Fagleg ráðning seðlabankastjóra?

Hvað sem líður mögulegum lygum forsætisráðherra um meint launaloforð stendur þó eitt óhaggað í þessu máli: Byrjað var að ræða um kaup og kjör við þann sem ráða átti áður en hann sótti um starfið og vitanlega löngu áður en hinu "faglega" ráðningarferli lauk. Aðrir sem um þetta starf sóttu ættu því að réttu að höfða mál gegn forsætisráðherra og krefjast bóta fyrir tíma sinn og kostnað af að taka óafvitandi þátt í ráðningarferli sem aldrei var annað en sjónarspil.

Ætli sé ekki bara betra að taka aftur upp hreinar og beinar pólitískar ráðningar í stað þess að reyna að fela þær á bak við einhver "fagleg ferli".

Allt er þetta mál svo enn sorglegra í ljósi þess hversu skýrt það hefur komið fram í opinberum ummælum bankastjórans að hann skilur alls ekki hvernig markaðir hegða sér og er því afar ólíklegur til að geta valdið starfi sínu. Í alvöru faglegu ráðningarferli hefði hann því líklega ekki einu sinni komist í gegnum fyrsta viðtal.


mbl.is Vænd um spillingu og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Opin og gegnsæ stjórnsýsla?!

Gunnar Heiðarsson, 7.6.2010 kl. 13:02

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Þetta er enn ein hörmungarsagan - hvað eru margar enn í felum?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.6.2010 kl. 13:11

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta er klaufalegt mál.  Það vissu allir að Már mundi fá þessa stöðu, hann hafði besta CV-ið.  Hann hefur hinsvegar valdið vonbrigðum.  Er þetta "faglega" ferli skárra en þegar Davíð réð sjálfan sig sem seðlabankastjóra og skipaði svo son sinn sem dómara og braut þar með lög?  Jú, líklega.  Aðeins skárra.

Guðmundur Pétursson, 7.6.2010 kl. 15:16

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sammála því að sjálfsráðningar eru ekki heppilegar. Velti samt fyrir mér hvort það sé ekki skárra að það sé einfaldlega uppi á borðinu að um pólitíska ráðningu er að ræða. Þá er amk pólitísk ábyrgð að baki. "Fagleg" ferli eru nefnilega oft því miður ekki annað en feluleikur. Hvers vegna hafði Már t.d. besta CV-ið? Var það ekki vegna þess að auglýsingin var einfaldlega löguð að honum?

Þorsteinn Siglaugsson, 7.6.2010 kl. 16:20

5 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sá orðrómur komst á kreik þegar auglýst var að auglýsingin væri sérhönnuð til að Már passaði best í jobbið. En viti menn svo þegar seðlabankastjóri var ráðinn þá passaði Már best í jobbið.

Hreinn Sigurðsson, 7.6.2010 kl. 18:54

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er spurning hver var hæfastur.  En vonandi verður þessi umræða til þess að þetta faglega ferli standi undir nafni í framtíðinni.

  1. Arnór Sighvatsson, hagfræðingur.
  2. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur.
  3. Jóhann Rúnar Björgvinsson, hagfræðingur.
  4. Már Guðmundsson, hagfræðingur.
  5. Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur.
  6. Tryggvi Pálsson, hagfræðingur.
  7. Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur.
  8. Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur.




Guðmundur Pétursson, 7.6.2010 kl. 19:20

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er gott. Þessi listi segir meira en mörg orð!

Þorsteinn Siglaugsson, 7.6.2010 kl. 21:22

8 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta eru þeir sem sóttu um stöðu seðlabankastjóra.  Hver finnst þér vera hæfastur af þessum umsækjendum, Þorsteinn? 

Guðmundur Pétursson, 7.6.2010 kl. 21:43

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég á erfitt með að leggja mat á það. Þó finnst mér að menn eins og Ásgeir Jónsson, Tryggvi Pálsson og Þorvaldur Gylfason gætu ekkert síður komið til greina en Már Guðmundsson.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.6.2010 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 287257

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband