Vitanlega hafa háir skattar engin áhrif

Háir skattar hafa auðvitað engin áhrif á svarta vinnu, ekkert frekar en hærra eldsneytisverð dragi úr umferð, hærra áfengisverð dragi úr áfengisneyslu eða hærri skólagjöld dragi úr ásókn í háskólanám.
Það er gott að vita til þess að slíkar mannvitsbrekkur sitji á þingi.
mbl.is Háir skattar skýra ekki skattsvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með tækið sjálft?

Það er í sjálfu sér fínt að geta keypt nóg af rafbókum. En þær koma að litlu gagni meðan lestækið fæst hvergi. Ætli enginn hafi í hyggju að bæta úr því og flytja inn eitthvað af þeim fjölmörgu gerðum lestölva sem framleiddar eru?
mbl.is Rafbækur seljast vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margháttaður misskilningur mannréttindaráðs

Það kemur ekki á óvart að mannréttindaráð misskilji hluti. Fyrst og fremst virðist það haldið allvíðtækum misskilningi um hvað mannréttindi eru. Það virðist nefnilega trúa því að mannréttindi snúist um að fulltrúar í mannréttindaráði troði eigin skoðunum upp á aðra og refsi þeim sem ekki þýðast það.
mbl.is Bókun byggð á misskilningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo sannarlega tími til kominn

Það er svo sannarlega tími til kominn að fara í saumana á þessum málum. Það var athyglivert að sjá aftur heimildamyndina "Aðför að lögum". Þar kemur glögglega fram hversu glæpsamleg rannsóknin og málsmeðferðin öll var.
mbl.is Byrjað að skoða Guðmundar- og Geirfinnsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur ekki á óvart

Það segir sig vitanlega sjálft að þurfi fyrirtæki sem fengið hafa hráefni sitt ókeypis að fara að greiða fyrir það hefur slíkt neikvæð áhrif á afkomu þeirra. Það þarf engum að koma á óvart.
Sama á við um fyrirtæki sem fénýta réttindi sem tilheyra öðrum, án þess að bætur komi fyrir. Afkoma þeirra hlýtur að versna verði þeim gert að greiða fyrir nýtinguna.
mbl.is Neikvæð áhrif upp á 320 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynjaklisja - góðir punktar samt

Það að pólitískt áhugasvið fólks ráðist fyrst og fremst af kyni er klisja sem styðst ekki við nein rök. Efnahagsmál eru ekkert einkamál karlmanna neitt frekar en skólamál séu einkamál kvenna.
En það er hárrétt hjá Sóleyju að þegar rætt er um afleiðingar hrunsins er auðvitað fáránlegt að einblína á efnahags-, gjaldeyris- og bankamál. Það er ekki síður mikilvægt, og jafnvel mikilvægara, að skoða áhrif á fjölskyldulíf, menntun, velferð og síðast en ekki síst siðferði og viðhorf í samfélaginu. Skoðun á þessum þáttum gefur miklu betri vísbendingu um líkurnar á öðru hruni en verðbólguhorfur og hagvaxtartölur.
En ég er ekki viss um að þessi mál væru neitt frekar rædd á þessari ráðstefnu þótt þar væru fleiri konur. Því, eins og feministinn sagði um Margréti Thatcher - það væru ekki "alvöru konur".
mbl.is Hvar eru konurnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað um margfeldisáhrifin?

Sagt er að sex milljarðar tapist vegna þjófnaða. En er það svo?

Þjófurinn kemur í veg fyrir að andvirði vörunnar renni í vasa verslunareigandans. En sjálfur selur hann væntanlega vöruna, svo eyðir hann peningunum sem hann fékk fyrir hana í vöru eða þjónustu, sem skilar seljendum peningum í vasann og ríkinu skatttekjum. Seljendur þessarar vöru og þjónustu þurfa svo einnig að kaupa vöru og þjónustu og greiða af henni skatta. Og þannig hlaðast margfeldisáhrifin upp.

Eða er það ekki svo?

Wink 


mbl.is Sex milljarðar tapast á hverju ári vegna þjófnaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti að gefa lögreglunni peningana

Það væri höfðinglegt af Frank Michelsen að afhenda lögreglunni eða einhverjum samtökum lögreglumanna milljónina.
mbl.is Óvíst með verðlaunaféð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefum þeim seðlabankastjórann - og Gylfa

Þau vandamál sem Gylfi lýsir hér eiga sér flest rót í þeirri furðulegu peningastefnu sem Seðlabankinn rak hér fyrir hrun og rekur enn. Höfundur og helsti baráttumaður þeirrar stefnu er núverandi seðlabankastjóri. Sem kunnugt er snýst stefnan um að pissa í skóinn sinn svo manni hlýni á löppunum, (maður þurfi auðvitað bara að vera nógu fjandi duglegur að pissa).

Að því leyti sem peningastefnan á ekki sök á vandanum liggur hún í þeirri ríkisfjárfestingastefnu sem Gylfi og félagar gala hvað hæst um. Sú stefna snýst um að skuldsetja ríkið sífellt meir til að halda uppi fölsku atvinnustigi með alls kyns framkvæmdum sem enginn alvöru fjárfestir léti sér til hugar koma að fara í. Þessu má líka lýsa þannig að það snúist um að toga sjálfan sig upp á hárinu líkt og Munchausen barón gerði eitt sinn, með góðum árangri að eigin sögn.

Það besta sem ESB gæti gert fyrir okkur væri að samþykkja að þiggja seðlabankastjórann að gjöf. Við myndum kaupa undir hann miðann aðra leiðina og þeir gætu svo komið honum fyrir í einhverri matarholu í Brussel líkt og einu sinni hefur verið reynt. Þeir yrðu bara að lofa að senda okkur hann aldrei aftur! Liggur við að við gætum meira að segja gefið þeim makrílkvótann í bónus.

Gylfa mætti svo sem best senda með. Þeir geta þá, félagarnir, kennt hinum lánlausu Evrópumönnum hvernig hægt er að spræna í skóinn og hífa sjálfan sig upp á hárlufsunum samtímis.


mbl.is Biðja á um aðstoð vegna krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En fyrir fávitann?

Íslendingar hafa aldrei verið hrifnir af ofvitum, svo ekki er von að neinn sé tilbúinn að borga fyrir þá hátt verð. Fávitar fara á miklu hærri prísum hérlendis.
mbl.is 3,5 milljónir fyrir Ofvitann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 288191

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband