Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.8.2020 | 12:22
Skynsamlegar röksemdir
Nu hafa tugþúsundir Íslendinga verið þvingaðar til atvinnuleysis með stjórnvaldsaðgerðum sem eru svo heimskulegar og vanhugsaðar að hugtakið ráðherraábyrgð fer að koma æ oftar upp í hugann. Atvinnugreinin sem þetta fólk starfaði við hefur verið lögð í rúst af stjórnvöldum. Aðrar atvinnugreinar eru stórskaddaðar líka. Það eru engin störf til staðar fyrir allt þetta fólk.
Kristrún bendir hér á hið augljósa: Við aðstæður sem þessar breytir engu um vinnuvilja fólks þótt atvinnuleysisbætur séu hækkaðar. Störfin eru ekki fyrir hendi. En hækkun bótanna er nauðsynleg því annars lifir fólk ekki af. Stóra spurningin er hvort það sé rétt að fjármagnið komi úr vasa skattgreiðenda. Það mætti eins færa að því rök að fyrst ætti að tæma vasa þeirra sem ábyrgðina bera.
Þetta er okkar styrjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2020 | 22:39
Hagfræðilegt mat, ekki pólitísk ákvarðanataka
Nefndinni sem ráðherra skipaði er ætlað að reyna að leggja mat á áhrif valkostanna á efnahaginn. Nefndin er ekki skipuð til að komast að einhverri málamiðlun um einhverjar aðgerðir, aðeins til að greina áhrifin. Það er því mikill misskilningur að það skipti einhverju máli að "fulltrúar" einhverra hópa séu í nefndinni. Hvað ættu þessir fulltrúar að gera þar? Reyna að afvegaleiða niðurstöðurnar í þágu þeirra sem þeir eru fulltrúar fyrir?
Það má hins vegar gagnrýna hvort í nefndina sé verið að velja það fólk sem mesta þekkingu og vit hefur á þessum málum. Og svo er auðvitað stóra spurningin sú hvernig skipunarbréf nefndarinnar lítur út. Hefur hún fyrirmæli um að greina heildaráhrif, ekki bara hvað gerist fram að áramótum eða fram að kosningum?
Ég hef takmarkaða trú á að þessi nefnd nái utan um hlutverk sitt, en það er ekki vegna þess að í henni séu ekki "fulltrúar" þessara eða hinna hópanna. Slík gagnrýni er alveg marklaus.
Vinnan ómerk án fulltrúa launafólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2020 | 21:33
Hvar eru dauðsföllin?
Eins og sjá má á gröfunum hefur smitum farið fjölgandi í Frakklandi frá því í byrjun júlí. En hvar eru dauðsföllin? Þau eru sárafá samanborið við fjölda smita, fjöldinn stendur í stað jafnvel þótt smitum fjölgi hratt, þveröfugt við það sem við sjáum í fyrri bylgjunni, þar sem þetta tvennt fylgist greinilega að. Sömu sögu er að segja í flestum öðrum löndum. Er kannski kominn tími til að fara að draga aðeins úr móðursýkinni?
Eða erum við enn stödd á svipuðum stað og í miðju túlípanafárinu í Hollandi, McCarthy fárinu í Bandaríkjunum, eða galdrafárinu evrópska á sínum tíma?
Múnderingin á frönsku ráðherrunum á neðstu myndinni gæti verið vísbending um það.
Smitfjöldi nær hæstu hæðum í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2020 | 19:39
Dómínóáhrifin byrjuð að koma í ljós
Ferðamannastraumur snarminnkar. Tekjur hótela hrynja. Hótel loka. Hótel hætta að greiða leigu. Tekjur fasteignafélaga hrynja.
Og bara svona ef einhver skyldi ekki átta sig á því, þá eru fasteignafélög fjármögnuð með hlutafé annars vegar, og það er eflaust að miklu leyti í eigu lífeyrissjóða, og lánum frá bönkunum að mestu leyti. Framhaldið er því:
Lífeyrissjóðir tapa. Tryggingafræðileg staða sjóðanna dalar. Lífeyrir er skertur.
Bankarnir fá ekki lán greidd til baka. Bankarnir tapa. Eigendur bankanna, að mestu ríkið, fá ekki greiddan þann arð sem vænst var.
Einhver örlítil von var um að milda mætti þessi dómínóáhrif áður en ráðamenn ákváðu í móðursýkiskasti að loka landamærunum. Sú von er ekki lengur til staðar.
Áhrif veirunnar sögð víðtæk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.8.2020 | 10:01
Engum dottið í hug að efla heilbrigðiskerfið?
Það er hægt að loka landinu, banna hina og þessa starfsemi, trufla skólastarf og menningarlíf, koma þúsundum eða tugþúsundum á vonarvöl með atvinnuleysi.
Það er hægt að keyra ríkissjóð niður í 500 milljarða halla eins og ekkert sé.
Og allt þetta virðist miklu mikilvægara en sú einfalda aðgerð að keyra upp afkastagetu heilbrigðiskerfisins til að takast á við afleiðingar Covid-19 flensunnar hratt og örugglega meðan viðkvæmustu hóparnir eru verndaðir - fást einfaldlega við vandann í stað þess að ýta honum á undan sér með þeim margfalt alvarlegri afleiðingum sem það hefur.
Bíða lengur vegna sóttvarnaráðstafana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2020 | 18:25
"Spörum" við 111 störf fyrir hvert smit sem hverfur?
Samkvæmt gögnum á covid.is eru nú 115 manns í einangrun með Covid-19. Þar af eru 9 útlendingar.
Virk smit samtals frá 18. júní eru 274. 83 greind á landamærum, 191 innanlands. Sé núverandi skipting í Íslendinga og útlendinga notuð eru þá 20 þessara smita af erlendum uppruna.
Nú hefur landinu í raun verið lokað fyrir erlendum ferðamönnum, enda undantekning að fólk fari í frí til að dvelja í sóttkví á meðan. Þessari ráðstöfun hlýtur að vera ætlað að fækka umtalsvert smitum sem hingað berast með útlendingum.
Samkvæmt því sem kunnáttumenn í ferðaþjónustu segja mér má búast við að um fimm þúsund manns bætist á atvinnuleysisskrá vegna þessara aðgerða.
Gefum okkur nú að þetta skili góðum árangri og smitin fari niður um kannski þrjá fjórðu, úr tuttugu niður í fimm á tveggja mánaða tímabili. Og sýnum líka ofurbjartsýni og reiknum með að það komi bóluefni og verkefninu ljúki á sex mánuðum. Á því tímabili sparast þá 45 smit.
Niðurstaðan er þá að fyrir hvert smit sem næst að hindra tapist 111 störf. 111 fjölskyldur sem lenda á vonarvöl til að koma í veg fyrir að hingað slæðist einn útlendingur með flensu sem drepur tvo af hverjum þúsund sem fá hana.
Það hlýtur að mega hrósa íslenskum stjórnvöldum fyrir svo frábæran árangur!
Orðunefnd hlýtur að taka málið upp án tafar.
Safna undirskriftum gegn sóttkví | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2020 | 23:21
Hvað er maðurinn að kvarta?
Veit hann ekki að það er verið að setja hundruð milljóna í að byggja upp aðstöðu og ráða fólk til að skima ... ehemm ... enga ferðamenn?
Aðstæður á bráðamóttöku aldrei verri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2020 | 18:56
Auðvelt að brjóta - erfiðara að líma saman aftur.
Stjórnvöld ákváðu í ofsahræðslukasti (og kannski líka undir hótunum frá einhverjum með valdakomplex) að koma ferðaþjónustunni á vonarvöl. Ákvörðunin var ekki betur ígrunduð en svo, að örfáum dögum síðar ákváðu þau að kannski væri rétt að skoða hverjar afleiðingar hennar yrðu!
Svo rak forsætisráðherra smiðshöggið á vitleysuna þegar hún hélt því fram að það fælust í því tækifæri fyrir ferðaþjónustuna að koma í veg fyrir ferðalög hingað!
Nú er skaðinn skeður. Allir sem geta afbóka og enginn bókar hingað ferðir, vitandi hvernig sálrænt ástand ráðamanna er.
Skaðinn að stórum hluta skeður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2020 | 08:36
Hvarf vegna ákvarðanaóreiðu
Ferðaþjónusta, atvinnugrein sem áður skilaði 40% af gjaldeyristekjum Íslands, hvarf vegna þess að forsætisráðherra landsins hafði talið sér trú um að helstu tækifæri þessarar atvinnugreinar fælust í því að hindra að ferðamenn kæmust til landsins, og lokaði því landamærunum.
Héldu að kórónuveiran væri falsfrétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2020 | 11:45
Samhengi atvinnuleysis og ótímabærra dauðsfalla
Atvinnuleysi veldur ekki aðeins heilsuleysi, vonleysi og þunglyndi. Það dregur fólk líka til dauða. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á þetta samhengi. Hér að neðan er hlekkur á athygliverða umfjöllun um þetta samhengi í Bandaríkjunum. Niðurstaðan er að dauðsföllum fjölgi um 50.000 við hvert 1% sem atvinnuleysi eykst. Covid-kreppan hefur leitt af sér um 10% aukningu atvinnuleysis í Bandaríkjunum. Sé þessi greining rétt má búast við að dauðsföll af þessum sökum verði um hálf milljón þegar upp er staðið. Það eru umtalsvert fleiri en þegar hafa látist úr Covid-19 þar í landi.
Samhengið er misjafnt milli landa og það skýrist bæði af menningarlegum mun og mismunandi almannatryggingakerfi. Því er óvíst að bandaríska samhengið eigi endilega við hér, og ég veit ekki til þess að rannsókn á því hafi verið gerð hérlendis. Ef við myndum nota bandarísku tölurnar að breyttu breytanda varðandi fólksfjölda fengjum við út að 10% aukning atvinnleysis hér gæti leitt af sér um 500 dauðsföll. Eins og áður er nefnt verður að hafa ýmsa fyrirvara gagnvart því að nota bandaríska samhengið hérlendis. En jafnvel þótt þessi tala væri helminguð, er hún samt hærri en þau 200 dauðsföll vegna Covid-19 sem ég hef einhvers staðar séð haft eftir sóttvarnalækni að búast mætti við ef útbreiðsla veikinnar væri óheft.
Samhengi atvinnuleysis og dauðsfalla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar