24.10.2011 | 15:35
Eða draugar?
![]() |
Mýs grunaðar um að hafa startað dráttarvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2011 | 15:32
Útlenskt kjöt stórhættulegt!
Útlenskt kjöt (og reyndar annar útlenskur matur líka) er stórhættulegt. Það sannast á því að margmilljónfalt fleiri útlendingar fá matareitrun en Íslendingar, sérstaklega þó í Evrópusambandinu auðvitað!
![]() |
Borðuðu smyglað kjöt og veiktust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
20.10.2011 | 13:35
Ýmislegt ágætt, en ...
Í þessum tillögum er ýmislegt jákvætt. Það er jákvætt að vinda ofan af skattahækkunum síðustu ára og gera gjaldþrota fólki kleift að skila lyklunum að eignum sínum.
Í tillögurnar vantar hins vegar alveg áætlun um uppskurð í rekstri ríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki beinlínis verið öflugur á þeim vettvangi fram til þessa svo meðan ekki er að sjá trúverðuga áætlun um þetta er ekki minnsta ástæða til að taka mark á almennum yfirlýsingum þar að lútandi. Sjálfstæðisflokkurinn verður einfaldlega að leggja fram áætlun um uppskurð og hagræðingu í ríkisrekstrinum með skýrum markmiðum og áherslum. Þetta er lykilatriði í huga allra ábyrgra kjósenda.
Svo virðist sem flokkurinn sé því miður enn við það heygarðshornið að telja ríkið eina aðilann sem geti drifið atvinnulífið áfram. Þetta má sjá á áformum um að stórauka útgjöld ríkisins til atvinnubótavinnu, selja orku á útsölu, svo hægt sé að djöflast bara eitthvað með skóflu og mjólka svo lífeyrissjóðina ofan í kaupið til að geta pumpað nægum peningum í hítina. Svona sósíalisma munu frjálslyndir hægrimenn vitanlega aldrei styðja.
Að lokum lítur ekki út fyrir að flokkurinn verði fær um að vinda ofan af kvótaúthlutunarvandanum. Íhaldsstefna í stjórnmálum snýst um að vernda réttindi einstaklinganna gagnvart ásælni ríkisvaldsins og gæðinga þess. Sem kunnugt er grundvallaðist úthlutun kvótans á því að ríkið afnam aldagömul réttindi almennings með einu pennastriki - þjóðnýtti þau og afhenti sumum útgerðarmönnum - allt bótalaust. Hvar á byggðu bóli myndi flokkur sem kennir sig við íhaldsstefnu og vernd réttinda einstaklingsins gagnvart ríkisvaldinu berjast með kjafti og klóm til að viðhalda slíku fyrirkomulagi? Verður næsta skref flokksins að bæta arðsemi í ferðaþjónustu með því að kvótasetja hálendið og afhenda ferðaskrifstofum og rútufyrirtækjum til ævarandi eignar?
Í þessu máli er engin afsökun að langt sé um liðið frá því réttindunum var úthlutað né að þau hafi síðan skipt um hendur. Nýir valdhafar í fyrrum kommúnistaríkjum Austur Evrópu létu það verða sitt fyrsta verk að skila til réttmætra eigenda eignum sem kommúnistar höfðu þjóðnýtt áratugum áður og breytti þar engu hvað gæðingar kommúnistastjórnanna höfðu brasað með þýfið í millitíðinni.
Eftir hrunið hefði Sjálfstæðisflokkurinn þurft að endurskilgreina sig sem frjálslyndan hægriflokk með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Þetta hefur flokknum ekki tekist, því miður. En kannski er enn von um að það gerist.
![]() |
Raunhæfar efnahagstillögur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2011 | 10:54
Hvernig á að greiða kostnaðinn?
Það sem vantar hins vegar í þessa tillögu er að gerð sé grein fyrir því hvernig borga á kostnaðinn við þessa aðgerð.
Staðreynd málsins er að meginhluti íbúðalána eru í eigu Íbúðalánasjóðs, þ.e. ríkisins. (Vondu bankarnir, sem mest er þusað um í greinargerð þeirra stallsystkina, eiga bara brot af þessum lánum.) Ekki er að sjá að ríkið hafi mikið fé aflögu til að standa undir stórfelldum niðurfærslum á lánum íbúðalánasjóðsins. Og hvernig á þá að mæta kostnaðinum? Á að skera niður? Hvar á þá að skera niður? Í menntakerfinu? Í heilbrigðiskerfinu? Eða á að hækka skatta? Hvaða skatta á þá að hækka og hvaða áhrif hefur það?
Þessum spurningum verða flutningsmenn tillögunnar einfaldlega að svara. Geti þau það ekki legg ég til að þau dragi tillöguna til baka, fari út í horn og skammist sín fyrir að sóa tíma þingsins í svona vitleysu.
![]() |
Miðað verði við stöðu lána árið 2008 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.10.2011 | 13:44
Metnaðarleysi og sjálfsánægja
Íslenskt skólakerfi hefur lengi verið afar slappt og fer versnandi. Lítill vafi virðist á að samhengið milli lengdar kennaranáms og árangurs í skólastarfi er neikvætt.
Fyrir skemmstu kom út skýrsla sem sýndi að fjórðungur fimmtán ára drengja er ólæs. Skýrslan sýndi líka að börnum liði ekki tiltakanlega illa í skólanum.
Viðbrögðin við þessu voru ekki að bæta þyrfti úr. Nei. Þvert á móti töldu talsmenn kennara að þetta sýndi hversu frábært starf væri unnið í skólakerfinu!
Ef metnaðarleysi og sjálfsánægja eru til eru fá betri dæmi um þessa lesti.
![]() |
Líta á sig sem tapara vegna rangra aðferða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.10.2011 | 14:59
Forsíðufréttir
![]() |
Var með yfirlit um símnotkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2011 | 00:06
Markaðurinn ræður
Meginvandinn í þessu er að svo virðist sem hrefnuveiðarnar trufli útgerð hvalaskoðunarskipa. Einfaldasta lausnin á því er að hvalaskoðunarfyrirtækin kaupi einfaldlega upp kvótann og komi þannig í veg fyrir veiðarnar. Hann getur tæpast verið mjög dýr því ólíklegt er að þessar veiðar séu sérstaklega arðbærar.
Allt miðast þetta hins vegar við núverandi aðstæður. Vitað er að eftirspurn er eftir stórhvelaketi í sumum löndum Austur-Asíu. Alþjóðasamningar hindra hins vegar útflutning þangað. Eini markaðurinn sem er opinn er svo Japan, en þar er framboðið miklu meira en eftirspurnin þrátt fyrir þrotlausar tilraunir til að pína niðurgreiddu hvalketi í skólakrakka og langlegusjúklinga.
Ekki er því að sjá að í bráð verði þetta sérlega spennandi bissness.
![]() |
Efast um að hvalveiðarnar séu sjálfbærar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2011 | 09:54
Frjálshyggja aukaatriðanna
Nú þegar stjórnarandstaðan berst sem aldrei fyrr fyrir því að ríkisvaldið "skapi störf" fer lítið fyrir athugasemdum ungra sjálfstæðismanna gagnvart þeim málflutningi. Þó er ljóst að það viðhorf að það sé á könnu ríkisins að útvega fólki vinnu er stórhættulegt frjálsu atvinnulífi. Ekki hefur heldur orðið vart við að ungir sjálfstæðismenn geri miklar athugasemdir við ríkisábyrgðir á bankastarfsemi. Þær voru nú einu sinni það sem setti þetta land á hausinn, ef allir eru búnir að gleyma því.
En verkfall Sinfóníuhljómsveitarinnar. Það vekur upp frjálshyggjuna í hjörtum hins unga fólks. Frjálshyggju aukaatriðanna.
![]() |
Sakar unga sjálfstæðismenn um væl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2011 | 10:13
Ef Ma kaupir Yahoo ...
![]() |
Fer Yahoo til Kína? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2011 | 20:50
Lýsingarorðið sem vantar ...
Ólöglegur landnemi er í rauninni sambærilegur við innbrotsþjóf.
Atburður eins og þessi er vissulega sorglegur, en því má ekki gleyma að landnemar sem brjóta alþjóðalög með búsetu á hernumdum svæðum eru sjálfir ábyrgir gerða sinna.
![]() |
Landnemar drepnir í grjótkasti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (51)
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.8.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 288197
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar