgjum veitingahúsanna og svo auðvitað fjöldaatvinnuleysi.

Aðgerðapakki ríkisins núna bendir til þess að ríkið hyggist ekki grípa inn í og halda fyrirtækjum í greininni á floti. Ástæðan er líklega sú að það sé talið of kostnaðarsamt, sérstaklega í ljósi óvissunnar um hvenær greinin kemst aftur á flug. 

Fyrirtæki sem eru lífvænleg munu þurfa að leita samninga við lánveitendur og leigusala. Ríkisábyrgði sem kynnt var í fyrsta aðgerðapakkanum mun þá eflaust koma að einhverju gagni.

Húsnæði veitingastaða og hótela verður ekki endilega nýtt undir annað með einföldum hætti. Það ætti því að vera hagur birgja, leigusala og lánveitenda að hjálpa fyrirtækjunum frekar að halda sér á floti í von um að ástandið skáni, en að láta þau fara í þrot. Að þessu verða þessir aðilar að huga vandlega.


mbl.is Jafnvel vinsælustu veitingahús fara í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins byrjunin - Verður þetta sviðsmyndin?

Veirufaraldur skellur á mannkyninu. (Í raun og veru deyr aðeins lítið prósentubrot þeirra sem sýkjast, en það veit enginn strax).

Þjónusta og vörusala til einstaklinga er stöðvuð til að hægja á útbreiðslunni.

(Allt efnahagslífið hvílir á endanum á neyslu einstaklinga.)

Önnur fyrirtæki aftar í virðiskeðjunni verða fyrir tjóni.

Hömlum er smátt og smátt aflétt.

(Aðeins mjög lítill hluti fólks er ónæmur fyrir veirunni.)

Sýkingar blossa upp aftur.

Hömlum er aftur komið á, þær verða stífari og langvinnari.

Efnahagslífið stöðvast aftur og atvinnuleysi eykst enn meira.

Ríkin hætta að geta haldið fólki uppi og neyðast til að skera niður í velferðarkerfinu.

Hungur verður viðvarandi hjá stórum hópum sem ekki hafa upplifað það áður.

Hömlum er aflétt og veirunni leyft að hafa sinn gang. Annað er ekki lengur í boði.

Óstöðugleiki hefur þegar magnast of mikið. Vopnuð átök brjótast út víðsvegar um heiminn.

Efnahagslífið nær sér ekki almennilega á strik að nýju. Fjölmörg ríki eru gjaldþrota eða nærri þroti.

Velferðarkerfið eins og við þekkjum það er hrunið.

Fleiri látast úr sjúkdómnum á endanum en hefðu látist hefði ekki verið gripið til aðgerða í upphafi.

Margfalt fleiri látast vegna afleiðinga atvinnuleysis, fátæktar, hungurs og annarra sjúkdóma.

--------------

Og rótin að öllu saman er sú trú okkar að farsóttir og dauði sé eitthvað sem eigi alls ekki að líðast. 


mbl.is Hungur fyrsta merki veirunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röng spurning

Spurningin snýst ekki um "skammtímaefnahagsávinning" á móti lífi og heilbrigði fólks.

Spurningin snýst um líf og heilbrigði eins á móti lífi og heilbrigði annars.

Þegar aðgerðir eru ákveðnar er verið að velja hver á að lifa og hver á að deyja. Það er verið að velja um hamingju og framtíð fólks. Hverjum á að fórna á altari atvinnuleysis og fátæktar til að aðrir geti lifað lengur. Allar ákvarðanir í þessum faraldri eru siðferðilegs eðlis. Þeir sem taka þær bera á þeim siðferðilega ábyrgð. Ákvarðanatakan er á ábyrgð stjórnmálamanna, það er ekki hægt að úthýsa henni til sérfræðinga. Stjórnmálamönnum sem reyna að skjóta sér undan þeirri ábyrgð er ekki treystandi.


mbl.is Höfum ekki efni á að fórna lífi og heilbrigði fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskaplega hallærisleg níðstöng

Níðstöng er með hrosshaus, ekki sviðakjömmum. Eina sem vantar er að apinn sem klastraði þessu upp hefði haft kjammana í plastinu!


mbl.is Níðstöng reist gegn Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2020
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 287404

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband