Hvers vegna 22. vika?

Hvers vegna er lagt til að fóstureyðingar séu heimilar út 22. viku, þ.e. fimm mánað meðgöngu?

Hvers vegna ekki t.d. 30. viku eða 35. viku?

Eða eiga kannski ekki að vera neinar takmarkanir?

Það væri áhugavert að fá umræðu um þetta.


mbl.is Þungunarrof verði heimilt út 22. viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mér skilst að það sé erfitt að greina t.d. fóstur með Down-heilkenni í kviði móður fyrr en það er komið alla vega 21 viku á leið.

Menn deila um það hvenær SÁLIN  

tekur sér bólfestu í fóstrum í kviðum kvenna :

Eftir 22 vikur þá eru meiri líkur á því að SÁLIN sé komin í fóstrið:

Ýtarefni um hvenær sálin kemur: 

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2217222/

Jón Þórhallsson, 25.10.2018 kl. 14:57

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þorsteinn, hefurðu ekki siðferðislegan þungakraft í það að taka afstöðu gegn þessum augljósu, blóðugu fósturmorðum? Hvað ertu að blaðra hér út í bláinn í stað þess að beita þér í málinu? Eða ertu alveg á sömu línu og Hillary og Obama, sem vildu ávallt fella allar tillögur um að þrengja heimildir til fósturvíga, jafnvel til að fremja "partial-birth abortion"?!

Jón Valur Jensson, 25.10.2018 kl. 16:48

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Fóstureyðing er allt í einu orðin "þungunarrof". Vissulega er verið að rjúfa þungun, en það verður aldrei gert með öðru en fóstureyðingu. Þessi tilhneyging til að orðskrípa og beinlínis afvegaleiða umræðu um mál, er orðin allt að því óþolandi. 

 Hve lengi skal leyfilegt að eyða lífi í móðurkviði, verður aldrei samkomulag um. Umræða um það gæti orðið ansi skeinuhætt hverjum þeim, sem tekur til máls, miðað við "mál og skoðanafrelsi" sem "leyfilegt er" af þeim sem ávallt allt vita betur en allir og ganga frá og eyða þeim sem eru á öndverðri skoðun, hvað sem það kostar. 

 Sálarkjaftæði kemur fóstureyðingu ekkert við. Það er verið að eyða lífi. Spurning hve langt skal ganga í því og hve lengi skal virða valkost foreldra/is í þeim efnum. Einhversstaðar hlýtur að þurfa að draga mörkin!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 25.10.2018 kl. 18:02

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er að spyrja spurninga, Jón Valur. Ég hvet þig til að gera mér ekki upp skoðanir.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.10.2018 kl. 21:15

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk fyrir góða punkta Halldór. Við hvað myndir þú telja að ætti að miða og hvers vegna? Það væri áhugavert að vita.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.10.2018 kl. 21:18

6 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það skiptir máli hvort að SÁLAR/GUÐSNEISTINN

sé búinn að taka sér bólfestu í fóstrinu eða ekki.

Fóstur á fyrsta mánuði í móðurkviði er væntanlega bara frumuklasi án sálar;

alveg eins og að botnlangi og blóm geta haft æðakerfi en þau hafa ekki sál.

Jón Þórhallsson, 25.10.2018 kl. 23:28

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég spurði líka þriggja spurninga, Þorsteinn, en hef ekki fengið svör nema sennilega (neitandi, vænti ég) við lokaspurningunni.

Jón Valur Jensson, 25.10.2018 kl. 23:51

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú spyrð ekki málefnalegra spurninga Jón Valur. Málið snýst ekki um afstöðu mína til þessara mála heldur er ég að leitast eftir því að fá svör við þeim spurningum sem ég spyr.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.10.2018 kl. 23:58

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú ert á réttri leið Jón Þórhallsson, þótt ég hugsi nú að fólk noti ýmis hugtök um það sem þú kallar guðsneista en við þurfum ekki að festa okkur í því.

Getur verið að ástæðan fyrir því að yfirleitt er verið að setja einhverjar hömlur á fóstureyðingar sé sú, að fólk telji að á einhverjum tímapunkti hafi fóstrið öðlast rétt til lífs?

Þú talar um einn mánuð. Hvers vegna er það?

Þorsteinn Siglaugsson, 26.10.2018 kl. 00:01

10 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvernig er líf skilgreint?

Blóm eru t.d. lifandi verur; samt erum við ófeimin við að slíta þau upp

og nota til skrauts af því að við erum sannfærð um að þau hafi ekki sál.

Ég tel reyndar að sálin komi í fóstrið á 14 viku;

Þannig að eftir þann tíma þyrfti ríka ástæðu til þungunarrofs.

Jón Þórhallsson, 26.10.2018 kl. 00:13

11 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég held að svarið við spurningum þínum, Þorsteinn, sé að þeir sem eru fylgjandi fóstureyðingum (akvörðunarretti kvenna) eru fyrir löngu búnir að hlutgera fóstrið. Því megi ráðstafa því að vild. Að skrefin séu ekki stærri núna er þá vegna þess að enn leynist mökkur íhaldssemi hjá sumum þingmönnum.  

Það væri hins vegar fróðlegt að hlusta á umræðuna á Alþingi ef alþingismenn væru látnir horfa á kvikmyndina - Gosnell - áður en þeir greiddu atkvæði um málið. En myndin fjallar um réttarhöld yfir einum afkastamesta fóstureyðinga lækni BNA. En það er víst til of mikils mælst að fjallað sé um raunveruleikann í þessu máli á Alþingi.

Ragnhildur Kolka, 26.10.2018 kl. 05:43

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þannig að þú telur, Ragnhildur, að þeir sem fylgjandi eru fóstureyðingum væru í sjálfu sér til í að leyfa þær allt fram að fæðingu? Eða jafnvel eftir fæðingu?

Ég hef svolitlar efasemdir um það.

Það væri áhugavert að heyra sjónarmið einhverra sem eru þeim fylgjandi varðandi þetta.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.10.2018 kl. 11:26

13 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er væntanlega enginn fylgjandi þessum gjörningum;

í flestum tilfellum er um að ræða illa nauðsyn.

Jón Þórhallsson, 26.10.2018 kl. 12:28

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, nafni. Í flestum tilvikum er ekki um neina "illa nauðsyn" að ræða.

Og kristindómurinn hefur fordæmt þessa gjörð frá öndverðu, gleymdirðu að kynna þér það?

Jón Valur Jensson, 27.10.2018 kl. 02:09

15 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þetta frumvarp Svandísar Svafarsdóttur heilbrigðisráðherra er hreinlega eins og atriði úr hryllingsmynd.

Það er ólýsanlegt að ímynda sér hryllingin þegar þegar höfuðkúpa nær fullburða barns er méluð í legi móður sinnar, svo hægt sé að fjarlægja líkið án skurðaðgerðar.

Sá tími hlýtur að koma, að fósturmorð verða fordæmd á borð við önnur morð.

Jónatan Karlsson, 27.10.2018 kl. 10:33

16 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nei, Þorsteinn. Ég tel að hæfileiki mannskepnunnar til að blekkja sjálfa sig sé meiri en svo að nokkur muni vilja kveða upp úr með hvar mörkin liggja. Í augnablikinu má stoppa hér.

En Það er undanlátssemi íhaldsaflanna og minnkandi trú á æðri máttarvöld sem hefur komið okkur á þennan stað. Þú tekur eftir að við erum ekki lengur að tala um fóstur heldur þungun. Öllu ógeðfelldar orð á tímum líkamsdýrkunar. Hvar verðum við svo stödd eftir 10-15 ár?

Ragnhildur Kolka, 27.10.2018 kl. 14:53

17 Smámynd: Jón Þórhallsson

Umræðan mætti oftar snúast um 

ástæður fyrir vali kvenna á

þungunarrofi:

Hve stór prósenta þungunarrofs 

er tilkomin vegna:

1.Fósturgalla sem að gæti leitt til dauða móður?

2.Vegna nauðgunar?

3.Sifjaspella?

4.Of ungur aldur konu?

5.Félagslegar ástæður t.d. vegna fátæktar?

6.Down-syndrom-fósturs?

7.Aðrar ástæður?

Hver gæti verið munurinn á SKÍFURITUM á milli landa þessu tengdu?

Jón Þórhallsson, 27.10.2018 kl. 15:45

18 identicon

Sæll Þorsteinn.

Kann að vera að við 22. viku þá 
verði til álitlegur söluvarningur, - 
svona í flestum tilfellum?

Húsari. (IP-tala skráð) 28.10.2018 kl. 21:46

19 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Einhvern veginn finnst mér að áður en farið er að velta fyrir sér ástæðum fóstureyðinga þurfi að svara þeirri spurningu hvort fóstrið eigi yfirleitt rétt til lífs. Og ef svo er, hvenær sá réttur verður til og hvað gerir það að verkum að hann verður til.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.10.2018 kl. 11:07

20 identicon

Sæll Þorsteinn.

Í lagalegum og trúarlegum skilningi
er ekki minnstur vafi á því að líf verður
til við getnað. 

Óþarft er að vefja það frekar.

Húsari. (IP-tala skráð) 29.10.2018 kl. 16:09

21 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Líf já, en hvenær verður fóstrið einstaklingur með sömu réttindi og fæddir einstaklingar?

Þorsteinn Siglaugsson, 29.10.2018 kl. 17:48

22 identicon

Sæll Þorsteinn.

Vitaskuld er allt fyrir hendi þá getnaður
á sér stað sem fylgir síðan fyrirframskráðri formúlu 
um þroska og framgang.

Allt ónauðsynlegt inngrip í það ferli 
er á ábyrgð þeirra sem það gera.

Engin nauðsyn er á loftfimleikum í kringum þetta;
allt liggur það fyrir.

Húsari. (IP-tala skráð) 29.10.2018 kl. 18:18

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er kannski hjálp í að lesa þessa grein eftir sannkallaðan föður fósturfræðinnar (smellið):

Dr. William Liley: Minnsta mannsbarnið

Jón Valur Jensson, 29.10.2018 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 287300

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband