Gott fyrir atvinnulausa kynjafræðinga

Það verður búbót fyrir atvinnulausa kynjafræðinga að fá nú vinnu við að telja kallana í skýrslunni og skrifa niður að þeir hafi verið margir en fáar kellingar.

Ekki veitir af enda virðist eftirspurn eftir starfskröftum kynjafræðinga því miður ekki mikið umfram gagnsemi iðju þeirrar er þeir stunda.


mbl.is Verður skýrslan kynjagreind?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á blessuð manneskjan við?

Ef henni finnst ÍTR vera fáránlegur vettvangur ætti hún kannski bara að segja sig úr stjórninni, eða hvað? Wink

En svona í alvöru talað er þetta auðvitað sjálfsögð ósk. ÍTR sér um hátíðahöldin í Reykjavík 17. júní og það er mannsbragur að því hjá fulltrúa Samfylkingarinnar að leggja fram þessa tillögu þrátt fyrir afstöðu flokksins hans.


mbl.is Varpi ekki skugga á 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkvæmni, takk

Það er hárrétt hjá stjórn SUS að nýtingarréttur orkuauðlinda er best kominn hjá einkaaðilum. Í ljósi þess að hann er nú að mestu í eigu skattgreiðenda verður hins vegar að gæta þess að hann sé seldur einkaaðilunum á markaðsverði. Það var ekki gert í þessu tilfelli - hann var afhentur ókeypis.

Það er líka rétt að það er jákvætt að fá nýtt fjármagn í arðsaman rekstur. Stór hluti af kaupverðinu á HS er hins vegar greiddur með opinberu fé og kaupin hefðu væntanlega aldrei átt sér stað nema vegna þess að opinberir aðilar höfðu áður sóað fé skattgreiðenda í kaup á fyrirtækinu á allt of háu verði.

Að lokum tek ég heilshugar undir það sjónarmið að opinberar framkvæmdir séu ekki leiðin út úr kreppunni. En virkjanaframkvæmdirnar sem SUS deilir á stjórnvöld fyrir að hindra eru einmitt opinberar framkvæmdir (að því einu frátöldu að svo ólíklega færi að Norðurál fengist allt í einu til að borga margfaldan núverandi taxta fyrir orkuna og Magma færi svo í virkjanaframkvæmdir á grunni þess).


mbl.is SUS tekur kaupum Magma fagnandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefnir hann sín á samstarfsmönnum?

Það verður nú að segjast eins og er að þessi taugaveiklun varðandi laun æðstu embættismanna er að verða frekar kátleg. Málið á sér þó alvarlegri hlið, enda varasamt í meira lagi þegar stjórnvöld eru tekin að stýra með tilskipunum af þeim toga sem lögin um laun embættismanna hljóta að teljast vera.

En að öðru: Fáir virðast hafa veitt því athygli að í þessari umræðu hefur seðlabankastjórinn ítrekað látið í veðri vaka að verði hans eigin laun ekki hækkuð muni það koma niður á launum samstarfsmanna hans - hann muni sumsé ganga í að lækka þau fái hann ekki sitt fram. Slíkt hefur vart verið ætlunin þegar þessi alræmdu "lög" voru sett, eða hvað?


mbl.is Tillaga líklega afturkölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fersk og áræðin nálgun

Hugmyndin um þjóðstjórn í borginni er góð af ýmsum ástæðum:

  • Í fyrsta lagi myndi þá tími borgarfulltrúa nýtast til að vinna borgarbúum gagn í stað þess að fara í karp á flokkslegum forsendum.
  • Í öðru lagi væri fyrirfram ljóst að skipting valda og bitlinga yrði í samræmi við fulltrúafjölda flokkanna og valdaplott að loknum kosningum yrðu því væntanlega úr sögunni, en þau hafa valdið borginni miklum skaða á yfirstandandi kjörtímabili.
  • Í þriðja lagi er líklegt að borgarfulltrúar ættu auðveldara með að fylgja sannfæringu sinni en þyrftu síður að fylgja flokkslínum í öllum málum til að viðhalda meirihlutasamstarfi. Þannig væri betur tryggt að nauðsynleg sjónarmið og röksemdir kæmu fram í mikilvægum málum.

Hönnu Birnu hefur tekist ágætlega að eiga gott samstarf við minnihlutann í borginni og hugmyndin sprettur vafalaust af þeirri reynslu. Henni hefur tekist vel til við borgarstjórnina og stendur því styrkum fótum í aðdraganda kosninga. Því tekur hún ákveðna áhættu með þessu útspili og ekki er vafi á að gömlum flokkshestum lítist ekki á blikuna. Ég vona þó að slík sjónarmið verði ekki ofan á. Við þurfum á stjórnmálamönnum að halda sem þora að fara nýjar leiðir og hafa sjónar á hagsmunum fólksins en ekki aðeins flokksins. Þetta útspil Hönnu Birnu finnst mér sýna að hún hefur kjark til þess.

Miðað við fyrstu fréttir taka forsvarsmenn annara framboða hugmyndinni vel. Áskorunin nú hlýtur að vera að ná samstöðu sem heldur svo ekki verði hlaupið frá öllu saman eftir kosningar.


mbl.is Útiloka ekki „þjóðstjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógildur samningur?

Það fer ekki hjá því að um mann fari hrollur þegar ríkisvaldið gerir samning þar sem réttindum eins viðsemjanda er vikið til hliðar vegna þess að þingið álítur hann "vondan kall".

Það má vel ímynda sér að þessi samningur standist hvorki stjórnarskrá né þær kröfur um sanngirni sem öll löggjöf um samninga grundvallast á.

Það kæmi ekki á óvart þótt fljótlega myndi reyna á þennan samning fyrir dómstólum. Það gæti til dæmis gerst ef Novator seldi hlut sinn í félaginu eða missti hann til kröfuhafa.

Komi til þess eru allar líkur á að niðurstaða dómsins verði að víkja beri samningnum til hliðar vegna þess að hann gangi gegn eðlilegum sjónarmiðum um sanngirni í samningum.

-----

Nú má vafalaust halda því fram að Björgólfur Thor beri ábyrgð á ýmsu sem aflaga fór í bankahruninu. Það er hins vegar dómstóla að skera úr um ábyrgð hans - lögum samkvæmt. Svona málsmeðferð vekur óneitanlega þá spurningu hvort meirihluti þingmanna telji réttarríkið einskis virði. Vill meirihluti þingsins virkilega stefna í átt til gjörræðis þar sem ríkisvaldið deilir og drottnar yfir þegnunum - ekki á grunni almennra laga, heldur einstaklingsbundinna sjónarmiða?

Hér er um grafalvarlegt mál að ræða. Jón Gunnarsson á þakkir skildar fyrir að andmæla þessu kröftuglega. Fleiri hefðu mátt fara að dæmi hans.


mbl.is Þingið kveður upp siðferðisdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er hjónaband?

Deilan öll um hjónabönd samkynhneigðra grundvallast, að ég held, á því að fólk leggur ólíkan skilning í hvað hjónaband er. Gama væri að fá fram afstöðu til eftirfarandi fullyrðinga:

1. Hjónaband er samningur um stofnun fjölskyldu þar sem markmiðið er að geta börn.

2. Hjónaband er staðfesting á þeim vilja tveggja einstaklinga að elska og virða hvor annan og búa saman (og þeir ættu þá að geta verið af sitt hvoru eða sama kyninu, í ástarsambandi eða ekki eða með fjölskyldutengsl sín á milli eða ekki).

3. Hjónaband er samningur tveggja einstaklinga um að stunda saman kynlíf (og hugsanlega líka um að stunda það ekki með öðrum).


mbl.is Biskup býst við einum hjúskaparlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert stefnum við?

Eftir því sem ég best veit er Illugi Gunnarsson einn af okkar bestu þingmönnum og ekki annað að sjá en hann hafi verið heiðarlegur og málefnalegur í störfum sínum í þinginu. Því er missir að honum úr þingstörfunum.

Vitanlega er erfitt fyrir þingmann að sitja undir því vantrausti sem óneitanlega hefur skapast gagnvart öllum sem komu nálægt starfsemi bankanna, en maður hlýtur að velta fyrir sér hvort afsagnir af þessum toga séu endilega það sem við viljum - og hvort þær breyti í raun einhverju um framtíðina.


mbl.is Illugi fer í leyfi frá þingstörfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert er hlutverk þingsins?

Er ekki hlutverk þingsins að setja lög? Er það ekki hlutverk framkvæmdavaldsins að bregðast við eldgosum og annarri óáran sem upp kemur? Eða finnst Árna Johnsen kannski hlutverk þingsins fyrst og fremst að röfla um mál sem eru annarra að fást við?
mbl.is Vill að Alþingi ræði eldgosið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefnd Íslands?

Illar tungur kynnu að segja að nú hafi Íslendingar gert bandalag við myrkraöflin um hefnd fyrir hryðjuverkalögin og Icesave. Næstu skilaboð samninganefndarinnar gætu orðið einföld: "You want more of that, or... ?"
mbl.is Öllu flugi um Lundúnir aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 288216

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband