Hversu margir hafa verið myrtir?

Við vitum ekki hversu margir þeirra sem teknir hafa verið af lífi voru í raun myrtir. Sá yngsti sem vitað er um, George Stinney, var 14 ára þegar hann var myrtur af yfirvöldum. Hann var svo lítill að morðingjarnir þurftu að setja undir hann biblíu í rafmagnsstólnum svo murka mætti lífið úr saklausu barninu.

George-Stinney-Jr

Það er í rauninni fáránlegt að dauðarefsingar njóti þess stuðnings sem þær gera. Hverjum heilvita manni er auðvitað ljóst að útilokað er að koma í veg fyrir að saklaust fólk sé tekið af lífi. Því samþykkja stuðningsmenn dauðarefsinga morð á saklausu fólki (þeir þeirra sem ekki eru raunverulega svo skyni skroppnir að þeir haldi að réttarkerfið sé fullkomið). Um leið nugga margir þeirra sér af mikilli elju utan í Krist.


mbl.is 154 ranglega dæmdir til dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytir auðvitað öllu

Það breytir auðvitað öllu þegar farið verður að gefa einkunnir í bókstöfum í stað tölustafa. Og vitanlega liggur alveg í augum uppi að þessi breyting verður til að stórauka samræmi í einkunnagjöf. 

Það verður í rauninni ekki lengur nein þörf á samræmdum prófum - það nægir að nota bara samskonar tákn og notuð eru í samræmdum prófum. Þá líta ósamræmdu prófin út fyrir að vera samræmd og allir verða ánægðir.

Að síðustu skora ég á ráðuneytið að upplýsa um fjölda vinnustunda og kostnað sem liggur að baki þessari stórmerku og stefnumarkandi ákvörðun.


mbl.is Einkunnir verða gefnar í bókstöfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafvæðing bílaflotans

Rafvæðing bílaflotans er mjög áhugavert verkefni. Það er ekki sérstaklega flókið í framkvæmd, líkt og bent er á í fréttinni. Allt sem þarf að gera er að tryggja að nýjir rafbílar séu augljóslega og ávallt hagkvæmari en aðrir og gæta þess að hleðslustöðvar séu alls staðar aðgengilegar.

Enn mikilvægara verkefni væri svo rafvæðing skipaflotans. Algengt er orðið að skip keyri rafmótora sem drifnir eru af díselvélum. Það væri verulega áhugavert að vita hvort hagkvæmt væri að skipta díselvélunum út fyrir rafhlöður og hvort það væri yfir höfuð framkvæmanlegt.


mbl.is Örverkefni að skipta í rafbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðarúrræði, en hvað svo?

Þegar heilsu almennings er ógnað vegna verkfallsaðgerða er auðvitað nauðsynlegt að grípa til aðgerða.

En lagasetning og gerðardómur leysa ekki vandann til frambúðar. Sé það rétt að hjúkrunarfræðingum bjóðist tvöföld laun eða hærri í nágrannalöndum okkar er auðvitað nokkuð ljóst að þeir munu fara þangað. Í kvöldfréttum RÚV var rætt við konum sem kvaðst fá mánaðarlaunin hér með því að vinna sex næturvaktir í Noregi. Ef svo er hlýtur straumurinn að liggja þangað. Það er einboðið.

Hvað er þá til ráða? Verður að margfalda laun hjúkrunarfræðinga, hækka þau langt umfram aðrar stéttir? Eða höfum við einfaldlega ekki efni á að reka hér heilbrigðiskerfi? Það hlýtur í það minnsta að vera ljóst að ef við ætlum að gera það áfram þarf að finna rót vandans og vinna á henni. Vonandi verður tíminn fram til 1. júlí notaður til þess.

 

 


mbl.is Nauðsynlegt inngrip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað með það?

Þórunn Sveinbjarnardóttir á ekki að þurfa að biðjast afsökunar á að hafa greitt atkvæði með lögum á verkfall þegar hún sat á þingi fyrir ríkisstjórnarflokk. Þá var hún þingmaður og bar að gæta heildarhagsmuna. Nú er hún formaður BHM og ber að gæta hagsmuna síns félags.

Mikið væri nú ánægjulegt að vera laus við svona "fréttamennsku".


mbl.is Studdi lagasetningu fyrir 5 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hani á haug

Maður veltir nú fyrir sér hvort það sé nokkuð sniðugt að láta svona æstan kall stjórna kvennastétt eins og hjúkrunarkonur eru nú óneitanlega. Svona karlar verða kannski eins og hanar í hænsnabúi og þurfa stöðugt að vera að sýna sig fyrir hænunum. Ætli það sé kannski ástæðan fyrir að illa gengur að semja að haninn er mest í því að standa á haugnum á annarri löppinni og gala til að ganga í augun á hænununum, fæla burt aðra hana og óneitanlega, en þó ekki af ráðnum hug, að pirra þá sem hlýða þurfa á sönginn?

(Svo má nú alveg spyrja sig hversu langt við erum í rauninni komin í jafnréttismálum í ljósi þess að það virðist ótrúlega oft þannig að um leið og einn kall er kominn inn í kvennastétt verði hann nánast sjálfkrafa formaður í félaginu. Þetta er ekki eina dæmið.)


mbl.is „Vona að mitt fólk standi í lappirnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umsátur stimplahersins

Snjallir kokkar finna alltaf leið til að bjarga sér. Annað með blómaheildsalann sem var í fréttum í gær og þarf að fleygja gámi eftir gám af blómum vegna þess að hann fær ekki stimpla frá einhverjum dýralæknum (já, dýralæknum, og þetta eru plöntur!) sem eru í verkfalli. Og allt löngu búið að stimpla erlendis hvort sem er.

Væri nú ekki ráð að grípa nú tækifærið og leyfa þessum stimplaher bara að vera í "verkfalli" til frambúðar, enda greinilega um fullkomlega gagnslausa peningaeyðslu að ræða? Það mætti nota sparnaðinn til að kaupa lyf handa dauðveiku fólki eða hækka laun hjúkrunarfólks.


mbl.is Býður upp á Dagfinn Dýralækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur kann sig

Það er ánægjulegt að sjá að Steingrímur kann að þakka það sem vel er gert, en velur ekki þá leið að reyna að finna hnökra eða eigna sér málið, eins og sumir stjórnarandstæðingar hafa því miður gert, og er þeim ekki til sóma.

Og það er rétt hjá Steingrími að allt frá hruni hafa ráðamenn í megindráttum unnið eins vel úr gjaldmiðilsvandanum og kostur hefur verið á. Nú sér loks fyrir endann á gjaldeyrishöftum og það á eftir að verða efnahag okkar mikil lyftistöng.


mbl.is Allar ríkisstjórnirnar gerðu rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dettifoss

Hvers vegna Dettifoss heitir Dettifoss hef ég aldrei vitað en grunar að það sé vegna þess að vatnið í honum dettur niður - en það gerir reyndar allt vatn í öllum fossum hvort sem þeir heita Dettifoss eða ekki og í því ljósi er þá nafn fossins hálf innantómt sé þessi skýring rétt. En hefði nú ferðamaðurinn óþekki dottið út í þá má vera að nafn fossins hefði fengið aðra og víðari merkingu, sumsé foss sem óþekkur ferðamaður datt í.


mbl.is „Hann hoppaði á milli steina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krókur á móti bragði

Þarna koma þær systur með krók á móti bragði, enda hafa þær áttað sig á að sókn er besta vörnin, eða, að þegar maður hefur mokað sig ofan í holu er langbest að halda áfram að moka í þeirri von að á endanum komi maður út hinumegin, þ.e. í Ástralíu, þótt þar sé nú reyndar vetur núna og kannski rigning.


mbl.is Hlín leggur fram kæru í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Júní 2015
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband