"Þetta reddast!"

Kórónafaraldurinn er dæmigerður fyrir ástand sem er á mörkum þess að vera mjög flókið og óreiðukennt. En jafnvel í flóknu/óreiðukenndu ástandi eru vísbendingar til staðar, og reynt fólk á viðkomandi sviði á að vera fullfært um að átta sig með hliðsjón af þeim.

Auk reynslu þurfa þeir sem glíma við ákvarðanatöku í slíku ástandi því að hafa getu til að bregðast við vísbendingum, ekki aðeins við orðnum hlut. Þeir verða líka að hafa hugrekki til að taka réttar ákvarðanir og framfylgja þeim, jafnvel þótt það kunni að valda einhverjum óþægindum.

Viðbrögð stjórnvalda í Kína sýndu fljótt að þar höfðu stjórnvöld þessa getu.

Hennar verður ekki vart hérlendis. Einungis er brugðist við eftir að skaðinn er skeður og þegar loks er brugðist við er ákvarðanatakan veikburða og framkvæmdin ómarkviss. Rökstuddri gagnrýni er svarað með útúrsnúningum, líkt og embættismönnunum sé meira í mun að hafa betur í rifrildi en að komast að réttri niðurstöðu.

Þess vegna stefnir Ísland nú í að verða það land í heiminum sem hefur hæsta smithlutfallið í þessum faraldri. Það mun líklega gerast innan viku.


mbl.is Tilfelli kórónuveiru orðin níu talsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 287323

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband