Hvers vegna stríðsyfirlýsing?

Stjórn sjóðsins hlýtur auðvitað að taka ákvarðanir út frá samkeppnisumhverfinu annars vegar og hag sjóðfélaga hins vegar. Það er stundum eins og það gleymist, þegar fjallað er um lífeyrissjóði, að hlutverk þeirra er að ávaxta fjármuni sjóðfélaga á sem bestan hátt og hámarka þannig þann lífeyri sem hægt er að greiða út.


mbl.is „Vaxtahækkun stríðsyfirlýsing“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Sem eldri borgari bý ég nú í eins konar "kommaríki" því að skiptir engu máli hvort ég á inni í LÍV 50,100,150 eða 200þúsund eða ekkert í neinum lífeyrissjóð því allir eiga að fá ca. 220 eftir skatta nema þú tilheyrir "elítunni". 

Sigurður I B Guðmundsson, 4.6.2019 kl. 09:53

2 identicon

Það er stórgóð speki að fólk þurfi að slíta sér út til að geta komist heilsulaust á bætur síðar meir. Gegnumstreymiskerfi er mun vitlegri kostur en þetta hýti.

pallipilot (IP-tala skráð) 5.6.2019 kl. 22:48

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hverju breytir gegnumstreymiskerfi um það hversu mikið fólk þarf að vinna?

Þorsteinn Siglaugsson, 6.6.2019 kl. 07:54

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég fæ jafnmikið eftir að hafa borgað í LÍV í tæp 50 ár og manneskja sem hefur aldrei borgað í lífeyrissjóð. Er þetta sanngjarnt?

Sigurður I B Guðmundsson, 6.6.2019 kl. 08:43

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það held ég ekki að hafi neitt með ávöxtun lífeyrissjóðsins að gera heldur hitt, að þeir sem aldrei hafa greitt í sjóð fá greiðslur frá ríkinu.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.6.2019 kl. 11:26

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Því meir sem einstaklingur greiðir í lífeyrissjóð því minna þarf ríkið að borga á móti til að einstaklingurinn fái ca.220 þús. eftir skatt. 

Sigurður I B Guðmundsson, 6.6.2019 kl. 12:40

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, akkúrat. Mér finnst reyndar að ríkið eigi almennt ekki að greiða þeim tekjutryggingu sem hafa nægar tekjur, hvort sem þær koma úr lífeyrissjóðum eða sem ávöxtun á aðrar eignir. Það sem mér þætti sanngjarnt er að tekjutryggingin félli niður þegar tekjurnar hafa náð einhverju tilteknu hámarki, t.d. 4-500 þúsund á mánuði. 

Þorsteinn Siglaugsson, 6.6.2019 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 287327

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband