Að níðast á börnum

Miðað við lýsingu Daggar Pálsdóttur lögmanns í Kastljósi í gær virðist hér einfaldlega mannrán á ferðinni: Barnið er numið á brott án dóms og laga. Réttast væri því líklega að óska aðstoðar lögreglu við að ná barninu og handtaka og fangelsa barnsræningjana.

Eins og glögglega kom fram í málum Breiðavíkurbarna hefur fjöldi brenglaðra einstaklinga fengið að níðast óáreittir á varnarlausum börnum í áraraðir í skjóli svonefndra barnaverndaryfirvalda.

En bein líkamleg eða kynferðisleg misnotkun er því miður ekki eina leiðin til að kvelja saklaus börn. Þótt stundum sé vilji til að hjálpa vafalaust ástæðan grunar mig að miklu fleiri starfsmenn barnaverndaryfirvalda velji sér þennan starfsvettvang af sjúklegri hvöt til að ráðskast með líf annars fólks. Þessir valdsjúku einstaklingar þrífast á því að þvinga aðra til að láta að vilja sínum og fylgjast svo stoltir með hvernig „vel meintar aðgerðir“ þeirra eyðileggja líf fórnarlambanna.

Í þessu máli virðist sem barnaníðingar af fyrrnefndum toga hafi því miður enn og aftur fengið tækifæri til að þægja sjúklegum og lágkúrulegum hvötum sínum. Er ekki mál að linni?


mbl.is Fordæma aðgerðir barnaverndarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þakka þér þetta. Það vekur raunar furðu að hinir fyrirhuguðu fósturforeldrar skuli hafa geð í sér til að taka þátt í þessum níðingsskap.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.11.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband