Hvað býr að baki?

Þegar settar eru fram kröfur um tuga, jafnvel hundruða prósenta launahækkanir sem öllum er ljóst að setja myndu hér allt á annan endann, vaðið af stað í verkföll sem fyrst og fremst er ætlað að skaða veikt fólk og þá sem reiða sig á opinbera aðstoð, hlýtur sú spurning að vakna hvað í ósköpunum vaki eiginlega fyrir forystumönnum launþega.

Þeir vita vel að engin leið er að samþykkja þessar kröfur.

Þeir vita að verði þær samþykktar leiðir það til atvinnuleysis og verðbólgu.

----------------------

Er ekki einfaldlega líklegast að fyrirgangurinn hafi þann tilgang einan að koma ríkisstjórninni frá?

Er ekki þessum félögum hvort eð er stjórnað af andstæðingum hennar?

Þeim tókst ætlunarverkið 2009. Nú á að gera eins aftur. Þá kemur það sér vel að fámenn klíka sósíalista ræður málum launþega í gegnum afar vel skipulagt kerfi og í krafti löglegs ofbeldis.

 

 


mbl.is VR undirbýr verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkföll og fasismi

Í ljósi þess að einhverjir einstaklingar hafa verið svo smekklegir að lýsa tillögu Péturs um að þeir sem með verkföllum skaða þriðja aðila vísvitandi verði látnir sæta ábyrg, er rétt að árétta eftirfarandi:

1. Þar sem samningsfrelsi ríkir geta verkföll tæpast átt sér stað. Launþegar semja þá beint við vinnuveitendur, hver um sig, og séu þeir ósáttir við launin hætta þeir einfaldlega störfum.

2. Af einhverjum ástæðum virðist enginn amast við verðsamráði launþega, en þegar kemur að fyrirtækjum er verðsamráð bannorð. Með öðrum orðum: Iðnaðarmenn sem starfa í eigin nafni mega hafa með sér verðsamráð en ef sömu menn stofna hlutafélög um rekstur sinn, hver og einn, mega þeir ekki hafa verðsamráð. Mjög algengt er raunar að fólk skilji alls ekki að pólitík verkalýðsfélaga er ekkert annað en samráð um verð og með verkföllum er ofbeldi beitt til að ná samráðinu fram.

3. Það er ósiðlegt að nota sér neyð annarra til að hagnast af því sjálfur. Það er nákvæmlega þetta sem verið er að gera þegar stór launþegasamtök skipuleggja verkfall hjá fáum félagsmönnum til að valda til dæmis fársjúku fólki tjóni.


mbl.is Þörf á ljótum aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðleysi verkfallsaðgerða

Verkföll eru í eðli sínu siðlaus. Verkfall er ekkert annað en samráð um að kúga viðsemjanda til hlýðni. Þegar fyrirtæki hegða sér með slíkum hætti er það kalla samráð og bannað með lögum.

En siðleysi verkfalla nær lengra. Líkt og Hinrik bendir á er leitast við að valda þriðja aðila sem mestum skaða í þessu verkfalli BHM. Aðgerðunum er markvisst og vísvitandi beint gegn sjúklingum. Hver er þá ábyrgð verkalýðsforingjanna ef verkfallið leiðir til dauða fólks? Væri hægt að ákæra þá? Hver yrði þá ákæran, í ljósi þess að um vísvitandi verknað er að ræða?


mbl.is Segir ríkið nota sjúklingana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofstækið er ekki til eftirbreytni

Því miður hefur borginni verið stjórnað af ofstækisfullu fólki undanfarin ár. Allur þessi fáránlegi vandræðagangur varðandi gjafir til skólabarna á sér rót í því að ofstækisfólkið hatast við biblíugjafir Gídeonfélagsins af engu minni einurð en ISIS hatast við fornminjar í Írak.

Það þarf að koma ofstækisfólkinu frá völdum. En til þess þarf trúverðugan valkost.


mbl.is Hjálmarnir gefnir utan skólatíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt og ekki rétt

Það er rétt hjá Halldóri að misræmi getur verið milli þess hvaða menntun fólk sækir sér og hvers atvinnulífið þarfnast á hverjum tíma. Ýmislegt bendir til að þetta misræmi geti verið kerfisbundið, til dæmis þegar kemur að iðnmenntun. Rótin að því er sú að háskólamenntun þykir fínni en iðnmenntun, þótt oft sé miklu skynsamlegra fyrir fólk að mennta sig í iðngreinum út frá efnahagslegu tilliti. Þetta skýrist að hluta af bóknámsáherslunni sem ríkir í skólakerfinu alveg frá upphafi skólagöngu. Slíkt á að vera hægt að laga og það er sjálfsagt að reyna að gera það.

Hins vegar mótast atvinnulífið af því hvaða menntun fólk sækir sér, ekkert síður en að áherslur í menntun mótist af þörfum atvinnulífsins. Þegar stórir árgangar verk- eða tölvunarfræðinga útskrifast til dæmis á tímum þegar minni þörf er fyrir starfskrafta þeirra verður það til þess að fleiri þeirra stofna fyrirtæki og hefja nýsköpun. Þannig þróast atvinnulífið áfram.

 


mbl.is Lítil þörf fyrir hópa menntafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum ...

... hafa kröfuhafar laumað útlendum mat, keti og jafnvel tómötum, á diska fólks til að breyta persónuleika þess. Fram hefur komið að það séu mestmegnis framsóknarmenn sem hafa lent í þessu, og einstaka pírati.


mbl.is Kröfuhafarnir njósna og sálgreina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sannarlega ánægjulegt ...

... þegar fréttir berast af því að saklaus maður sé frelsaður. En hvað ætli bandarísk stjórnvöld myrði marga saklausa menn og konur fyrir hvern einn sem sleppt er?


mbl.is Frjáls í dag eftir 30 ára fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blokk handa Guði :)

Fyrst ekki mátti byggja blokk handa fólki, þá er bara að byggja í staðinn blokk handa Guði.


mbl.is Tilbeiðsluhús á Nónhæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Það er gott að forsætisráðherra skuli nú taka þetta mál upp. Það er leitun að góðum röksemdum fyrir því að staðsetja spítalann við Hringbrautina, hvað þá fyrir því að dreifa honum yfir allt þetta svæði í stað þess að byggja hátt og þétt. Helstu rökin virðast þau að það sé "löngu búið að ákveða þetta", það megi "alls ekki bakka" og annað af þeim toga. Engin raunveruleg rök.


mbl.is Nýr Landspítali í Efstaleiti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vit eða vitleysa?

Það getur vel verið að hugmyndir þær sem Frosti lýsir í skýrslu sinni séu tóm vitleysa og byggðar á misskilningi. Ég treysti mér ekki til að dæma um það. Og ef við viljum dæma um það verðum við að passa að þeir dómar grundvallist á málefnalegri skoðun á tillögunum, ekki því að fyrrum Seðlabankastjórar séu á móti þeim eða því hverjir skrifuðu á endanum undir skýrsluna.

Það er ekki endilega sjálfgefið að hið viðtekna sé alltaf rétt. Gleymum því ekki að þótt hagfræðin sé á yfirborðinu byggð á almennri skynsemi er afar algengt að hagfræðingar séu ósammála um einföldustu atriði.

Skýrslu Frosta þarf að lesa og rýna í hugmyndir hans. Aðeins þannig er hægt að komast að niðurstöðu um hvort vit er í þeim eða hvort þær eru tóm vitleysa. Og hver sem niðurstaðan verður er það í það minnsta virðingarvert framtak að leita leiða til að bæta kerfi sem við vitum öll að virkar alls ekki nógu vel. Þá viðleitni eigum við að taka okkur til fyrirmyndar.


mbl.is Eins og að nota fallbyssu á rjúpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband