Mörg matarholan

Það er mörg matarholan ef menn eru flinkir að krækja í skattpeninga annarra til að standa straum af eigin rekstri eða atkvæðakaupum í héraði. Þótt styrkir til Matorku séu háir sem hlutfall fjárfestingar eru þeir síst lægri í krónum talið þegar kemur að ýmiss konar þungaiðnaði út um land. Hvað þá þegar farið er að skoða niðurgreiðslur á raforku til þessa iðnaðar. Allt slíkt hefur áhrif á annað atvinnulíf, þótt þau séu ekki endilega bein líkt og í þessu tilfelli. En hærri vextir, aukin eftirspurn eftir vinnuafli og óstöðugleiki eru gjarna fylgifiskur slíkra atkvæðaveiða.

Ætli þeir stjórnmálamenn sem slíkt stunda velti aldrei fyrir sér hversu siðlegt það er að hnupla fjármunum almennings til að kaupa atkvæði handa sjálfum sér?


mbl.is Ragnheiður Elín sat fyrir svörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf engan að undra ...

... að stuðningur við Pírata hafi stóraukist. Þar fer upp til hópa skynsamt og heiðarlegt fólk sem kann að svara fyrir sig.


mbl.is „Þingmaður lét falla hér óviðeigandi orð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já, þetta er nú ljóti lýðurinn

Þeir eru svo sannarlega vafasamir þessir Skandinavaskrattar, sívælandi um mannréttindi og lýðræði og geta ekki einu sinni látið mann í friði þegar maður þarf að stúta nokkur þúsund Palestínumönnum í sumarfríinu.


mbl.is Sakar Skandínava um áróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki alveg einfalt mál

Vart er hægt að segja að staðan sé skýrari eftir að utanríkisráðherra afhenti bréfið fræga í síðustu viku. Á sínum tíma var samþykkt þingsályktun um að sótt skyldi um aðild að sambandinu. Á það hefur verið bent að þingsályktunin sjálf lifi ekki endalaust. Það er hárrétt. En það skiptir ekki neinu máli því það sem ályktað var um var framkvæmt: Sótt var um aðild. Allt rifrildi um gildi þessarar þingsályktunar er því markleysa ein. Hún skiptir engu máli lengur sem slík. 

Viðræðurnar voru síðar settar í bið. En þar með er ekki sagt að þeim hafi verið slitið. Og það virðist ekki heldur hafa gerst með bréfinu góða. Því er erfitt að sjá annað en Ísland sé enn umsóknarríki. Og hverju er þá verið að mótmæla? Er ekki miklu heppilegra fyrir aðildarsinna að bíða átekta, vonast til að ná meirihluta í næstu kosningum og geta þá tekið til við að ljúka málinu. Þá væri auðvitað skynsamlegast að byrja á þjóðaratkvæðagreiðslunni sem frambjóðendur núverandi stjórnarflokka lofuðu í aðdraganda síðustu kosninga.


mbl.is Boðað til mótmæla á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hmmmm...

Er nú ekki ástæðulaust að hlaupa upp til handa og fóta út af þessu? Hefur svona yfirlýsing yfir höfuð nokkra einustu þýðingu? Ég á erfitt með að sjá það. Er ekki miklu skynsamlegra fyrir aðildarsinna að láta þetta bara sem vind um eyrun þjóta?


mbl.is „Fólk hljóp bara frá kvöldmatnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðulegur fréttaflutningur

Í skýrslunni sem um ræðir kemur glöggt fram að verðlag innfluttra vara er enn umtalsvert lægra en gengisþróun krónunnar gefur tilefni til frá því að hún hrundi árið 2008. Það segir sig auðvitað sjálft að til lengri tíma litið hlýtur verðlag að nýju að nálgast það að verða í eðlilegu samhengi við gengi krónunnar. Það er því bersýnilega eðlilegt að sú þróun haldi áfram um hríð. Þar af leiðandi er fullkomlega eðlilegt að verð hafi á undanförnu ári hækkað meira en gengisþróun hefur gefið tilefni til. Þeirri þróun lýkur aðeins þegar jafnvægi næst.

Fréttin er bersýnilega spunnin gagnrýnislaust upp úr fréttatilkynningu hins svonefnda Samkeppniseftirlits. Í fréttatilkynningunni er að vanda gefið í skyn að verðþróun á matvörumarkaði sé ekki í samræmi við gengisþróun, þvert á þær staðreyndir sem fram koma í skýrslunni. Það væri skiljanlegt ef skýrslan væri frá Neytendasamtökunum eða Alþýðusambandinu að slíkur málflutningur væri viðhafður. En Samkeppniseftirlitið er opinbert stjórnvald og því eru meira að segja faldar mjög víðtækar valdheimildir. Það er kominn tími til að tekið verði til í þessari stofnun enda ótækt að hún dæli út rangfærslum og þvælu ár eftir ár athugasemdalaust.

Screen Shot 2015-03-12 at 18.39.41


mbl.is Matarverð fylgdi ekki gengisþróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægt skref

Það er tími til kominn að mál þetta verði tekið upp að nýju, enda löngu ljóst að dómarnir grundvölluðust á spillingu og pyntingum. Jafnframt ætti að draga til ábyrgðar þá einstaklinga sem ábyrgð báru á dómsmorðinu.


mbl.is Erfingjarnir fara fram á endurupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisfyrirtæki mikilvæg

Það er auðvitað mjög mikilvægt að ríkisfyrirtæki verði ekki seld. Fremur ætti að fjölga þeim. Hvert er til dæmis vitið í því að reka hér fjölda fyrirtækja í matvöruverslun? Þau þurfa að eyða stórfé í auglýsingar til að keppa hvert við annað, nýting á plássi verður léleg og erfitt að skipuleggja reksturinn fram í tímann. Er ekki miklu meira vit í að ríkið reki bara eina matvörukeðju sem selur vörur á kostnaðarverði til almennings? Og hvað um útgerðina? Er eitthvert vit í að kvótakóngar hirði arðinn? Er ekki miklu skynsamlegra að ríkið reki þessa atvinnugrein? Eða þá ferðaþjónustan? Hún er að verða argasti frumskógur og alls kyns kónar maka þar krókinn. Er ekki miklu betra að ferðaþjónustan sé ríkisrekin? Þannig mætti lengi telja.


mbl.is Meirihluti andvígur einkavæðingu ríkisfyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

La fete de la superficialité

Ég las í sumar nýjustu bók Milans Kundera, La fete de l'insignificance. (Það þýðir hátíð merkingarleysunnar.) Það var skemmtileg bók.

Ég legg til að ævisaga Vigdísar Finnbogadóttur fái heitið La fete de la superficialité. (Það þýðir hátíð yfirborðsmennskunnar.) En ég veit ekki hvort það verður skemmtileg bók.


mbl.is Fyrsta skóflustunga að Stofnun Vigdísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 288180

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband