Hvað gera mannréttindafrömuðirnir nú?

Ekki er annað að sjá en fræðslustjóri hyggist hafa boðorð hins undarlega mannréttindaráðs að engu, í það minnsta í undirbúningi jólanna.
Líklegt er að ráðsmenn og umbjóðendur þeirra séu nú teknir að gnísta tönnum svo kvarnast úr. Gaman verður að sjá hvað gerist næst.
mbl.is Með sama sniði og fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig komust þeir að því?

Þeir hljóta að lesa hugsanir því ég man ekki til að hún hafi sagt neitt - nema skammast út í Jón Bjarnason. En það er kannski nóg?
mbl.is Jóhanna á lista yfir pólitíska hugsuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúlakkana næst

Sjálfseignarbændur, svonefndir kúlakkar, voru eitur í beinum þeirra Stalíns og Leníns á sinni tíð, sem rændu þá jörðunum og murkuðu lífið úr þeim og fjölskyldum þeirra í milljónavís.
Ekki verður betur séð af orðum Guðfríðar Lilju í útvarpi um helgina en að hún vilji nú leggja til atlögu við íslenska kúlakka.
Hvaða leið erum við eiginlega á?
mbl.is Vill sumarbústað á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mengunarkvóti er takmörkuð auðlind

Það er vitanlega ekki heppilegt ef verksmiðjan ræður ekki við að greiða fyrir kolefniskvótann, í það minnsta til skemmri tíma litið. Störf tapast og áhrif á viðskiptajöfnuð eru væntanlega neikvæð.
Á móti kemur að þessi verksmiðja greiðir afar lágt orkuverð ef ég man það rétt. Eftirspurn eftir orku virðist umtalsvert meiri en framboðið um þessar mundir og verði þessari verksmiðju lokað verður væntanlega hægt að selja orkuna á hærra verði til annarra aðila.

Meginatriði málsins er þó að kolefniskvóti er takmörkuð auðlind sem fara þarf vel með. Við höfum vissar mengunarheimildir og miklu skiptir að þær séu nýttar á sem hagkvæmastan hátt. Það verða vafalaust nógir um hituna að kaupa upp kolefniskvóta járnblendiverksmiðjunnar án þess að það ríði rekstri þeirra að fullu. Störfin sem tapast eru því líkleg til að skapast annars staðar, í arðbærari rekstri, en auðvitað gerist það ekki strax.


mbl.is Loka ef skattur verður lagður á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið er ég feginn!

Lengi hafði ég haft af því djúpar áhyggjur að kvensa þessi væri að fá bumbu. En nú get ég sofið rólegur, rétt eins og stór hluti lesenda, ef dæma má af þeim áhuga sem frétt þessi virðist vekja.
mbl.is Britney Spears með flatan maga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað næst?

Þegar búið verður að útrýma öllum trjám í kring um skrifstofu borgarstjórans, hvað er þá næst? Trén í götunni þar sem hann býr, væntanlega.
mbl.is Taka aspir niður við ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fannst hann bara allt í einu, hann Werner?

Sú niðurstaða hinnar stórmerku nefndar að nafnið Werner sé nú skyndilega orðið löglegt, þótt það hafi ekki verið það í mars, virðist byggja á að nafnið sé löglegt sé það í það minnsta borið af fimm manns og skuli sá elsti hafa náð sextugsaldri.
Í rökstuðningnum kemur fram að elsti Wernerinn hér sé fæddur 1928. Hann er því ekki sextugur, ekki sjötugur, heldur hvorki meira né minna en 83 ára gamall.
Spurning mín til Mannanafnanefndar er þessi:
Eltist Werner gamli svona skyndilega í sumar eða fannst hann bara allt í einu einhversstaðar?

mbl.is Má heita Blín en ekki Diego
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími á réttar tölur

Það er löngu kominn tími til að skattgreiðendur fái réttar upplýsingar um raunverulegan byggingarkostnað og áætlaðan rekstrarkostnað þessa húss.
Svo virðist sem allt sé þetta kirfilega flækt í net eignarhaldsfélaga svo engin leið er að vita haus eða sporð á málinu.
Þótt húsið sé flott og hljómburðurinn góður á svona feluleikur ekki að líðast!
mbl.is Harpa vill 730 milljóna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlar geta gegnt mikilvægu hlutverki

Rétt eins og í öðrum málum geta fjölmiðlar gegnt mikilvægu hlutverki í eineltismálum. Fjölmiðlaumfjöllun leysir vitanlega ekki málin ein og sér, en hún getur orðið til þess að skapa þrýsting á að þau séu leyst. Það er af hinu góða.

Viðbrögð skólanna, samtaka kennara og þrýstihópa á þeirra vegum, á borð við Samfok, við umræðu um þessi mál eru ekki til sóma. Líkt og í öðrum málum bregðast þessir aðilar við með innantómu þvaðri um að allt sé í himnalagi og alls ekki megi ræða málin opinskátt.

Eineltisvandinn á sér að stórum hluta sömu orsök og lélegur árangur í íslenskum skólum: Metnaður er lítill, mat á árangri og samanburður stofnana er bannorð, stjórnendum er óheimilt að umbuna starfsmönnum eftir frammistöðu, eftirlit er ekkert á borði, aðeins í orði.


mbl.is Einelti leysist ekki í fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 288188

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband