18.9.2018 | 18:07
Á ekki þingið fjarfundabúnað?
Ef tilgangur fundarins var sá einn að ræða stuttlega, og skrifa síðan undir, einhverjar ályktanir, sem þegar var búið að semja, hvers vegna var þá ekki bara haldinn fjarfundur?
Sjálfur hef ég árum saman unnið mikið með fólki víðsvegar um heiminn og yfirleitt eru nú verkefnin talsvert flóknari en að samþykkja fyrirframsamdar ályktanir. Það er samt alger undantekning ef ég þarf að ferðast til að vinna þessi verkefni. Ég notast aðallega við Skype, sem virkar yfirleitt bara mjög vel, hvort sem mótaðilinn er í Bandaríkjunum, Frakklandi, Indlandi eða Ástralíu - eða þá á öllum þessum stöðum samtímis.
Einfalt, fljótlegt og kostar ekki krónu!
En fólk sem þarf að lýsa upp fundarstaði sína fyrir 20 milljónir, utandyra um hásumar, getur auðvitað ekki verið þekkt fyrir slíkt. Það er vitanlega bara hallærislegt.
Og þá koma heldur engir dagpeningar!
![]() |
Þetta var rándýr ferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2018 | 11:59
Einkaritarinn í pólitík?
Er það við hæfi að einkaritarar forstjóra sjúkrastofnana séu í bullandi flokkapólitík, markandi stefnu hingað og þangað eins og enginn sé morgundagurinn?
Svona yfirlýsingar vekja svo sannarlega upp áleitnar spurningar um hvað er í gangi á þessari stofnun. Og það er svo sannarlega ekki á það bætandi!
![]() |
Ekki framsækin sáttatillaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2018 | 20:52
Hvað var kisi að elda?
Það var verið að elda í íbúðinni.
Það var enginn í íbúðinni nema kisi.
Ergo: Kisi var að elda.
Fyrst kisi var að elda hlýtur hann að hafa kunnað eitthvað til verka.
En kannski hefur hann verið að prófa nýja uppskrift og farist það óhönduglega.
Spurningin er því: Hvað var kisi að reyna að elda?
![]() |
Eldamennska fór úrskeiðis í Hraunbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2018 | 17:56
Akkúrat!
Það eru ekki liðnir nema örfáir dagar síðan þessum einstaklingi þótti það sjálfsagt mál að tjá sig í fjölmiðlum um málefni einstakra starfsmanna hjá dótturfélagi fyrirtækis sem borgin á meirihluta í.
Nú er hún allt í einu búin að snúa við blaðinu og það sem hún gerði nú síðast fyrir helgi gerir hún "aldrei".
Á sama tíma birtast af því fréttir hvernig hún launar vinkonum sínum vinargreiða í Höfða á kostnað borgarbúa og reynir, vitanlega, eins og allir aðrir spilltir einstaklingar sem komast að kjötkötlunum, að firra sjálfa sig ábyrgð á vinargreiðanum.
Það er slæmt að vera spilltur. Það er líka slæmt að vera kjáni. Það er enn verra að vera bæði.
![]() |
Stjórn Orkuveitunnar fái tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.9.2018 | 16:06
Til hvers er skipulagsvaldið?
Eigi hömlur á athafnasemi borgaranna einhvers staðar við er það í skipulagsmálum. Það er ástæða þess að alvöru borgaryfirvöld marka sér skýra stefnu í slíkum málum þar sem leitast er við að skapa umhverfi sem eftirsóknarvert er að búa í.
En í Reykjavík virðist þetta grunnsjónarmið alveg hafa farið forgörðum. Miðborginni er umturnað, að því er virðist, fyrst og fremst í þágu fjárfesta í hótelrekstri. Í stað hins lágreista miðbæjar sem við eigum að venjast, og sem ferðamenn sækja raunar í, hefur Kvosin verið fyllt af allt of háum hótel- og skrifstofubyggingum með viðeigandi skuggasundum þar sem aldrei nýtur sólar.
Ofan í kaupið er svo almenn verslun hrakin burt af svæðinu með lokun gatna, sem leiðir til þess að almenningur hættir einfaldlega að sækja þjónustu á svæðið. Það fyllist þess í stað af lundabúðum. Þetta sést glöggt á Laugaveginum sem er farinn að minna meira á Rue de Rivoli í París, með minjagripaverslun við minjagripaverslun, en venjulega verslunargötu í evrópskri miðborg.
Það er auðvitað enginn vafi á að peningar ráða hér miklu. En það má heldur ekki gleyma þeim áhrifum sem ofstækisfullar skoðanir sumra borgarfulltrúa hafa haft, auk, vitanlega, gamalkunns sinnuleysis og venjulegrar heimsku.
![]() |
Peningar ráði of miklu í borgarskipulagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2018 | 22:52
Trump er hamfarasvæði ...
... því er vandséð að hann þurfi eitthvað að heimsækja svoleiðis.
![]() |
Trump heimsækir hamfarasvæðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2018 | 16:28
Snúi við þróun?
Dettur fólki í alvöru í hug að bóksala muni skyndilega fara að aukast vegna þess að útgefendur fá ríkisstyrk?
Ástæða þess að bóksala hefur dregist saman er síaukin samkeppni við aðra miðla en prentaðar bækur.
Sú þróun mun ekkert snúast við. Það er kjánalegt að ímynda sér það.
Spurning: Hvers vegna á það að vera markmið í sjálfu sér að fólk kaupi bækur sem gefnar eru út af íslenskum útgáfufyrirtækjum?
![]() |
Endurgreiða 25% kostnaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2018 | 14:02
Hárrétt hjá Þórarni
Það er hárrétt að síðast þegar samið var voru verðbólguvæntingar lágar og styrking krónunnar kom í veg fyrir verðbólguskot. Nú er frekar búist við að krónan gefi eftir auk þess sem mjög hefur hægst á vexti í ferðaþjónustunni. Miklar launahækkanir nú munu þýða verulega verðbólgu og veruleg verðbólga leiðir til vaxtahækkana.
![]() |
Eina tækið að hækka vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2018 | 15:14
Einföld lausn: Lækka laun þingmanna
Þessi greining sýnir auðvitað ágætlega að töfralausnirnar sem sífellt er hamrað á virka ekki. En það mun án nokkurs vafa ekki sannfæra töframennina. Nú hafa þeir nefnilega efni í samsæriskenningu um að allt snúist þetta um að Bjarni Ben sé að reyna að forða sjálfum sér undan skattlagningu.
Þegar settar eru fram kröfur um enn meiri launahækkanir, ofan á þá tugi prósenta sem laun hafa hækkað á undanförnum árum, og valda því nú að landið er ekki lengur samkeppnishæft, er rökstuðningurinn yfirleitt á þá lund að fyrst þeir sem heyra undir kjararáð hafi fengið einhverjar hækkanir, hljóti sko bara allir aðrir að eiga rétt á sömu hækkunum.
Látum nú liggja á milli hluta að laun þeirra sem heyra undir kjararáð hafa einfaldlega bara hækkað skrykkjótt, en til lengri tíma ekki meira en annarra.
Setjum hins vegar sem svo að þarna liggi vandinn í rauninni: Hækkanir Kjararáðs séu rótin að óróanum á vinnumarkaðnum.
Er þá ekki lausnin einfaldlega sú að lækka þá bara aftur í launum? Lækka laun ráðherra, opinberra embættismanna og þingmanna?
Vandamálið er þá horfið. Er þá málið ekki leyst?
![]() |
Tekjur myndu skerðast um 149 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2018 | 14:01
Siðferðisstofnun
Það er auðvitað bara réttast að stofna Siðferðisstofnun ríkisins. Yfir hana ætti að setja nokkra valinkunna vinstrisinnaða heimspekikennara. Stofnuninni ætti að veita víðtækar heimildir og um leið verður að setja ströng lög um siðferðiskröfur, sérstaklega til pólitískra andstæðinga stofnunarmannanna. Svo þarf að ráða talsverðan fjölda siðferðislögreglumanna til að framfylgja reglunum.
Það er svona lögregla í Saudi-Arabíu og ég held að hún sé mjög skilvirk. Það sést stundum til þeirra þegar þeir eru að ganga milli bols og höfuðs á þeim sem brjóta siðareglurnar. Þeir eru snöggir að því.
![]() |
Hægt gengið að tryggja heilindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar