Það er til skynsamlegri leið

Aðgerðirnar sem kynntar voru í gær voru eitt það alheimskulegasta sem hefur komið frá orðuhöfunum þremur.

Það er dapurlegt að haldið sé áfram með blóðtöku samfélagsins og árásir á afkomu og framtíð þeirra sem minnst mega sín, þegar til er skynsamleg leið grundvölluð á meginviðmiðum lýðheilsufræða og yfirburða þekkingu á hegðun veirusjúkdóma. Hér má heyra athyglivert viðtal við Martin Kulldorff prófessor við Harvard.


mbl.is Hvaða reglur tóku gildi á miðnætti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Rörsýn áfram. Meðalljónin messa. Samdráttur eykst við hverja herta lokun og sumir sjá fram á gott kosningaár. 

Sigurður Antonsson, 31.10.2020 kl. 11:39

2 identicon

Ég hef verið að hugsa þetta Þorsteinn

hvað ráði ofsafenginni góðmennsku þinni.

Er góðmennska þín af hinu góða, sanna og fagra,

eða er hún sett fram í nafni góðmennskunnar

en holið, tómið, búi eitt að baki?

Eða er það Íslandi skal vogað fyrir prufukeyrslu

kenninga þeirra sem þú básúnar í síbylju?

Hvað ef heilbrigðiskerfið hrynji í vogun þinni?

Hvernig ætlar þú þá að "verja gamla fólkið",

og aðra þá með undirliggjandi sjúkdóma?

Viltu múra það inni, meðan holskeflan gengur yfir og eirir þá heldur ekki heilbrigðisstarfsfólki?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 31.10.2020 kl. 12:22

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvers vegna hlustar þú bara ekki á þetta afar fróðlega viðtal við Martin Kulldorff Símon?

Þorsteinn Siglaugsson, 31.10.2020 kl. 12:27

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Farðu varlega Þorsteinn, þú gætir fljótlega verið ákærður fyrir fleira en frjálshyggju, bæði upplýsingaóreiðu og dreifingu falsfrétta.

Við búum í fyrsta sinn við grímulausan fasisma, frá og með deginum í dag, og hinar rétttrúuðu grímulöggur munu krefjast á refsingar.

Upplýsingagjöfin skal vera glóbölsk og mainstream annað er nú þegar tekið niður af flestum samfélagsmiðlum, það eru flestir undirliggjandi.

Magnús Sigurðsson, 31.10.2020 kl. 12:54

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, ég bíð bara eftir að blogginu mínu verði lokað. Skilgreiningin á upplýsingaóreiðu er nefnilega að koma réttum upplýsingum á framfæri. Það var líka þannig í galdrafárinu á 17. öld. Þá var kveikt í fólki fyrir upplýsingaóreiðu. Hversu langt er í að veiruþrenningin fari að efna í bálköst?

Þorsteinn Siglaugsson, 31.10.2020 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 287368

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband