Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Óskhyggja og ofsahræðsla, eða yfirvegun og heildarsýn?

Eftir að ákveðið var að loka landinu í raun fyrir ferðamönnum síðastliðinn föstudag hafa margir velt fyrir sér hvort þar sé byggt á nægilega traustum grunni. Svo virðist sem til grundvallar sé lagt hagrænt mat sem unnið var af Fjármálaráðuneytinu.

Ónothæft hagrænt mat

Í þessu mati er reiknað með að ávinningur hagkerfisins af hverjum erlendum ferðamanni sé 100-120 þúsund krónur. Óljóst er hverjar forsendur þessarar niðurstöðu eru, enda enga greiningu að finna í matinu, né fylgiskjöl með útreikningum. Engin tilraun virðist heldur gerð til að leggja mat á afleidd áhrif þess að leggja ferðaþjónustuna af, mánuðum, jafnvel árum saman. Þó er ljóst að afleidd áhrif útflutningsgreina skipta hagkerfið miklu máli. Einnig er þoku hulið hverjar forsendur mats á áhrifum á innlenda eftirspurn eru, en ákvörðun stjórnvalda grundvallast þó á þeirri staðhæfingu að jákvæð áhrif þar séu meiri en nemur því sem tapast í ferðaþjónustu. Að lokum virðist ekki hafa verið reynt að meta önnur áhrif af lokun landsins. Það eru ekki einungis ferðamenn sem ferðast til og frá landinu. Hömlur á ferðir starfsmanna og tengdra aðila geta dregið umtalsvert úr samkeppnishæfni fyrirtækja og þar með haft neikvæð áhrif á afkomu þeirra.

Í mati Fjármálaráðuneytisins er gengið út frá því að 0,25% ferðamanna til landsins beri með sér smit. Reynslan eftir opnun landamæranna í júní sýnir hins vegar að þessi forsenda er fjarri öllu lagi. Ef miðað er við þá ferðamenn sem skimaðir hafa verið er hlutfallið um 0,06%. Samt kemur fram í minnisblaði vegna aðgerðanna að byggt sé á umræddu mati og þessi alranga spá er ein grundvallarforsendna þess!

Meðan ekki liggur fyrir viðunandi greining á hagrænum áhrifum ákvörðunarinnar er útilokað að taka jákvæða afstöðu til hennar út frá hagrænu sjónarmiði.

Óverjandi að stinga höfðinu í sandinn

En hagrænt mat er ekki það eina sem skiptir máli. Hérlendis hafa um 3.600 smitast samkvæmt rannsókn ÍE og tíu látist úr sjúkdómnum, ríflega tveir af hverjum þúsund. Ónæmi er nánast ekkert og má því reikna með að á endanum verði dauðsföll talsvert fleiri. En ákvörðun stjórnvalda nú er ekki án afleiðinga, heldur leiðir beint af sér verulega aukningu atvinnuleysis. Langvarandi atvinnuleysi þúsunda eða tugþúsunda hefur grafalvarlegar afleiðingar í för með sér. Fólk missir húsnæði sitt, nær ekki að framfleyta sér og því fylgir vonleysi og geðræn og líkamleg heilsufarsvandamál. Rannsóknir sýna að atvinnuleysi hefur veruleg neikvæð áhrif á lífslíkur fólks. Jafnvel getur farið svo, sé meðalhófs ekki gætt, að á endanum falli fleiri í valinn vegna tilrauna til að halda faraldrinum í skefjum en vegna sjúkdómsins sjálfs. Það er siðferðileg skylda stjórnvalda að taka þessi áhrif með í reikninginn. Ekki er hins vegar að sjá að nein tilraun hafi verið gerð til þess. Því er útilokað að styðja ákvörðunina út frá siðferðilegu sjónarmiði.

Ákvarðanir byggðar á óskhyggju og ofsahræðslu?

Fáein smit greinast meðal erlendra ferðamanna, og þá er tekin skyndiákvörðun um lokun landsins. Hvað getur legið þar að baki?

Þegar ákveðið var að hefja skimun á landamærum í júní var haft eftir sérfræðingum að opnun landsins væri ekkert áhyggjuefni. Eflaust greindust einhver smit, en heilbrigðiskerfið væri vel í stakk búið til að takast á við það. Nú greinast nokkur smit, álag á heilbrigðiskerfið er langt undir hættumörkum, og þá leggja sömu aðilar til lokun landsins. Hvað breyttist? Engin haldbær réttlæting hefur komið fram, en fyrir liggur að smitin eru langtum færri en reiknað var með í mati Fjármálaráðuneytisins, sem opnun landamæra byggðist á. Byggir ákvarðanatakan aðeins á óígrundaðri óskhyggju einn daginn og röklausri ofsahræðslu þann næsta? Og sama dag og tilkynnt var um lokun landsins var meira að segja haft eftir embættismanni að búist væri við stórauknu álagi í skimunum á landamærum!

Ákvarðanir sem grundvallast ýmist á óskhyggju eða ofsahræðslu, og skilningsleysi á samhengi orsaka og afleiðinga, er engin leið að styðja.

Krafan er yfirvegun og siðferðileg ábyrgð

Við stöndum frammi fyrir erfiðum vanda, sem er bæði af hagrænum og siðferðilegum toga. Veiran verður á kreiki næstu misseri eða ár og við því þarf að bregðast. Bóluefni kann að koma, en veruleg óvissa er um hvort og hvenær það kann að verða og hvort það gerir eitthvert gagn. Óskhyggja um slíkt má ekki ráða ákvörðunum.

Valið stendur ekki um tvær öfgar; annars vegar lokun landamæra og engar sóttvarnaráðstafanir innanlands og hins vegar opnun landamæra og útgöngubann innanlands. Sú framsetning sýnir í hnotskurn þann skort á yfirvegun og heildarsýn sem virðist hafa heltekið marga stjórnmála- og fræðimenn.

Eini raunhæfi og siðferðilega réttlætanlegi valkosturinn er að grundvalla ákvarðanir á yfirveguðu og raunsæju mati, þar sem meðalhófs er gætt, litið er til allra hliða málsins, horft til langs en ekki skamms tíma, og ekki er skorast undan siðferðilegri ábyrgð.

(Birt á frettabladid.is í gær)

 


mbl.is Tjaldsvæðinu verður lokað í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu lengi á þetta að standa?

Það liggur fyrir að mjög lítill hluti fólks er ónæmur fyrir veirunni.

Það liggur jafnframt fyrir að meðan ný smit eru nánast engin breytist ónæmi nánast ekkert.

Það liggur líka fyrir að alger óvissa er um að nokkurn tíma finnist bóluefni sem virkar.

Að lokum liggur fyrir að þeir sem deyja úr Covid-19 eru á bilinu 0,2-0,4% þeirra sem smitast. Veikin er því ekki sérstaklega hættuleg.

Spurningarnar eru tvær:

1. Í hversu marga áratugi á þetta ástand að vara? Hefur einhver velt því fyrir sér? 

2. Hvers vegna er ekki fjárfest í afkastagetu í heilbrigðiskerfinu til að takast á við umtalsverðan fjölda smita, í stað þess að sóa fé í tilgangslausar skimanir?


mbl.is Hertar aðgerðir – öll skimuð tvisvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefnd húsflugnanna?

Nú í sumar hafa ýmsar undarlegar fréttir borist frá Akureyri. Fyrir nokkru bárust fregnir af undirskriftasöfnun þorpsbúa gegn köttum. Ekki löngu síðar fréttist að þeir hyggðust koma í veg fyrir lausagöngu húsflugna, en þær færu mjög í taugarnar á þeim. Hvers vegna var ekki ljóst, en líklega er ástæðan sú að þær skíta á bílana þeirra.

Líklegast þykir mér að hljóðið dularfulla sé af völdum þessara ágætu dýrategunda sem Akureyringar hafa verið að pirra sig á. "Nú er nóg komið" sögðu kisurnar og flugurnar og stofnuðu kór sem hefur það eina hlutverk að púa á hina pirruðu þorpsbúa sem mest hann má. 


mbl.is Hljóð gerir Akureyringum lífið leitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

300 ár

Í lok maí voru nánast engin ný smit. Takmörkunum var aflétt. Tveimur mánuðum síðar voru komin 100 smit. Takmörkunum var komið á aftur. Ef þetta gengur svona fyrir sig áfram þýðir það að um 600 smit á ári.

Ef við gerum ráð fyrir að þegar 50% þjóðarinnar hefur náð ónæmi sé faraldurinn genginn yfir þá eru það 180.000 manns.

Hversu lengi eru 180.000 manns að ná ónæmi, ef það eru 600 á ári?

300 ár!


mbl.is Verða fyrir mjög þungu höggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákvarðanaóreiða

Síðastliðið vor setti ríkisstjórnin á fót nefnd til að vinna gegn svonefndri "upplýsingaóreiðu". En upplýsingaóreiða mun vera það þegar fram koma upplýsingar um kórónaveiruna sem eru ekki í samræmi við yfirlýsingar stjórnvalda. Gagnrýni á fljótfærnislegar ákvarðanir, byggðar á ófullnægjandi og oft röngum gögnum, fellur þannig undir upplýsingaóreiðu svo dæmi sé nefnt.

Mér finnst miklu nær að kalla nefndina Sannleiksráðuneyti, samanber samnefnt ráðuneyti í 1984 Orwells, sem hafði það hlutverk að fóðra almenning á lygum. Það væri meira að segja örugglega gaman fyrir forsætisráðherra VG að geta sagt frá því næst þegar bandarískur ráðamaður kemur í heimsókn, og hún skýst á kommónistafund í Svíþjóð á meðan, að Ísland sé komið svo langt í sósíalismanum að hér sé búið að koma upp "alvörunni Sannleiksráðuneyti krakkar!"

Eftir að fáein smit tóku að greinast að nýju í júlí hefur hins vegar annars konar óreiða látið á sér kræla, og það í sívaxandi mæli eftir því sem tíminn líður. Það er yfirlýsinga- og ákvarðanaóreiða. Veiruþrenningin, sem nú er dregin upp á dekk daglega að nýju, kemur fram með hverja misvísandi yfirlýsinguna á fætur annarri. Í gær er talað um að auka við skimun á landamærum. Í dag á að minnka hana. Í gær á að herða samkomutakmarkanir. Í dag á að draga úr þeim. Í gær var tveggja metra regla lífsnauðsyn. Í dag er hún þarflaus.

Það virðist augljóst að veiruþrenningin stjórnast nú af samblandi ofsahræðslu og óskhyggju og yfirlýsingar hennar og ákvarðanir draga í síauknum mæli dám af þessu. Ákvarðanaóreiðan hefur tekið völdin.


mbl.is Heimkomusmitgát til endurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilisvinur

Ragnheiður Ásta og Jón Múli voru heimilisvinir þegar ég var krakki. Það er missir að slíku fólki. Ég votta Sólveigu Önnu innilega samúð mína.


mbl.is Andlát: Ragnheiður Ásta Pétursdóttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausaganga húsflugna á Akureyri

Nýverið var flutt á RÚV löng frétt um að kisi nokkur hefði farið inn um opinn glugga hjá frú einni á Akureyri og gert stykki sín í stofusófann. Frúin var að sjálfsögðu svekkt yfir þessu og sá það helst til ráða að banna köttum á Akureyri að vera úti. Það þótti henni væntanlega einfaldara en að passa að hafa gluggana lokaða þegar hún færi í frí.

Í gær var svo bætt um betur og rakið í ennþá lengri frétt að húsflugur öngruðu nú Akureyringa sem aldrei fyrr. Jafnvel meira en utanbæjarmennirnir, en þeir munu orsök þess að ákveðið hefur verið að leggja niður dýflissuna á Akureyri, enda afbrot öll á ábyrgð hinna aðkomnu og þægilegra fyrir alla að þeir séu sem næst heimahögunum. Og nú hefur víst bæst við undirskriftasöfnun þar sem krafist er banns við lausagöngu húsflugna á Akureyri.

Utanbæjarmenn, kisur og húsflugur. Hvað verður næsta frétt um? Maður bíður spenntur.


Kannski ekki alveg rétti tíminn ...

... til að ætla að fara að læra af Íslandi, einmitt þegar svo virðist sem allt sé að fara hér aftur í sama farið og panikkin búin að taka völdin eina ferðina enn.


mbl.is „Getum við lært af Covid-19-tökum Íslands?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álitamál

Þau rök að nauðsynlegt sé að "klára" kjörtímabilið eru ekki gild. Það er ekkert sem veldur neinni slíkri nauðsyn.

Rök Smára, að ný ríkisstjórn þurfi tíma til að undirbúa fjárlagafrumvarp eru hins vegar gild. Það er að segja ef það er nauðsynlegt að fjárlög komi endilega frá nýrri ríkisstjórn. Þar að baki gæti til dæmis legið sú röksemd að vilji kjósenda í kosningunum eigi að endurspeglast í fjárlögum.

Á hinn bóginn má velta því fyrir sér hvort það sé endilega verra að ný ríkisstjórn komi fyrst fram með eigin fjárlög eftir að hún hefur setið í um hálft ár. Þannig gefst nýjum ráðherrum tími til að glöggva sig á sínum málaflokkum í ró og næði, í stað þess að þurfa að gera það á þeim skamma tíma sem oft líður frá því að ríkisstjórn er mynduð og þar til leggja þarf fjárlögin fram.

 


mbl.is Engin rök og engin málamiðlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna leynd?

Sé það rétt að Rio Tinto greiði okurverð fyrir orkuna, hvers vegna má þá ekki aflétta leynd um verðið? Seljandinn er tilbúinn til þess og hefur margoft ítrekað það.

Hvers vegna þessi leynd?

Er það hugsanlega vegna þess að enginn fótur er fyrir fullyrðingunum?


mbl.is Hörður: Rio Tinto neitar að aflétta trúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband