Einföld lausn: Lækka laun þingmanna

Þessi greining sýnir auðvitað ágætlega að töfralausnirnar sem sífellt er hamrað á virka ekki. En það mun án nokkurs vafa ekki sannfæra töframennina. Nú hafa þeir nefnilega efni í samsæriskenningu um að allt snúist þetta um að Bjarni Ben sé að reyna að forða sjálfum sér undan skattlagningu.

Þegar settar eru fram kröfur um enn meiri launahækkanir, ofan á þá tugi prósenta sem laun hafa hækkað á undanförnum árum, og valda því nú að landið er ekki lengur samkeppnishæft, er rökstuðningurinn yfirleitt á þá lund að fyrst þeir sem heyra undir kjararáð hafi fengið einhverjar hækkanir, hljóti sko bara allir aðrir að eiga rétt á sömu hækkunum.

Látum nú liggja á milli hluta að laun þeirra sem heyra undir kjararáð hafa einfaldlega bara hækkað skrykkjótt, en til lengri tíma ekki meira en annarra. 

Setjum hins vegar sem svo að þarna liggi vandinn í rauninni: Hækkanir Kjararáðs séu rótin að óróanum á vinnumarkaðnum.

Er þá ekki lausnin einfaldlega sú að lækka þá bara aftur í launum? Lækka laun ráðherra, opinberra embættismanna og þingmanna?

Vandamálið er þá horfið. Er þá málið ekki leyst?


mbl.is Tekjur myndu skerðast um 149 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vandinn er að útsvarið gengur fyrir tekjuskattinum, en útsvarshlutfallið er ákveðið af sveitarfélögum en ekki ríkinu.  Að vísu innan ákveðinna marka vegna reglna um hámarksútsvar. Á móti fær ríkið allan virðisaukaskattinn af neyslunni.  Hærri ráðstöfunartekjur þýða svo hærri vsk-tekjur ríkisins sem auk þess nýtur svo tekjuskatts af hátekjulaunum.  Auðvitað þarf að hækka persónuafsláttinn en ríki og sveit þarf að koma sér saman um hlutföllin sín á milli til þess að það sé mögulegt.

Kolbrún Hilmars, 9.9.2018 kl. 16:19

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það hefur sennilega ekki verið tekið með í reikninginn að ef skattleysismörk yrðu hækkuð upp í 300.000 kr. myndi kaupmáttur þeirra sem eru undir þeim mörkum aukast og þeir gætu því orðið virkari þátttakendur en ella í viðskiptalífinu með því að kaupa meira af vörum og þjónustu sem myndi skila sér í hærri tekjum ríkisins í formi virðisaukaskatts ásamt hærri tekjum seljenda vöru og þjónustu sem myndi skila sér í hærri tekjum ríkisins í formi tekjuskatts af þeim viðbótartekjum. Útgjöld flestra eru nefninlega oftast tekjur einhverra annarra.

Ef ráðist yrði í alvöru þjóðarátak um afnám fátæktar, myndi það ekki draga úr tekjum ríkisins, heldur þvert á móti hið gagnstæða því þá myndu fleiri geta borgað meiri skatta. Ef fátækt væri útrýmt yrði auk þess hægt að þurrka út marga mjög stóra útgjaldaliði ríkissjóðs þar sem allskyns bætur vegna fátæktar yrðu með öllu óþarfar, og þannig mætti spara stórfé.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.9.2018 kl. 17:35

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það væri áhugavert að sjá útreikninginn á því hvernig tekjur ríkisins aukast með því að lækka tekjuskatt. Ég hef heyrt af þessari hugmynd áður, en því miður aldrei séð sýnt fram á hvernig þetta á að gerast.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.9.2018 kl. 18:36

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er enginn að tala um að lækka tekjuskatt heldur einfaldlega hætta að innheimta hann af fátæklingum.

Nú hefurðu séð sýnt fram á hvernig þetta eigi að gerast, því það gerði ég í athugasemd nr. 2 hér að ofan.

Það er ekkert markmið í sjálfu sér að ríkið hafi háar tekjur, þær eiga bara að vera í jafnvægi við útgjöld.

Með lækkun útgjalda ríkisins vegna afnáms fátæktar þyrftu tekjur þess ekki að vera eins háar og þær eru.

Sömu aðferð má nota í kjaraviðræðum í haust, ef útgjöld heimilanna lækka þá þurfa þau ekki launahækkanir.

Besta leiðin til að tryggja efnahagslegan stöðugleika er að færa hann til sem flestra stoða samfélagsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.9.2018 kl. 19:30

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, spurningin stendur eftir sem áður: Hver verða jákvæðu áhrifin af því að lækka tekjuskatt (og það mætti þá reikna sérstaklega gagnvart þessum tiltekna hópi)? Það ætti að vera hægt að reikna það út. Það hlýtur að vera miklu betra en að þurfa að vera með getgátur, ekki satt?

Þú segir að "ef ráðist yrði í þjóðarátak um afnám fátæktar, myndi það ekki dragar úr tekjum ríkisins, heldur þvert á móti hið gagnstæða". Það væri áhugavert að sjá á hvaða útreikningum þú byggir þessa fullyrðingu. Þú hefur þá vonandi tiltæka.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.9.2018 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband