"Spörum" við 111 störf fyrir hvert smit sem hverfur?

Samkvæmt gögnum á covid.is eru nú 115 manns í einangrun með Covid-19. Þar af eru 9 útlendingar.

Virk smit samtals frá 18. júní eru 274. 83 greind á landamærum, 191 innanlands. Sé núverandi skipting í Íslendinga og útlendinga notuð eru þá 20 þessara smita af erlendum uppruna.

Nú hefur landinu í raun verið lokað fyrir erlendum ferðamönnum, enda undantekning að fólk fari í frí til að dvelja í sóttkví á meðan. Þessari ráðstöfun hlýtur að vera ætlað að fækka umtalsvert smitum sem hingað berast með útlendingum.

Samkvæmt því sem kunnáttumenn í ferðaþjónustu segja mér má búast við að um fimm þúsund manns bætist á atvinnuleysisskrá vegna þessara aðgerða.

Gefum okkur nú að þetta skili góðum árangri og smitin fari niður um kannski þrjá fjórðu, úr tuttugu niður í fimm á tveggja mánaða tímabili. Og sýnum líka ofurbjartsýni og reiknum með að það komi bóluefni og verkefninu ljúki á sex mánuðum. Á því tímabili sparast þá 45 smit.

Niðurstaðan er þá að fyrir hvert smit sem næst að hindra tapist 111 störf. 111 fjölskyldur sem lenda á vonarvöl til að koma í veg fyrir að hingað slæðist einn útlendingur með flensu sem drepur tvo af hverjum þúsund sem fá hana.

Það hlýtur að mega hrósa íslenskum stjórnvöldum fyrir svo frábæran árangur!

Orðunefnd hlýtur að taka málið upp án tafar.


mbl.is Safna undirskriftum gegn sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson


Ósveigjanleiki er eitt hugtak sem má nota þegar stjórnvöld eru ekki tilbúin til að breyta um stefnu ef sýnt er fram á aðrir kostir séu betri. Hentistefna hefur aldrei gefist vel og leyfa undantekningar til leikja og menningar þegar aðrir eru afskrifaðir með þeim formerkjum að takmarkanir séu þeim fyrir bestu. Samanber að leyfa fótboltaleiki en láta aðra eins og ferðamenn í 5-6 daga sóttkví.
Rakst á eftirfarandi ummæli þín sem eru gild um margar pólitískar ákvarðanir eins og gas og moltugerð Gaju sem var samþykkt áður en veruleg umræða hafði átt sér stað innan 5-6 sveitafélaga. Þegar framkvæmdastjórinn var rekinn vissu fáir sveitastjórnarmenn um hvað málið snérist. 

"Hugtakið sem ég nota um þetta, og athafnasemi stjórnvalda almennt á þessum tímum, er ákvarðanaóreiða."

Allir geta gert mistök en nauðsynlegt er að geta rétt stefnuna og komið skipinu í höfn. Alþingi sem kemur nú saman hlýtur að ræða aðra möguleika í sóttvörnun en tvær skimanir, eða aðra jafngóða kosti?  Nauðsynlegt t.d. að vita hvaða árangri ein skimun myndi skila? Eins og bent hefur verið á eru flest smitin innanlands þar sem ekki er gætt nægilegs varkárni eða nálgunar.

Sigurður Antonsson, 26.8.2020 kl. 21:05

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þakka þér Sigurður. Maður bíður þess milli vonar og ótta að stjórnvöld reyni að fara að taka skynsamlegar ákvarðanir áður en það verður of seint. En því miður óttast ég að það gerist ekki fyrr en samfélagið er alveg komið á hliðina og stjórnmálamenn sjá ekki fram á annað en að hrökklast frá völdum. Því ákvarðanir þeirra langflestra grundvallast ekki á almannahag heldur á því einu hvað þeir halda að komi upp úr kjörkössunum. Þetta er ástæðan fyrir því að þegar aðstæður verða mjög erfiðar verður lýðræðið oft ákaflega brothætt. 

Þorsteinn Siglaugsson, 26.8.2020 kl. 22:37

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eitt smit getur sent ansi marga í sóttkví eins og hefur komið á daginn. Hvert slíkt tilfelli er tapað starf í 14 daga.

Valkostirnir: Eiga hundrað og eitthvað störf að tapast fyrir hvert smit sem er hindrað, eða hvert smit sem verður?

Þetta eru ekki auðveldir valkostir. Hvorugur er góður og báðir eru sveipaðir gríðarlegi óvissu.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2020 kl. 23:41

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Auðvitað er það rétt Guðmundur að eitt smit getur sent einhverja í sóttkví í einhverja daga. Þakka þér fyrir að benda á það. En þeir þurfa samt held ég að vera ansi hreint margir til að vega upp það sem tapast af því að parkera ferðaþjónustunni. Og er okkur ekki sagt að líkurnar á að útlendingur smiti mikið af fólki hér séu hverfandi? Svo má heldur ekki gleyma afleiddu störfunum. Þau eru að ég held 2,3 fyrir hvert starf í ferðaþjónustunni.

Ein hindrunin fyrir skynsamlegum ákvörðunum er óskhyggja. Nú er því haldið fram að það sé "alveg að koma" bóluefni. Þrátt fyrir að yfirleitt taki 5-7 ár að þróa nýtt bóluefni sem virkar í raun og veru, og ekkert hafi komið fram sem skýri hvers vegna það á allt í einu bara að taka fáeina mánuði, þá trúir fólk þessu. Það er af því að fólk vill trúa góðum fréttum, en heldur fyrir eyrun og galar "nanananana" ef það er reynt að segja því slæmar fréttir. En ef þessu væri ekki haldið fram væri fólk væntanlega meira eða minna búið að fá nóg af öllu skimana- og sóttkvíaruglinu og farið að krefjast þess að leyfa einfaldlega flensunni að ganga yfir, en verja þá sem eru viðkvæmastir á meðan. En óskhyggjan hindrar þetta. Og á meðan hrynja hagkerfin og fólk tapar lífsviðurværinu. Og það er bara rétt að byrja...

Þorsteinn Siglaugsson, 27.8.2020 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 287296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband