8.5.2007 | 08:36
Stórt tekið upp í sig
Það er vissulega of snemmt að segja til um hvort samruni Alcan og Alcoa muni hafa áhrif hérlendis. Það er hins vegar ótrúlega kjánalegt að láta út úr sér að "Við munum tryggja að þetta verði engin valdasamþjöppun gagnvart okkur". Hvernig í ósköpunum ætlar formaður Framsóknarflokksins að tryggja það? Þess þá heldur eftir að því hefur verið lýst yfir að flokkurinn ætli ekki einu sinni í næstu ríkisstjórn?
Sjá frekari umfjöllun hér: http://iceman.blog.is/blog/iceman/entry/202451/
![]() |
Yfirtaka Alcoa á Alcan hefði ekki mikil áhrif hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2007 | 21:04
Pólitísk brella?
Einhverjir munu vafalaust halda því fram að hér sé á ferðinni pólitísk brella í aðdraganda kosninga. Til dæmis að forseti hafi viljað vekja fólk til umhugsunar um að hverfi hann á braut sitji þjóðin uppi með Geirharð og Þjóðskegg eina saman. Tilgangurinn væri þá sá að leiða þjóðina á rétta braut svo hún kjósi Sólrúnu sólu fegri og uppfylli þar með skipun hennar um að Smáfylkingin eigi að vera stór. Önnur samsæriskenningin gæti verið sú, að hér hafi vondir menn (les t.d. Sveinn Andri Sveinsson ofl.) átt hlut að máli og sett Pútiníum í kavíarinn hans.
Aðrir hafa haldið því fram að einhvers konar ginveiki hafi hrjáð hans hátign. Illar tungur myndu kannski nefna gin- og klaufaveiki. Svo gæti þetta auðvitað verið sú veiki sem stundum hrjáir móðursjúkar kellingar og hveitipillur eru gefnar við og gamanleikrit eitt er nefnt eftir. En hvað sem þessu öllu líður þá hlýtur öllum að líða betur með vissuna um að ekkert amar að jöfri í alvörunni.
![]() |
Forseti Íslands útskrifaður af sjúkrahúsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.5.2007 kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2007 | 20:52
Frumlegt kosningaloforð!
Sú yfirlýsing Valgerðar Sverrisdóttur, að flokkur hennar fari ekki í ríkisstjórn nái hann ekki stórauknu fylgi miðað við hvað nú stefnir í, er allrar athygli verð. Yfirleitt snúast kosningaloforð um hvað flokkur muni gera nái hann völdum, en ekki loforð um að hafna völdunum séu þau í boði. Kosningaloforðið er því frumlegt í meira lagi. Sé miðað við fylgisspár má líta þannig á að Framsókn hafi nú lofað því að fara ekki í ríkisstjórn. Þá er væntanlega lítil ástæða til að kjósa flokkinn. Skynsamlegra væri fyrir stuðningsmenn hans að kjósa þann flokk sem þeir telja komast næst Framsókn í stefnu og áherslum, enda atkvæði greitt Framsókn dæmt til áhrifaleysis um næstu ríkisstjórn. Hins vegar má líta svo á að ekki sé ætlunin að standa við kosningaloforðið heldur muni Framsóknarmaddaman hoppa uppí með hverjum sem gefur henni undir fótinn. Það hlýtur hins vegar að vera svolítið skrýtin tilfinning að krossa við flokk í trausti þess að hann svíki helsta kosningaloforð sitt!
![]() |
Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2007 | 11:23
Frestum kosningum!
Ef ég man rétt gerðu flokkarnir með sér samkomulag um að eyða ekki meiru en um 30 milljónum í auglýsingar fyrir kosningarnar. Tannlækningar framsóknarmanna sem nú hefur verið samið um fela að vísu aðallega í sér viðgerðir með "atferlismeðferð" fremur en með bor og fyllingum, en kosta samt tvöfalda þá upphæð - ekki Framsóknarflokkinn heldur skattgreiðendur.
Hvernig væri nú að fresta kosningum um svona eins og tíu daga, leyfa fylgi Framsóknar að dala aðeins meir og sjá til hvað kemur upp úr hattinum í viðbót á þeim tíma?
PS. Ég bendi ennfremur á að samkomulagið tekur aðeins til þriggja OG tólf ára barna. Mikilvægt að kjósendur láti ekki blekkjast til að halda að hér sé verið að leysa mál aldurshópsins þriggja TIL tólf ára!
![]() |
Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.5.2007 | 19:59
Íslandshreyfingin - misheppnuð markaðssetning?
Á undanförnum vikum hefur hinn nýji flokkur, Íslandshreyfingin, leitast við að koma stefnu sinni til skila til kjósenda. Flokkurinn var, eftir því sem ég best veit, stofnaður í þeim tilgangi að hamla þeirri ríkisreknu stóriðjustefnu sem núverandi stjórnvöld hafa framfylgt af miklum ákafa. Rökin fyrir afstöðu flokksins eru bæði skýr og skynsamleg. Miðað við yfirlýsingar forystumanna flokksins var ætlunin sú að höfða til "hægri grænna", fólks á borð við undirritaðan, sem aðhyllist einstaklingsfrelsi, samdrátt í ríkisrekstri og þá skoðun að ríkið eigi ekkert með að standa í atvinnurekstri í samkeppnisgreinum.
Stefnuyfirlýsing flokksins eins og hún birtist á heimasíðu hans fer hins vegar í fjölmörgum atriðum gersamlega í bága við fyrrgreinda afstöðu heldur lítur helst út fyrir að hún markist af örvæntingarfullri leit að hinum og þessum stefnumálum sem forystumenn flokksins telja fallin til vinsælda. Félagsmálastefna Íslandshreyfingarinnar virðist heldur vinstrisinnaðri en stefna Vinstri grænna, sem þó hafa talist lengst til vinstri í litrófi stjórnmálanna hingað til. Efnahagsstefnan er á ýmsan hátt svipuð stefnu Sjálfstæðisflokksins að auðlindamálunum undanteknum, nema þegar kemur að skattastefnu, þar er sósíalisminn allsráðandi. Stefnan í fiskveiðimálum er eins og ýkt útfærsla á stefnu Frjálslynda flokksins. Svona mætti halda lengi áfram.
Líklega er framboð Íslandshreyfingarinnar fyrst og fremst dæmi um hvernig fer þegar lagt er upp með góða hugmynd en á leiðinni tapast fókusinn og á endanum er góða hugmyndin fallin í skuggann af alls kyns viðbótum sem koma henni ekkert við. Fjöldamörg fyrirtæki hafa í gegnum tíðina mætt örlögum sínum af þessum sökum. Það er dapurlegt að þannig hafi farið fyrir Íslandshreyfingunni því vel hefði verið rúm fyrir hægrisinnaðan flokk með skýra áherslu á að hafna ríkisafskiptum í atvinnulífinu. Slíkan flokk hefðu margir vafalaust kosið. En þennan kjósa fáir.
![]() |
Framsóknarflokkur tapar fylgi í Suðvesturkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2007 | 21:56
Vandað yfirlit
Þessi samantekt Framtíðarlandsins virðist við fyrstu sýn bæði vönduð og sanngjörn. Þarna eru dregnar saman meginröksemdirnar að baki þeirri skoðun að ekki hafi verið skynsamlegt að ráðast í gerð Kárahnjúkavirkjunar. Í framhaldinu þarf að huga vel að arðsemi annarra fyrirhugaðra virkjanakosta, en samkvæmt nýlegum tölum frá Landsvirkjun virðist arðsemin enn lélegri þegar litið er til jarðhitavirkjana fyrir stóriðju. Hvenær ætli menn fáist til að skilja að orkusala til stóriðju er einfaldlega ekki arðbær hérlendis heldur verður að horfa til annarra markaða eigi að selja orku úr landi?
Fyrir nokkrum árum var rætt um möguleika á orkusölu um sæstreng til Evrópu. Ég heimsótti þá Orkustofnun og fékk upplýsingar um væntanlegt orkuverð í slíkum viðskiptum. Miðað við þær tölur sem fyrir lágu virtist augljóst að mun skynsamlegra væri að sleppa því að virkja fyrir Alcoa en bíða frekar átekta og stefna að því að selja orku frá Kárahnjúkum til almenningsveitna á meginlandinu um sæstreng. Ég skrifaði um þetta stutta grein í Moggann. Orkumálastjóri brást þá hinn versti við og vafalaust hefur maðurinn sem lét mér í té upplýsingarnar fengið skömm í hattinn. Og ekki tók forstjóri Landsvirkjunar málin neitt betur, þótt sjálfur hafi hann verið upphafsmaður umræðunnar.
Fyrir fáeinum dögum birtist hins vegar frétt um áhuga þýskra aðila á orkukaupum héðan. Samkvæmt henni er annað hljóð komið í orkumálastjórann og málefnið allt í einu orðið áhugavert. Svona geta hlutirnir breyst eftir því hvernig pólitískir vindar blása. Svo treystum við svona fólki fyrir stórum ákvörðunum sem varða þjóðarhag.
![]() |
Framtíðarlandið segir Kárahnjúkavirkjun ekki hafa verið skynsamlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2007 | 16:10
Ha?

![]() |
"Klæðskerasniðið fyrir gömlu flokkana" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 10:31
Munur á viðbrögðum Geirs og Jóns
![]() |
Telur líklegt að fleiri orkufyrirtæki verði einkavædd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2007 | 21:09
Vonandi rétt að LV verði einkavædd
![]() |
Segir að byrjað sé að undirbúa sölu Landsvirkjunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2007 | 11:51
Omar Kajam
Er Dagsbrún vinstri hendi um himin fer,
ég heyri í draumi að rödd úr kránni ber:
"Vaknið nú, drengir, fyllið bikar fljótt
og fyrr en Lífsins veig af skálum þver!"
Samkvæmt fréttum sjónvarpsins í gær var einn forsprakka hryðjuverkamannanna Omar nokkur Kajam. Sá Omar Kajam sem ég man eftir var persneskt skáld, fæddur á elleftu öld. Kajam er þekktastur fyrir kvæðabálkinn Rubajat, þar sem hann lofsyngur lífið (sjá að ofan) og hafnar hugmyndum strangtrúaðra landa sinna um líf eftir dauðann og refsingu guðs:
Ef Himnaríki fær sá flokkur gist
sem fyrirlítur ást og drúfukvist,
sú frétt mér þætti fróðleg ekki sízt
hvort fjölmennt er í Paradísar vist.
Það væri óneitanlegra betur að Omar Kajam hinn nýi hefði fylgt fordæmi nafna síns, en svona geta hlutirnir breyst: Gullin hvolfþök soldánshallarinnar eru ekki lengur kennimerki persneskrar menningar heldur siðferðislögreglur og sjálfsmorðssprengjumenn. Sagði einhver að mannkynið væri á þroskabraut?
(Ljóðaþýðingin er Helga Hálfdanarsonar)
![]() |
Bresk þingnefnd hyggst rannsaka vinnubrögð MI5 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 288249
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar