Það þarf engan að undra ...

... að stuðningur við Pírata hafi stóraukist. Þar fer upp til hópa skynsamt og heiðarlegt fólk sem kann að svara fyrir sig.


mbl.is „Þingmaður lét falla hér óviðeigandi orð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Það er nú ekki mikil skynsemi í því að tala um að auka virðingu Alþingis og nota til þess orð eins og andskotans sandkassaleikur!...

Ólafur Jóhannsson, 18.3.2015 kl. 22:30

2 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það má vel deila um orðavalið. Samlíkingin er hinsvegar alveg spot on.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 18.3.2015 kl. 22:53

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Var henn ekki að gera sig breiðan á fyrstu dögum þingsins,varðandi venjur eins og hæstvirtur? Í nýlegum spjallþætti í sjónvarpssal,þar sem form.Já-sinna,- Vigdís og varaformaður Heimssýnar létu álit sitt í ljós,komst hann illa frá sínum þankagangi. Verði hann áfram á þingi verður hann að bæta sig.  

Helga Kristjánsdóttir, 19.3.2015 kl. 00:13

4 identicon

En það er bara raunin því miður, Helgi var að lýsa raunveruleikanum á þinginu og til þess þarf sterk orð...

Skúli (IP-tala skráð) 19.3.2015 kl. 02:01

5 identicon

Þeir lofuðu góðu fyrir kosningar, skrifuðu eina stórgóða grein um flugvallarmálið.  Síðan ekkert.  Fylgisaukning Pírata er í beinu hlutfalli við fylgistap Samfylkingar.  Þetta er Samfylkingarhækja.  

http://www.dv.is/kosningar/greinar/2014/5/29/er-hustokufolk-i-borgarstjorn/ 

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2015 kl. 08:22

6 identicon

Ég er nú ekki vanur að skrifa undir blogg en ég varð nú bara að svara þessari færslu annarsvegar og svo athugasemd Ólafs hér að ofan.

Ég verð að vera sammála höfundi og bæta við  að löngu er kominn tími til þess að menn á þingi svari aðeins fyrir landann og sýni þessum "æðri" þingmönnum að tímarnir munu breytast. kanski ekki í dag eða á morgun en þetta er bara byrjunin á því sem koma skal. 

Og við Ólaf Jóhannsson hef ég þetta að segja. Það er einmitt persónluegt hvað fólki þykir skynsemi en virðing mín persónulega gagnvart alþingi og umræddum þingmanni jókst til muna bara við það eitt að þeir nota orð sem tala hreint út eins og í þessu tilfelli. Þetta gamla "fína" tal sem þingmenn hafa verið kenndir við er löngu orðið þreytt og mjög ólíklegt að fá skýr og greinagóð svör útfrá því hvernig þingmenn svara. Umræddur þingmaður talar um "andskotans sandkassaleik" sem er nákvæmlega það sem er í gangi á þessu blessaða, ónothæfa alþingi okkar og hefur verið í gangi síðustu áratugi. Þetta kallast að tala beint út og segja nákvæmlega hlutina eins og þeir eru. 

Hjalti Ásgeirsson (IP-tala skráð) 19.3.2015 kl. 09:50

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk fyrir athugasemdirnar. Biðst afsökunar á töf við að samþykkja þær.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.3.2015 kl. 10:51

8 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Er sem sagt ekki hægt að lýsa raunveruleikanum og segja hlutina eins og þeir eru, án þess að nota blótsyrði?

Það sem mér finnst mest vanta í umræðuna er meiri rökræður um hlutina til að fá sem flest sjónarhorn fram og komast þannig að skynsamlegri niðurstöðu.

En ekki einhverja Morfís-ræðukeppni, eða málþóf eða skítkast út í andstæðinginn.

Það kallast skítkast þegar maður notar blótsyrði.

Ólafur Jóhannsson, 19.3.2015 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 287355

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband