Smithlutfall langtum hærra en í nágrannalöndunum

Hlutfall smitaðra hér er 0,8 manns á hverja 100.000 íbúa.

Á Ítalíu er hlutfallið 2,8 á hverja 100.000 íbúa.

Til að ná Ítölum þurfa samtals 10 smit að koma upp hér. Hversu mörg verður tilkynnt um á morgun?

Komi 20 smit upp hér höfum við náð Kína, þar sem hlutfallið er 5,7 á hverja 100.000 íbúa.

Ítalía er það land í okkar heimshluta sem verst hefur orðið úti. Þetta er Evrópulandið þar sem segja má að faraldur sé kominn upp. 

Ef við lítum til nágrannalanda þar sem ekki er kominn upp faraldur líta hlutirnir öðruvísi út. Á Bretlandi eru 0,05 smit á hverja 100.000 íbúa. Í Frakklandi eru smitin 0,2, í Noregi 0,3 og 0,13 í Svíþjóð.

Ísland er eitt einangraðasta land Evrópu landfræðilega. Öll smitin sem hér hafa komið upp eru vegna ferða fólks frá sýktum svæðum á Ítalíu. Auðvelt hefði verið að stöðva ferðir fólks frá þessum svæðum til landsins.

Hvers vegna var það ekki gert?


mbl.is Þriðja tilfellið á Íslandi staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. mars 2020

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband