Skattlagningin er stóra vandamálið

Útborguð laun eru eitt. Heildarlaun eru annað. Það kom fram í sjónvarpsfréttum rétt í þessu að launatengd gjöld hafa hækkað um 60% frá aldamótum. Tekjuskattshlutfall hefur einnig farið hækkandi.

Þetta skiptir miklu um samkeppnishæfni atvinnulífsins. Og í hvað fara þeir fjármunir sem renna til opinberra aðila? Vissulega fer stór hluti þeirra í grunnþjónustu. En allt of mikið fer einnig í verkefni sem eru óþörf og/eða illa stjórnað. Milljörðum er dælt í ríkisreknar sjónvarps- og útvarpsstöðvar. Opinberum stofnunum fjölgar og sífellt stærri hluti vinnuaflsins situr á skrifstofum hins opinbera við iðju sem gjarna er vafasamt að skili samfélaginu neinum ávinningi.

Fjárfestingar á borð við að henda tugum eða hundruðum milljarða í svonefnda borgarlínu, með það að markmiði að auka notkun strætisvagna úr 8% í 12% ferða á höfðuborgarsvæðinu, sem engu máli skiptir, virðast renna í gegn án athugasemda.

Og grunnþjónustan sjálf er gríðarlega illa rekin. Besta dæmið er heilbrigðiskerfið. Öllum er ljóst að vandi Landspítalans liggur að stærstum hluta í því að aldraðir sjúklingar hírast inni á spítalanum vikum og mánuðum saman, en ættu í raun réttri að vera á hjúkrunarheimilum. Og hvernig er brugðist við þessum vanda? Jú, það er gert með því að sóa hundruðum milljarða í nýbyggingar í gamla miðbænum, á vitlausasta hugsanlega staðnum, í stað þess að fjárfesta í hjúkrunarheimilunum sem raunverulega er þörf fyrir.


mbl.is Launakostnaður hár í takt við lífsgæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband