25.10.2018 | 14:26
Hvers vegna 22. vika?
Hvers vegna er lagt til að fóstureyðingar séu heimilar út 22. viku, þ.e. fimm mánað meðgöngu?
Hvers vegna ekki t.d. 30. viku eða 35. viku?
Eða eiga kannski ekki að vera neinar takmarkanir?
Það væri áhugavert að fá umræðu um þetta.
|
Þungunarrof verði heimilt út 22. viku |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
20.10.2018 | 10:15
Píratar / Farísear
Í Nýja-testamentinu eru Farísear þeir sem ávallt eru fyrstir til að hneykslast á öðrum og stæra sig af eigin fullkomleik. En þegar til kastanna kemur er siðprýði þeirra yfirborðið eitt.
Píratar eru ekki ósvipaðir. Þeir setja sig sífellt á háan hest siðferðilega og hneykslast á athöfnum og skoðunum annarra. En þeir hika hins vegar ekki við að taka við þægilegum bitlingum, jafnvel í beinni mótsögn við fyrri yfirlýsingar.
Píratar eru ekki ósvipaðir Faríseunum forðum.
Þessi pírati, sem heitir Halldóra Mogensen, gat til dæmis ekki hugsað sér að sitja undir ræðu Piu Kjærsgaard á Þingvöllum. En þegar í boði var ókeypis flugfar til Danmerkur og dagpeningar var sjálfsagt að sitja undir ræðunni.
Svo, þegar upp kemst, er farið að reyna að verja athafnasemina. Og hver er nú afsökunin? Jú, þingmaðurinn skilur ekki dönsku og því er allt í lagi að sitja undir ræðu Piu Kjærsgaard í Danmörku.
En var ekki ræðan á Þingvöllum líka á dönsku?
Og skildi þingmaðurinn eitthvað meiri dönsku þá?
Ferlið er sumsé þetta:
1. Reyna að kaupa sér vinsældir með því að neita að taka þátt í athöfn á Íslandi.
2. Taka þátt í samskonar athöfn í Danmörku því maður getur nú ekki neitað ókeypis flugfari og, kannski, af því að maður hélt að enginn tæki eftir því.
3. Reyna svo að ljúga sig út úr ósamkvæmninni með fáránlegri afsökun sem getur ekki staðist.
Að lokum má auðvitað spyrja hvort þingmanninum hafi ekki þótt neitt óeðlilegt við að þiggja boð á samkundu í Danmörku, á dönsku, en skilja ekki bofs í dönsku? Er mikið gagn að slíkum ferðalögum? Er það góð nýting á skattfé almennings.
Fleiri spurningar gætu vaknað, en það er mál að linni:
Halldóra Mogensen pírati/faríesi á ekki að reyna að verja þessar athafnir sínar. Hún á að skammast sín fyrir þær.
|
Segist ekki hafa skálað við Kjærsgaard |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
19.10.2018 | 13:06
Rökræður bannaðar
Það er illa komið fyrir fólki sem treystir sér svo illa til að rökstyðja skoðanir sínar að það þarf að banna rökræður, úthýsa allri skynsamlegri umræðu.
Það er áhugavert, en kannski ekki upplífgandi, að velta fyrir sér hugarheimi, og geðheilsu, einstaklinga sem safnast saman í afkimum internetsins til að níða niður annað fólk, að því er virðist einungis í þeim tilgangi að fá útrás fyrir eigin brenglun.
|
Níða Jón Steinar á lokuðu vefsvæði |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
10.10.2018 | 12:35
Hönnuð hálmstrá
Borgin er svo sannarlega ekki á neinu nástrái þegar hún getur keypt sérhönnuð og "höfundarréttarvarin" strá til að planta í kringum nýja fína braggann. Og stráin eru auðvitað mikilvægt tákn um slóðahátt meirihlutans við grasslátt - svona lítur bragginn einmitt út eins og aldrei sé slegið í kringum hann.
Svo tekur steininn úr þegar foringinn grípur það hálmstrá að þykjast koma af fjöllum og aldrei hafa vitað af sukkinu sem hann sjálfur ber alla ábyrgð á.
---------
Nú væri ráð að einhver dugandi garðyrkjumaður vippaði sér einhvern daginn út að bragga og snyrti aðeins til í kringum hann. Hann er nefnilega hálf draslaralegur með þennan punt upp við alla veggi.
|
Allt skal upplýst |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2018 | 14:15
Þetta er ekki háskóli
Háskóli er brjóstvörn tjáningarfrelsis. Stofnun sem lætur sig hafa það að reka starfsmann fyrir að lýsa fremur meinlausum persónulegum skoðunum á spjallþræði er ekki háskóli.
|
Kristinn biður konur afsökunar |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
2.10.2018 | 23:11
Glæpastarfsemi
Það er ömurlegt til þess að vita að íslensk fyrirtæki skuli koma fram við erlenda starfsmenn nánast eins og mansalshringir meðhöndla kynlífsþræla. Þar er einmitt sami leikurinn leikinn: Búin til skuld úr loftinu einu (hér er það kallað "atvinnuleyfi"), laun vangoldin, okrað á húsnæði og þar fram eftir götunum.
Þetta fólk ætti að skammast sín og það hlýtur að vera einhver lagaleg leið til að taka á svona glæpastarfsemi, því annað er þetta ekki.
|
Í sömu gildru og hundruð annarra |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
26.9.2018 | 23:03
Af hverju ...
... þarf eftirlitsstofnun á borð við Samgöngustofu "samskiptastjóra"? Hvað í ósköpunum gerir hann? Er tilgangurinn kannski sá einn að forða forstjóragreyinu frá því að verða sér til skammar í fjölmiðlum?
Og það má spyrja sömu spurningar um margar fleiri slíkar stofnanir. Það virðist ávallt fjárskortur þegar fjármagn þarf til góðra verka, en þegar ráða þarf athafnalitlar silkihúfur með lítt skilgreind hlutverk til ríkisstofnana virðist nóg til af peningum.
|
Gagnrýna geðþóttaákvarðanir og seinagang |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
24.9.2018 | 11:27
Er þetta raunhæft?
Víkurskarð getur verið ófært fáeina daga á ári. Þá mun fólk nota Vaðlaheiðargöng. En hvað um afganginn af árinu?
Vaðlaheiðargöng stytta leiðina um 16 km. Það tekur um tíu mínútur að keyra þá vegalengd á 90 km. meðalhraða. Bensínkostnaður á fólksbíl kannski um 300 kall.
2000 krónur til að spara 300 kall? Örugglega ekki!
-----
Berum þetta aðeins saman við Hvalfjarðargöngin: Þar styttist leiðin um 42 km. Það sparar um hálftíma í akstri og bensín upp á tæpan 800 kall. Stakur miði kostar þúsundkall. Með tíu miða korti kostar ferðin 635. Þannig kemur ökumaður út á sléttu bara út frá bensínkostnaði. En í Vaðlaheiðargöngum reytist af honum 1700 kall á leiðinni í gegn. Ekki spennandi!
-----
En setjum sem svo að fólk sé í vinnunni og þurfi að verðleggja tímann líka. 2.000 á tíu mínútur gerir 12.000 á klukkutíma.
Fyrir lögmann með 30 þúsund á tímann gæti verið þess virði að fara göngin. Það byggir þó á því að hann geti ekki notað aksturstímann til að velta fyrir sér einhverju dómsmáli.
Fyrir pípara með tíu þúsund á tímann er það alls ekki þess virði.
Þá er bara spurningin, hvað tekst að plata marga lögfræðinga í gegnum þessi göng?
|
Rukkaðir um tæp tvö og sex þúsund |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2018 | 14:58
Hvað um erlendar fjárfestingar?
Ef lífeyrissjóðir mega ekki fjárfesta í fyrirtækjum sem greiða stjórnendum hærri laun en almennum starfsmönnum merkir það ekki aðeins að þeir verði að hætta að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Þeir verða líka að hætta að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum, því varla er það neitt betra að stjórnendur þeirra fái hærri laun en almennir starfsmenn. Og þar eru nú gjarna launin langtum hærri en hérlendis.
Svo er auðvitað spurning hvort ekki verði eitt yfir alla að ganga og þurfi þá að setja bæði stjórnendur lífeyrissjóðanna og ekki síður verkalýðsleiðtogana sjálfa á lágmarkslaun svo þeir séu ekki að taka laun "sem ekki eru boðin almennum starfsmönnum" sem þeir starfa í umboði fyrir?
Í alvöru talað: Er það ekki skylda lífeyrissjóða að fjárfesta í því sem gefur sem besta ávöxtun, til hagsbóta fyrir sjóðfélagana? Ef stjórnarmenn fara að vinna eftir einhverri prívat öfundarpólitík eru þeir þá ekki einfaldlega að bregðast sjóðfélögunum?
Eru öfund, hræsni og yfirdrepsskapur mannkostir að áliti þessara verkalýðsforkólfa?
|
Lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í siðlausum fyrirtækjum |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
19.9.2018 | 17:24
"Óvenjuleg" frávik ekki mjög óvenjuleg, eða hvað?
Það er greinilegt að skilningur fólks á hugtakinu óvenjulegt er stundum - ja - óvenjulegur.
Bragginn kostaði nær þrefalt það sem hann átti að kosta (og var nú vel í lagt fyrir húsakynni sem herinn var vanur að hrófla upp á fáeinum dögum á sínum tíma).
Mathöllin fór eitthvað álíka fram úr áætlun. En enginn hefur enn spurt hvað gæðingar borgarstjórans greiða í leigu þar.
Svo er það þingfundurinn - á nú ekki að vera svo flókið að drasla þinginu upp í rútu og keyra það á Þingvelli. En það mátti ekki kosta undir 90 milljónum samt. En þá má auðvitað ekki gleyma því að það þarf vissa útsjónarsemi þegar menn þurfa að úthýsa dagsbirtunni utandyra á miðju sumri :)
"Óvenjulegu" frávikin eru eiginlega bara orðin regla frekar en undantekning!
|
Umframkostnaður bragga óvenjulegt frávik |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar






