14.4.2010 | 16:49
Ekki allt búið enn
Frá upphafi árs 2007 og til loka mars 2010 hefur gengisvísitalan hækkað um 83%. Því er líklegt að nokkuð sé enn í að verð á innfluttum vörum hafi náð jafnvægi - m.ö.o. á það líklega enn eftir að hækka talsvert.
Ég bið fólk hins vegar að velta fyrir sér hvaða vit er í því að líta á þessar hækkanir sem vísbendingu um þenslu á innanlandsmarkaði eins og Seðlabanki og Hagstofa gera í verðbólgumælingum sínum.
![]() |
Innfluttar matvörur hækkað um 62,8%. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2010 | 10:47
Athygliverður dómur
Þetta er athygliverður dómur vegna þess að hér er hnykkt á því grundvallaratriði að eignarréttindi verða ekki skert eftir á með lagabreytingum. Þetta þurfa stjórnmálamenn að hafa í huga t.d. ef þeir ætla að breyta skilmálum bílalána eftir á.
Maður veltir því hins vegar fyrir sér í þessu máli hvort ábyrgðarmennirnir eigi ekki aðra leið til að losna undan ábyrgðinni. Samkvæmt reglum um ábyrgðarmenn og dómum á grunni þeirra er gerð sterk krafa til banka um að greiðslugeta skuldara sé skoðuð áður en lán er veitt. Greiðslumat er t.d. forsenda þess að ábyrgð haldi sé lán milljón eða hærra. Hafi það ekki verið framkvæmt er ábyrgðin ógild.
![]() |
Lög afnámu ekki sjálfskuldarábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2010 | 08:55
Sé þetta rétt...
... liggur beint við að setja þessa kóna tvo og samverkamenn þeirra sjálfa í Guantanamo fangelsið og hafa þá þar það sem eftir er ævinnar. Til að gæta þeirra mætti ráða írakska fangaverði sem geta þá séð um að stinga hausnum á þeim ofan í klósett og gefa þeim raflost tvisvar á dag sér til skemmtunar.
![]() |
Vissu að Guantánamofangar voru saklausir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2010 | 16:00
Rannsókn yrði marklaus
Morð á óbreyttum borgurum eru eitthvað sem ávallt má búast við í stríði. Komi slík morð til rannsóknar ætti hins vegar almenningur að geta vænst þess að sú rannsókn væri unnin af heiðarleika en markmið hennar væri ekki það eitt að hylma yfir glæpaverkin.
Morðin sem myndbandið sýnir voru rannsökuð af bandaríska hernum á sínum tíma. Niðurstaðan var að ekki hefði verið um morð að ræða. Samt er það augljóst sé myndbandið skoðað.
Niðurstaðan af þessu hlýtur að vera sú að héðan í frá sé ástæðulaust að taka mark á rannsóknum bandaríska hersins á eigin framferði. Jafnframt er þá tilgangslaust að herinn eyði frekari tíma í að rannsaka sjálfan sig, hvort sem er í þessu máli eða öðrum.
![]() |
Herinn skoðar Íraksmyndband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2010 | 09:19
Við hverju býst fólk?
![]() |
Bandaríski herinn tjáir sig um myndbandið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2010 | 14:52
Orkuverð OR til heimila er 7,85 kr/kwst
Ef nýting heimilanna er 55% en stóriðju 99% ætti þá verð á kwst til stóriðju að vera 4,36 kr/kwst ef þarna ætti að vera samræmi á milli.
Ég hlakka til að sjá skýrsluna sem Ragnar vitnar til. Bæði verður gaman að sjá hvernig 50-60% nýtingarhlutfallið er fundið út og eins hlýtur að vera ánægjulegt ef verð til stóriðju hefur tvöfaldast síðan síðast.
![]() |
Segir stóriðjuna borga meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2010 | 12:59
Furðulegur málflutningur
Það er vægast sagt óábyrgt af forystumanni launþega að hafa uppi svona æsingamálflutning og hrapa að ályktunum um eitthvert samsæri fyrirtækja í landinu gegn launþegum.
Í fyrsta lagi má það vera hverjum manni ljóst að verðlagsáhrif gengishrunsins eru lengi að skila sér.
Í öðru lagi er ljóst að nýlegar skattahækkanir koma að sjálfsögðu fram í verðlagi. Stórhækkun tryggingagjalds eykur launakostnað verulega, hækkun tekjuskatts setur þrýsting á laun og svo framvegis.
Í þriðja lagi ræðst verðlag af framboði og eftirspurn. Það er út í hött að gera því í skóna að fyrirtæki hækki vörur umfram það sem markaðurinn tekur við. Það er líka út í hött að ætla að fyrirtæki verðleggi vörur sínar lægra en markaðurinn er tilbúinn að greiða fyrir þær.
![]() |
Gagnrýnisvert hvernig fyrirtækin hegða sér" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2010 | 12:55
Landhreinsun að honum?
Þessi svonefndi stöðugleikasáttmáli virðist fyrst og fremst hafa gegnt því hlutverki að vera óendanleg uppspretta að þrasi, rausi og rifrildi. Ætli verði ekki bara landhreinsun að honum?
![]() |
Skötuselsfrumvarp að lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.3.2010 | 00:07
Nóg komið af svo góðu
Það er mikilvægt hverju samfélagi að hafa einn eða fleiri trausta fjölmiðla sem geta haldið uppi gagnrýni á stjórnvöld.
Ég var satt að segja að vona að Morgunblaðið gæti orðið slíkur fjölmiðill. Það var það meira að segja um tíma, en það tímabil stóð stutt.
Því miður virðist blaðið nú farið í vegferð sem verður ömurlegri með hverjum deginum. Allt snýst um persónulegt skítkast og leiðindi út í hina og þessa eins og viðhengd "frétt" um fjármálaráðherra ber með sér.
Ritstjórar blaðsins eru nú tveir. Annar er traustur og reyndur blaðamaður sem hefur staðið sig vel í fyrri störfum. Hinn er gamall pólitíkus sem á harma að hefna og er síst þekktur fyrri málefnalegan málflutning. Líklega liggur vandinn þar.
![]() |
Steingrímur skiptir um skoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.3.2010 | 09:12
Ekki einfalt mál
Hér er ég hræddur um að skjaldborgin sé pínulítið að hrynja yfir byggingameistarana: Fyrst er afskrifað til að bjarga heimilunum. Næst skríða útrásarvíkingar í skjólið. Þá verður allt vitlust. Þá er skattlagt. Þá verður allt vitlaust aftur. Þetta er nefnilega ekki einfalt mál og auðvelt að taka Ragnar Reykás á þetta:
Útrásarvíkingur fær felldar niður 50 milljónir af áhvílandi skuldum á hálfbyggðri sumarhöll á Þingvöllum. Er það sanngjarnt? Á hann ekki að borga skatt af því?
Einstæð móðir fær 20 milljóna íbúðarskuld lækkaða í 15 milljónir en berst áfram í bökkum. Er sanngjarnt að skattleggja greyið?
Með öðrum orðum kæmi ekki á óvart að viðhorfið færi eftir því hver á í hlut.
Kjarni málsins er hins vegar sá að afskriftir skulda eru ávinningur fyrir skuldarann. Því hlýtur að vera rökrétt að þessi ávinningur sé skattlagður rétt eins og hver annar. Skattlagningin veldur því auðvitað að nettóávinningurinn verður minni en ella, en það sama á við um allan annan fjárhagslegan ávinning.
Hins vegar má spyrja hvort ekki væri rökréttara að leggja fjármagnstekjuskatt á þennan ávinning en almennan tekjuskatt enda hníga ýmis rök að því að þessi ávinningur eigi meira sammerkt með arði af eignum en launatekjum.
![]() |
Afskriftir verða skattlagðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (40)
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 288216
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar