Þegar rökhugsunin bregst

Sóttvarnalæknirinn kveður ekki skila árangri að takmarka ferðir fólks frá sýktum svæðum. Rökin eru þau, að á Ítalíu, sem er í raun eina landið í Evrópu þar sem faraldur hefur komið upp, hafi ferðatakmörkunum verið beitt.

Ef ferðatakmarkanir hefðu engin áhrif, hvernig væri þá staðan nú í Kína? Þar var svæðum lokað fljótlega eftir að veiran tók að dreifast, og nú hríðfækkar nýsmitum þar.

Röksemd læknisins heldur vitanlega alls ekki vatni. Það er bersýnilega miklu meiri smithætta af einstaklingum sem koma frá sýktum svæðum. Komi þeir til landsins er hættan á útbreiðslu hér að sjálfsögðu miklu meiri en ef þeir koma ekki til landsins. Það að ferðatakmarkanir á Ítalíu, eftir að faraldurinn kom upp þar, hafi ekki stöðvað faraldurinn segir vitanlega ekkert um hvort þessar takmarkanir hafi skilað árangri.

Svona fer þegar rökhugsunin bregst og hrapað er að einfeldningslegum ályktunum án þess að nein tilraun sé gerð til að átta sig á raunverulegu samhengi orsaka og afleiðinga.


mbl.is Ferðatakmarkanir ekki inni í myndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fólk verður að átta sig á rótinni

Eflingu er stýrt af sósíalistum. Markmið sósíalista er að koma á sameignarskipulagi sem stýrt er af þeim sjálfum. Aðferðirnar til þess eru alveg þekktar og þær snúast um að valda upplausn og ringulreið í því skyni að komast til valda. Því fleiri sem missa vinnuna, missa tekjurnar, lenda í skuldasúpu og eiga ekki fyrir mat, sama hvort það eru félagsmenn Eflingar sem hafa samþykkt verkfall og bera því sinn hluta ábyrgðarinnar, eða annað fólk sem ekki á sök á vandanum, því nær takmarkinu komast sameignarsinnarnir.

Markmiðið er völd. Markmiðið er ekki kjarabætur.


mbl.is „Það er verið að koma mér í skuldasúpu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplýsingagjöfin er meginþröskuldurinn

Flest fólk hefur litla sem enga hugmynd um á hvaða grundvelli staðhæfingar um hlýnun loftslags af mannavöldum byggja. Í sjálfu sér er málið ekkert sérstaklega flókið, en það verður samt að útskýra það. Það dugar ekki að staðhæfa bara.

Takist ekki að skýra þetta mál fyrir almenningi, og gera almennilega grein fyrir alvarleika þess, munu falsfréttasmiðirnir og allir þeir sem lítið vit hafa, en þeim mun sterkari skoðanir, hafa betur í þessari umræðu.


mbl.is Helmingur telur fréttir af alvarleika hlýnunar réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsbygging Landsbankans

Um daginn birtust af því fréttir að kostnaðaráætlanir vegna nýbyggingar Landsbankans, við hliðina á Hörpu, hefðu nú hækkað. Haft var eftir bankastjóranum að áætlað væri að sparnaður bankans vegna byggingarinnar næmi 500 milljónum árlega. Áætlaður kostnaður nú mun nema um 12 milljörðum króna. Það merkir að það tekur 24 ár að greiða fjárfestinguna til baka. Það verður að teljast ákaflega langur tími fyrir slíka fjárfestingu. (Ekki síst í ljósi þess að vitanlega er þessi áætlaði sparnaður stórlega ýktur, og byggður á óskhyggju, eins og alltaf.) Og þarna er aðeins horft á einfalda núllpunktsgreiningu. Sé fjárfestingin metin með ávöxtunarkröfu fasteignamarkaðarins eru allar líkur á að búið verði að rífa húsið áður en það hefur borgað sig upp. Jafnframt er auðvitað ljóst að bygging á þessum stað hlýtur að vera umtalsvert kostnaðarsamari en ef byggt væri á ódýrari lóð. Jafnframt virðist sem byggingin sjálf sé umtalsvert dýrari en þörf er á. Fyrir nokkrum árum var blaðafulltrúi bankans spurður hvers vegna bankinn þyrfti endilega að byggja sér höfuðstöðvar í miðbænum, þegar nóg væri að hafa af lóðum á ódýrari stöðum. "Við skilgreinum okkur sem "miðbæjarfyrirtæki"," var svarið!!!!!

Nú er Landsbankinn í eigu ríkisins. Hvernig stendur á því að ríkisstjórnin, og bankasýslan, láta svona furðulega ákvarðanatöku óáreitta? Hvers konar skrípaleikur er hér á ferðinni? 


Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Feb. 2020
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 287182

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband