Frestum kosningum!

Ef ég man rétt gerðu flokkarnir með sér samkomulag um að eyða ekki meiru en um 30 milljónum í auglýsingar fyrir kosningarnar. Tannlækningar framsóknarmanna sem nú hefur verið samið um fela að vísu aðallega í sér viðgerðir með "atferlismeðferð" fremur en með bor og fyllingum, en kosta samt tvöfalda þá upphæð - ekki Framsóknarflokkinn heldur skattgreiðendur.

Hvernig væri nú að fresta kosningum um svona eins og tíu daga, leyfa fylgi Framsóknar að dala aðeins meir og sjá til hvað kemur upp úr hattinum í viðbót á þeim tíma?

PS. Ég bendi ennfremur á að samkomulagið tekur aðeins til þriggja OG tólf ára barna. Mikilvægt að kjósendur láti ekki blekkjast til að halda að hér sé verið að leysa mál aldurshópsins þriggja TIL tólf ára!


mbl.is Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Alveg er það merkilegt hvernig þið látið. Siv hefur verið að vinna af alefli í heilbrigðismálunum allt kjörtímabilið og skrifað reglulega undir mikilvæga samninga. Þið farið síðan af hjörunum þegar hún heldur áfram sínu striki og heldur áfram að skrifa undir mikilvæga samninga alveg fram að kosningum!

Það er hins vegar rétt að betur má ef duga skal, en bendi á eftirfarandi í yfilýsingu samhliða undirrituninni:

Það er sameiginlegur skilningur samningsaðila að með þessu sé stigið fyrsta skrefið í forvarnareftirliti barna og unglinga, sem leggja mun grunn að bættri tannheilsu barnsins um alla framtíð. Í framtíðinni verður hugað að því að þétta þetta eftirlitsnet með því að taka fleiri árganga inn til eftirlits á þennan hátt.

Meira um þetta í pistlinum Siv flott í gervi tannálfsins!

Hallur Magnússon, 5.5.2007 kl. 12:55

2 identicon

Þetta er makalaust tal þegar jákvæðir hlutir eru framkvæmdir. Siv Friðleifs hefur unnið gott verk í þessu ráðuneyti og er öflugur liðsmaður Framsóknar. Ég kaus Samfylkingu síðast en nú verður það Framsókn. Ánægður með þetta fólk.

Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 13:01

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvað svo sem Frammarar segja held ég að öllu sæmilega gefnu fólki sé ljóst að þetta er kosningatrikk og annað ekki, enda lítið sem kemur upp úr hattinum þegar að er gáð. Þetta mál er svona álíka fjarri því að vera kjósendaháfur og Stóra Jónínumálið er langt frá því að vera dæmi um spillingu.

Þorsteinn Siglaugsson, 5.5.2007 kl. 14:21

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Slembinn einstaklingur!

Siv hefur verið að vinna að alefli heilbrigðismálum allt kjörtímabilið þótt hún hafi ekki verið heilbrigðsráðherra allan tímann. Hún eins og Jón Kristjánsson hafa verið að skrifa undir mikilvæga samninga allan tímann - og halda því áfram fram að kosningum.

Hallur Magnússon, 5.5.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 287346

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband