Omar Kajam

Er Dagsbrún vinstri hendi um himin fer,

ég heyri í draumi að rödd úr kránni ber:

"Vaknið nú, drengir, fyllið bikar fljótt

og fyrr en Lífsins veig af skálum þver!"

Samkvæmt fréttum sjónvarpsins í gær var einn forsprakka hryðjuverkamannanna Omar nokkur Kajam. Sá Omar Kajam sem ég man eftir var persneskt skáld, fæddur á elleftu öld. Kajam er þekktastur fyrir kvæðabálkinn Rubajat, þar sem hann lofsyngur lífið (sjá að ofan) og hafnar hugmyndum strangtrúaðra landa sinna um líf eftir dauðann og refsingu guðs:

Ef Himnaríki fær sá flokkur gist

sem fyrirlítur ást og drúfukvist,

sú frétt mér þætti fróðleg ekki sízt

hvort fjölmennt er í Paradísar vist.

Það væri óneitanlegra betur að Omar Kajam hinn nýi hefði fylgt fordæmi nafna síns, en svona geta hlutirnir breyst: Gullin hvolfþök soldánshallarinnar eru ekki lengur kennimerki persneskrar menningar heldur siðferðislögreglur og sjálfsmorðssprengjumenn. Sagði einhver að mannkynið væri á þroskabraut?

(Ljóðaþýðingin er Helga Hálfdanarsonar)


mbl.is Bresk þingnefnd hyggst rannsaka vinnubrögð MI5
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband