Segir sig sjálft

Það segir sig eiginlega alveg sjálft að það getur ekki gengið upp að hafa þrjá bankastjóra í Seðlabankanum, alla með jafn mikil völd. Hver er þá ábyrgur fyrir ákvörðunum bankans? Hvað ef bankastjórarnir þrír eru ósammála og hver á sinni skoðun? Hver á þá að skera úr?

 


mbl.is Misráðið að fjölga seðlabankastjórum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röng túlkun

Sú túlkun að fjöldi tónleikagesta jafngildi fjórðungi þjóðarinnar er alröng. Hver gestur getur keypt fleiri en einn miða, og gerir það gjarna, svo fjöldi seldra miða segir nákvæmlega ekkert um hversu stórt hlutfall þjóðarinnar sótti tónleikana.

Það er allt eins líklegt að eftir tilkomu Hörpunnar fari fólk einfaldlega oftar á tónleika. Meðan hljómsveitin var í Háskólabíói var eiginlega vonlaust að fara á tónleika nema ná sæti einhvers staðar framarlega í salnum. Því sleppti maður því oft að fara ef uppselt var í fremri hlutann. Í Hörpu skiptir þetta ekki lengur máli auk þess sem miklu fleiri sæti eru í boði. Sjálfur fer ég miklu oftar á sinfóníutónleika eftir að Harpan tók til starfa. Reikna með að það eigi við um fleiri.


mbl.is Fjórðungur þjóðarinnar á Sinfó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta ráðið gegn einkabílnum?

Ætli holugerð borgaryfirvalda sé ekki bara liður í baráttunni gegn hinum hræðilega einkabíl? Þegar allar göturnar eru orðnar eins og í Sovétríkjunum þorir enginn lengur út að keyra.


mbl.is Verstu holur höfuðborgarsvæðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umsagnir byggðar á umsögnum?

Alveg burtséð frá efni þessa máls: Hver er tilgangurinn með því að leita eftir umsögnum um lagafrumvörp ef umsagnirnar snúast bara um að vísa í umsagnir annarra um sama mál? Einn skrifar umsögn og fimmtíu aðrir ljósrita hana svo og skrifa undir?

(En mikið væri nú annars gaman ef einhver legði fram frumvarp um að banna bjórinn - það yrði gaman að sjá umsagnirnar.)


mbl.is Læknar vilja ekki vín í verslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært framtak

Framtak Sævars og félaga í Stjörnuskoðunarfélaginu var frábært og sannarlega til fyrirmyndar. Óeigingjarnt starf eins og þeir stjörnuskoðunarmenn hafa staðið að árum saman er mikils virði fyrir okkur öll. Fyrir það eigum við að vera þakklát. Því er ömurlegt til þess að vita að starfsmenn barnaheimila skuli hafa vaðið fram með þá frekju og yfirgang sem Sævar lýsir. Framferði Reykjavíkurborgar er líka sér kapítuli. Þessar reglur sem skólunum hafa verið settar um gjafir og móttöku þeirra bera því vitni að því miður hefur borgin verið hertekin af öfgafullu fólki sem virðist eiga mestan andlegan skyldleika við ofsatrúarsöfnuði eins og þeir gerast verstir.

Vonandi verða þessi leiðinlegu viðbrögð frekjuhunda og öfgafólks ekki til þess að letja duglegt fólk til að láta gott af sér leiða í framtíðinni.


mbl.is Hystería í aðdraganda sólmyrkvans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frekja bíleigenda?

Þegar við lesum svona fréttir er ágætt að hafa í huga viðhorfið sem fram kemur í grein fyrrum borgarstjórans, Jóns Gnarr, í Fréttablaðinu í dag. Hann fjallar þar um þá "frekju" borgarbúa að vilja ekki þurfa að standa í að rúlla ruslatunnum sínum út á götu til að láta þær velkjast þar um í rokinu og að vilja að borgin sjái um að safna saman jólatrjám. Þetta þykir Jóni Gnarr frekja og virðist halda að viðhorf til þessara mála hafi eitthvað með pólitíska hugmyndafræði, gott ef ekki bara lífssýn, fólks að gera.

Á undanförnum árum höfum við horft upp á gatnakerfi bæjarins drabbast niður vegna viðhaldsleysis. Eflaust eru þeir sem gagnrýna þetta líka bara með frekju og eflaust snýst það mál allt saman um pólitíska hugmyndafræði í huga stjórnenda borgarinnar, "einkabílisma" og "nýfrjálshyggju" og gott ef ekki eitthvað þaðan af verra.

Á sama tíma hafa borgaryfirvöld ausið fé í að gera sitt besta til að hefta samgöngur. Hofsvallagatan er ágætt dæmi. Þótt hin súrrealísku fuglahús hafi nú verið fjarlægð stendur enn eftir tilgangslaus þrenging við Hringbrautina sem tefur stórum fyrir allri umferð. Ástæðan? Jú, það er hugmyndafræðilegt grundvallaratriði að hjólastígur, sem aldrei er notaður, sé báðum megin götunnar og sáluhjálparatriði að hjólreiðamennirnir sem aldrei sjást þurfi ekki að fara upp á gangstétt fimm metrum áður en komið er að gatnamótunum, en þá þurfa þeir þess hvort sem er.

Það er slæmt þegar fólk velst til valda í sveitarfélögum sem skilur ekki að hlutverk þess er að þjónusta íbúana, ekki að reyna að skipta sér af því hvernig þeir haga lífi sínu. Það er óskynsamlegt og óhagkvæmt að þvinga fólk til að rúlla ruslatunnum út á götu kvöldið áður en þær eru sóttar í mesta rokrassgati veraldar. Það er skynsamlegt að borgin sjái að hirða saman jólatré, þótt ekki sé nema vegna þess einfalda umhverfissjónarmiðs að þá verður miklu minna eldsneyti sóað í að hver og einn keyri þau á haugana á - ja, einkabílnum sínum (nema ætlunin sé að fólk dragi þau á eftir hjólinu). Það er heimskulegt að láta hjá líða að slá grasið á umferðareyjum, bara vegna þess að manni finnst njóli sniðugur. Það verður erfiðara að vinna á óræktinni seinna, vandamál vegna frjóofnæmis aukast og flestum finnst vel hirt umhverfi fallegra en órækt.

Ég er í það minnsta feginn að búa á Seltjarnarnesi þar sem vondir Sjálfstæðismenn eru við völd, hirða ruslið, slá grasið, fylla upp í holurnar, og sjá til þess að maður veit bara eiginlega ekkert af þeim, ekkert frekar en af góðum þjóni á vönduðum veitingastað.


mbl.is Sat uppi með tvö sprungin dekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri áhugavert ...

... að vita hvernig stuðningur almennra flokksmanna skiptist. Þetta skyndiframboð á síðustu stundu minnir nú óneitanlega á hefðbundið plott og mann hlýtur að gruna að undirbúningurinn hafi nú verið eitthvað meiri en látið er í veðri vaka.


mbl.is Sigríður í raun sigurvegarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 288177

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband