Nemendur misskilja tilgang skólakerfisins

Allt þetta kvart og kvein nemenda yfir að einkunnir skipti ekki lengur máli byggir á misskilningi á tilgangi skólakerfisins. Eins og flestir vita er langt síðan grunnskólar hættu að hafa að markmiði að kenna nemendum neitt. Tilgangurinn er einfaldlega sá að þeir séu á staðnum en minnstu skiptir hvort þeir hafa af því eitthvert gagn. Einkunnagjöf er illa séð og samanburður milli skóla bannorð.

Fram til þessa hafa framhaldsskólarnir verið aftarlega á merinni hvað þetta varðar. Óheft nýfrjálshyggja hefur vaðið þar uppi og lítt grillt í roðann í austri. Duglegir nemendur hafa sótt í vissa skóla umfram aðra, skólarnir hafa leitast við að sérhæfa sig og milli þeirra hefur ríkt talsverð samkeppni.

Slíkt gengur hins vegar þvert gegn því sjálfsagða félagshyggjuviðhorfi að allir skuli vera jafnir og séu þeir það ekki verði í það minnsta að hindra að það komi í ljós.

Samkvæmt nýlegri könnun er Ísland næst á undan Tyrklandi í fjölda útskrifaðra nemenda úr framhaldsnámi pr. 1000 manns. Það verður ekki lengi. Þegar menntamálaráðherra hefur tekist að leggja starf framhaldsskólanna í rúst náum við örugglega Tyrkjum og komumst vel niður fyrir þá.

Fátt getur komið í veg fyrir þessa þróun enda virðast allir íslenskir stjórnmálaflokkar í megindráttum fylgjandi sósíalískri skólastefnu.


mbl.is Nían nægði ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð í tíma töluð

Jafnvel þótt allar líkur séu á að dómstólar láti samningsvexti þessara lána standa verður að viðurkenna að þar til niðurstaða er fengin er óvissa til staðar.

Rétt fyrir þinglok var lagt fram frumvarp sem snerist um einmitt þetta - að setja lög til að flýta málsmeðferðinni. Þrátt fyrir góðar undirtektir heyktust stjórnvöld á að láta það ganga í gegn. Þau hefðu betur gert það því það er kauðalegt ef til þess kemur að setja bráðabirgðalög sem eru samhljóða þingmannsfrumvarpi sem ríkisstjórnin hefur áður neitað að taka til afgreiðslu.


mbl.is Vilja skoða lagasetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynt að fresta áhrifum úrskurðar

Rök Seðlabankans fyrir tilmælum um einhliða vaxtahækkun á erlendum bílalánum virðast vera þau, að of dýrt sé fyrir ríkið og fjármálafyrirtækin að hlíta dómi Hæstaréttar. Nú er það auðvitað ekki í verkahring Seðlabankans að mæla fyrir um framkvæmd réttarfars. Hér er því í rauninni fyrst og fremst um að ræða tilraun til að slá á frest réttaráhrifum hæstaréttardómsins. Rökin fyrir því kunna að vera tvenns konar: Í fyrsta lagi veitist þá fjármálafyrirtækjum svigrúm til að undirbúa sig fyrir aðra niðurstöðu varðandi vexti. Í öðru lagi er komið í veg fyrir að lántakendur fái strax fulla lækkun höfuðstóls og endurgreiðslur vaxta og afborgana sem erfitt gæti reynst að ná aftur til baka færi svo að vextir yrðu á endanum hækkaðir með dómsúrskurði.

Tilmælin eru skiljanleg í þessu ljósi. Það er hins vegar afar óheppilegt að hagfræðingar Seðlabankans skuli ekki láta nægja að benda á ofangreindar röksemdir heldur séu jafnframt að tjá frekar illa ígrundaðar skoðanir sínar á lögfræðilegum þáttum þessa máls. Það er ekki í þeirra verkahring.

Vandi lántakenda er að bílalánafyrirtækin eru líkleg til að verða gjaldþrota þurfi þau að standa full skil á ofteknum greiðslum af lánum og taka á sig lækkun höfuðstóls. Kröfur lántakendanna verða þá almennar kröfur í bú þeirra sem væntanlega fást ekki greiddar að fullu. Lántakar ættu því að leita strax eftir endugreiðslum að svo miklu marki sem mögulegt er og leitast síðan við að deponera í stað þess að greiða beint til lánveitenda og eiga þar með á hættu að tapa fé sínu.


mbl.is Engin rök fyrir að vaxtakjör haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega best að deponera

Lántakar þurfa nú að velta fyrir sér hvernig best er að standa að greiðslum sem kannski eru umfram skyldu. Þetta skiptir líklega fyrst og fremst máli varðandi fjármálastofnanir sem gætu farið á hausinn vegna gengislánanna. Í slíkum tilfellum væri líklega skynsamlegast að deponera fyrir greiðslunni inn á reikning í traustari banka. Eða hvað?
mbl.is Byr sendir óbreytta greiðsluseðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Gulla!

Illa ígrunduð afstaða þessa Sanderuds er dæmigerð fyrir það sem við erum að glíma við í Icesave málinu. Það er svo sannarlega kominn tími til að reka delluna öfuga ofan í þetta lið. Gott hjá Gulla!


mbl.is Afstaða EFTA til Icesave áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá Sigurði Kára!

Svona eiga menn að vinna. Sigurður Kári á heiður skilinn fyrir þetta framtak sitt og þingheimur allur fyrir undirtektirnar.
mbl.is Vill flýtimeðferð gengistryggingarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar fór það!

Það kom í ljós að Íslendingar kunnu ekkert á bankastarfsemi. OK, þeir kunna þó allavega á fisk, sögðu menn. En þar fór það!


mbl.is „Hvalir eru eins og hver annar fiskur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagleg ráðning seðlabankastjóra?

Hvað sem líður mögulegum lygum forsætisráðherra um meint launaloforð stendur þó eitt óhaggað í þessu máli: Byrjað var að ræða um kaup og kjör við þann sem ráða átti áður en hann sótti um starfið og vitanlega löngu áður en hinu "faglega" ráðningarferli lauk. Aðrir sem um þetta starf sóttu ættu því að réttu að höfða mál gegn forsætisráðherra og krefjast bóta fyrir tíma sinn og kostnað af að taka óafvitandi þátt í ráðningarferli sem aldrei var annað en sjónarspil.

Ætli sé ekki bara betra að taka aftur upp hreinar og beinar pólitískar ráðningar í stað þess að reyna að fela þær á bak við einhver "fagleg ferli".

Allt er þetta mál svo enn sorglegra í ljósi þess hversu skýrt það hefur komið fram í opinberum ummælum bankastjórans að hann skilur alls ekki hvernig markaðir hegða sér og er því afar ólíklegur til að geta valdið starfi sínu. Í alvöru faglegu ráðningarferli hefði hann því líklega ekki einu sinni komist í gegnum fyrsta viðtal.


mbl.is Vænd um spillingu og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar liggja mörkin?

Steinunn Valdís segir af sér vegna þess að hún þáði styrki frá fyrirtækjum þegar góðærið var í algleymingi. Þar var hún í stórum hópi, en hefur nú verið þvinguð til að víkja, fyrst og fremst fyrir tilstilli eigin flokksmanna.

Margir álíta að styrkir fyrirtækja til stjórnmálamanna séu ávallt mútur. Það held ég að sé fjarri lagi. Á þeim tíma sem þessir styrkir voru veittir áttu bankarnir ekki undir högg að sækja og þurftu síður en svo á neinum mútugreiðslum að halda. Þeir nutu þvert á móti mikils velvilja í samfélaginu og þeir fáu sem efuðust um stöðu þeirra áttu fótum fjör að launa.

Fyrirtæki, sérstaklega fyrirtæki sem njóta velgengni, hafa um langa hríð styrkt stjórnmálamenn. Í einhverjum tilfellum vafalaust til að reyna að kaupa sér greiða, en yfirleitt einfaldlega vegna þess að stjórnendurnir hafa litið á slíkt sem samfélagslega skyldu og gjarna einnig átt erfitt með að hafna betlinu.

Ef átta milljónir til Steinunnar eru ástæða afsagnar, hvað þá um fimm milljónir til Dags? Og hvað þá með alla hina sem einhverja styrki hafa þegið? Eiga allir stjórnmálamenn sem hefur tekist að væla út pening frá fyrirtækjum að segja af sér? Hversu langt ætlar taugaveiklunin að leiða okkur?

Er ekki mál að linni?


mbl.is Steinunn Valdís segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunveruleikaþáttur?

Heyrði útundan mér að Besti flokkurinn væri í rauninni bara efniviður í raunveruleikaþátt sem ætti að taka til sýninga í haust og flokkurinn ætlaði sér alls ekki inn í borgarstjórn heldur myndi hætta við framboðið á síðustu stundu. Hafa fleiri heyrt þetta?
mbl.is Mikið forskot Besta flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 288215

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband