Reynt að fresta áhrifum úrskurðar

Rök Seðlabankans fyrir tilmælum um einhliða vaxtahækkun á erlendum bílalánum virðast vera þau, að of dýrt sé fyrir ríkið og fjármálafyrirtækin að hlíta dómi Hæstaréttar. Nú er það auðvitað ekki í verkahring Seðlabankans að mæla fyrir um framkvæmd réttarfars. Hér er því í rauninni fyrst og fremst um að ræða tilraun til að slá á frest réttaráhrifum hæstaréttardómsins. Rökin fyrir því kunna að vera tvenns konar: Í fyrsta lagi veitist þá fjármálafyrirtækjum svigrúm til að undirbúa sig fyrir aðra niðurstöðu varðandi vexti. Í öðru lagi er komið í veg fyrir að lántakendur fái strax fulla lækkun höfuðstóls og endurgreiðslur vaxta og afborgana sem erfitt gæti reynst að ná aftur til baka færi svo að vextir yrðu á endanum hækkaðir með dómsúrskurði.

Tilmælin eru skiljanleg í þessu ljósi. Það er hins vegar afar óheppilegt að hagfræðingar Seðlabankans skuli ekki láta nægja að benda á ofangreindar röksemdir heldur séu jafnframt að tjá frekar illa ígrundaðar skoðanir sínar á lögfræðilegum þáttum þessa máls. Það er ekki í þeirra verkahring.

Vandi lántakenda er að bílalánafyrirtækin eru líkleg til að verða gjaldþrota þurfi þau að standa full skil á ofteknum greiðslum af lánum og taka á sig lækkun höfuðstóls. Kröfur lántakendanna verða þá almennar kröfur í bú þeirra sem væntanlega fást ekki greiddar að fullu. Lántakar ættu því að leita strax eftir endugreiðslum að svo miklu marki sem mögulegt er og leitast síðan við að deponera í stað þess að greiða beint til lánveitenda og eiga þar með á hættu að tapa fé sínu.


mbl.is Engin rök fyrir að vaxtakjör haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 287330

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband