Meðalhófs er ekki gætt

Það er augljóst að sú fjölgun smita sem við sjáum nú er einvörðungu vegna slóðaháttar stjórnenda Landspítalans. 

Þessar hertu reglur sem nú hafa verið kynntar eiga sér því ekki nokkrar einustu forsendur. Þær ganga langt fram úr öllu meðalhófi.

Af þessum sökum eru reglurnar í reynd ólögmætar.

Nýjasta fréttin er nú sú að skylda eigi fólk til að bera grímur í verslunum. Nú er spurning hvaða lögmenn eru tilbúnir að stíga fram fyrir skjöldu og bjóðast til að verja þá sem kunna að neita að borga sektina, á grundvelli þess að meðalhófs er ekki gætt?


mbl.is Fyrri aðgerðir ekki gagnslausar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Vandamálið er Landsspítalinn.  Eftirliti hans með heilsufari starfsmanna hans var ábótavant.  Hann skimaði ekki starfsfólk sitt, þótt sjúklingar spítalans séu nánast allir í hópi viðkvæmra gagnvart C-19.  Þá sendi hann skjólstæðinga sína óskimaða frá sér, jafnvel yfir í aðra landshluta, þótt tilmæli væru þá í gildi frá sóttvarnaryfirvöldum um að ferðast helzt ekki á milli landshluta.  Landsspítalanum virðist hafa tekizt vel upp með göngudeildina og lækningar á innlögðum, en það þarf greinilega að auka getu hans til mikilla muna, hvað varðar fjölda innlagðra í farsóttum.  Vonandi verður mikil bragarbót á því með nýju húsnæði spítalans og byggingu fleiri hjúkrunarrýma.  Ef ég tók rétt eftir, var hafnað boði frá sjálfseignarstofnun eða fyrirtæki um að taka við öldruðum af Landsspítalnum.  Annað dæmi um kaldrifjaða ákvarðanatöku er að banna s.k. valkvæðar aðgerðir í Orkuhúsinu og sambærilegum læknamiðstöðvum.  Þetta eykur angist fjölmargra og lengir biðlista.  Það er hverfandi hætta á, að þessar aðgerðir muni íþyngja sjúkrahúsunum.  Þvert á móti getur valkvæð aðgerð breytzt í óvalkvæða vegna tafa.  

Það er tekin ákvörðun um hertar og mjög íþyngjandi aðgerðir, þegar "Bylgja 3" þrátt fyrir allt er takin að hjaðna á landsvísu.  Eins og áður eru einu rökin þau, að verja þurfi Landsspítalann.  Hann þarf hins vegar sjálfur að verja sig betur.  

Bjarni Jónsson, 31.10.2020 kl. 13:47

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Uppákoman á Landakoti var ósköp einfaldlega ömurlegt dæmi um vanhæfni og ábyrgðarleysi. Það var pínlegt að sjá forstjóra LHS reyna að ljúga sig út úr málinu í Kastljósi í vikunni. Einar Þorsteinsson fréttamaður á heiður skilinn fyrir að láta hann ekki komast upp með það. En hverjar voru þakkirnar sem Einar fékk fyrir það? Honum var auðvitað úthúðað. Og svo tóku stjórnendurnir brjálæðiskast þegar aðstoðarmaður Landlæknis nefndi að kannski væri tilefni til að rannsaka málið!

Og biðlistarnir. Það að lengja biðlistana eykur ekki aðeins angist fólks, það dregur fólk ósköp einfaldlega til dauða. Þau dauðsföll hugsa ég að séu fyrst og fremst á ábyrgð Svandísar Svavarsdóttur.

Og vegna þess að stjórnendur spítalans eru óhæfir eru nú hundruð til viðbótar dæmd til atvinnuleysis.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.10.2020 kl. 16:18

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Tíundað er að um 20% íbúa Vesturlanda séu móttækilegir fyrir krónusmiti. Er umfangið með hertum aðgerðum og lokunum réttlætanlegt.

Hjúkrunarkona á Landakots öldrunarspítala fékk veirusmit með óþægindi í hálsi. Hún vann á sinni vanlíðan með heitu vatni blönduðu ediki og engifer.  Á þrem dögum hurfu einkennin en hún var látin vera í einangrun í 14 daga. Var ekki Trump forseti að vinna á svipaðan máta með sín veirusmit. Þegar forsetinn var að jafna sig hrósaði hann Svíum fyrir öðruvísi nálgun í baráttunni við veirusmit. 

Sigurður Antonsson, 31.10.2020 kl. 16:43

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef einungis 20% eru móttækileg fyrir smiti eru allar þessar aðgerðir alveg tilgangslausar. Hvar kemur fram að þetta sé þannig?

Þorsteinn Siglaugsson, 31.10.2020 kl. 16:45

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Gott ef satt reynist. Sá þetta á netinu í dag. Veit ekki hversu vísindalega það er unnið eða líkindareikningur? Talið er að um 16% Svía og yfir 30% New York búa séu með hjarðónæmi. Á Wikipedia er staðfest að af 45 milljón smita séu um 1.2 milljón lánir úr veirusmiti eða um 0.6% af íbúum jarðar sem eru yfir 7.5 milljarðar.  

Wikipedia: As of 30 October 2020, there have been at least 1,181,321 confirmed deaths and more than 45,041,948 confirmed cases in the COVID-19 pandemic. The Wuhan strain has been identified as a new strain of Betacoronavirus from group 2B with approximately 70% genetic similarity to the SARS-CoV. The virus has a 96% similarity to a bat coronavirus, so it ...

Sigurður Antonsson, 31.10.2020 kl. 17:53

6 Smámynd: Sigurður Antonsson

Staðfest smit um 45 milljónir sem eru 0.6% jarðarbúa.

Sigurður Antonsson, 31.10.2020 kl. 18:07

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já Sigurður. Það er vafamál á hvaða punkti hjarðónæmi næst. Ég efast þó um að dreifing veirunnar sé komin svo langt að einungis 20% Vesturlandabúa séu móttækilegir fyrir henni. Þá væri enginn að smitast lengur. En sums staðar lítur út fyrir að ónæmi hafi þegar náðst, til dæmis í New York, og þar mælast held ég um 36& með mótefni núna. Það gæti bent til að niðurstöður Dr. Sunetra Gupta frá því í vor eigi við rök að styðjast - að það þurfi ekki nema kannski 40& að smitast til að ná hjarðónæmi.

Eina leiðin núna held ég að sé sú að við reynum að tryggja að veiran dreifist sem hraðast um samfélagið. Það er líklega skásta leiðin, því stjórnvöld virðast ekki gera sér neina grein fyrir nauðsyn þess að beita markvissri vernd meðan hjarðónæmi næst.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.10.2020 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 287334

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband