Nemendur misskilja tilgang skólakerfisins

Allt þetta kvart og kvein nemenda yfir að einkunnir skipti ekki lengur máli byggir á misskilningi á tilgangi skólakerfisins. Eins og flestir vita er langt síðan grunnskólar hættu að hafa að markmiði að kenna nemendum neitt. Tilgangurinn er einfaldlega sá að þeir séu á staðnum en minnstu skiptir hvort þeir hafa af því eitthvert gagn. Einkunnagjöf er illa séð og samanburður milli skóla bannorð.

Fram til þessa hafa framhaldsskólarnir verið aftarlega á merinni hvað þetta varðar. Óheft nýfrjálshyggja hefur vaðið þar uppi og lítt grillt í roðann í austri. Duglegir nemendur hafa sótt í vissa skóla umfram aðra, skólarnir hafa leitast við að sérhæfa sig og milli þeirra hefur ríkt talsverð samkeppni.

Slíkt gengur hins vegar þvert gegn því sjálfsagða félagshyggjuviðhorfi að allir skuli vera jafnir og séu þeir það ekki verði í það minnsta að hindra að það komi í ljós.

Samkvæmt nýlegri könnun er Ísland næst á undan Tyrklandi í fjölda útskrifaðra nemenda úr framhaldsnámi pr. 1000 manns. Það verður ekki lengi. Þegar menntamálaráðherra hefur tekist að leggja starf framhaldsskólanna í rúst náum við örugglega Tyrkjum og komumst vel niður fyrir þá.

Fátt getur komið í veg fyrir þessa þróun enda virðast allir íslenskir stjórnmálaflokkar í megindráttum fylgjandi sósíalískri skólastefnu.


mbl.is Nían nægði ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þér ! skólakerfið okkar er að verða slakara og slakara þó að nám kennara sé lengt reglulega og núna síðast um 2 ár. Ég hef lengi verið mjög gagnrýnin á stærðfræðikennslu og hef sem foreldri horft uppá tvo unglinga sem ég á fá nákmæmlega enga tilsögn í stærðfræði, það sem hefur þurft að kenna þarf maður að kenna sjálfur heima, ég nefni sem dæmi deilingu og margföldun, sem eru lámarksgrunnur til þess að geta lært meira. Og svo að lokum áðuren ég missi mig í langan pistil þá langar mig að segja að það var fáránlegt að taka samræmduprófin, próf eru nauðsinleg vegna þess að það þarf sanngjarna matsleiðir til að meta kunnáttu og skólastarf. Þetta er eingöngu þyrnir í augum kennara því að þar kemur í ljós slugsið sem viðgengst í hverjum skóla fyrir sig. Mér finnst próf vera nauðsinleg til þess að þeir sem ekki nenna að vinna neitt og slugsi allan veturinn fái ekki skýrteini án fyrirhafnar útá jafnvel verkefnavinnu annara nemenda og þetta gildir líka um háskólanna. Ég hef séð svoleiðis nemendur þar, sem nenna engu og komast í gegnum mörg fög afþví að það er endalaus hópvinna og aðrir vinna fyrir þá. Þessu verður að breyta. :) kveðja Nína

Nina (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 12:00

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fullkomlega sammála. Hef upplifað þetta sjálfur varðandi stærðfræðikennsluna. Vandamálið er að skólarnir eru í heljargreipum kennarasamtakanna sem hafa það beinlínis að markmiði að koma í veg fyrir að lagt sé hlutlægt mat á störf þeirra. Það er í sjálfu sér skiljanlegt að vinstri flokkarnir vilji ekki breyta þessu en illskiljanlegra hversu illa sumir flokkar sem kenna sig við hægristefnu standa sig í að marka einhverja stefnu. Ég man ekki til að Sjálfstæðisflokkurinn hafi reynt neitt síðan Björn Bjarnason var menntamálaráðherra fyrir margt löngu og skiluðu þó tilraunir hans ekki sérlega miklum árangri. (Það er reyndar gaman að því að til skamms tíma var líklega besta menntakerfið einmitt í Sovétríkjunum).

Þorsteinn Siglaugsson, 14.7.2010 kl. 12:37

3 identicon

Ég er mjög hlynntur því sem tíðkaðist í skólakerfi Sovétríkjanna og finnst mér að vinstri flokkarnir ættu að taka sér það til fyrirmyndar en ekki þetta aumingja kerfi sem þeir eru að koma á fót. Elítuismi eins og tíðkaðist í Sovétríkjunum, þar sem þeim sem gekk vel fengu meira krefjandi nám og betri kennslu, er eitthvað sem er algjörlega verið að drepa hér á landi og það er verið að brjóta niður nemendur sem hafa lagt mikið á sig og eru klárir. Þess að auki þyrfti að endurskoða allan grunnskólan eins og hann leggur sig. Krakkar læra ekki neitt í grunnskólum og það er ekkert námsálag, hvað er eiginlega verið að eyða 10 árum í þar. Svo fer fólk á framhaldsskóla og flosnar upp úr námi því þá dugar ekki lengur að læra ekki neitt.

Elías Rafn (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 14:29

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sumir hafa sagt að Sovétmenn hafi gert sér grein fyrir að besta leiðin til að standast vesturlöndum snúning væri að byggja upp öflugt menntakerfi. Líka hefur heyrst að skoðanabræður Bolsévika á vesturlöndum hafi álitið niðurrif skólakerfisins trausta leið til að brjóta hið kapítalíska samfélag niður - væntanlega svo að í framtíðinni fengjum við aftur almennilegt skólakerfi að hætti Sovétmanna!

Þorsteinn Siglaugsson, 14.7.2010 kl. 20:34

5 Smámynd: Tómas

Ég held við getum nú gert mun betur en að taka upp Sovétinn.

 Þ.e. við lifum í svo allt öðruvísi samfélagi en tíðkaðist þá. Skólakerfið er ennþá miðað við iðnaðarbyltinguna - og dælir þannig út akademískum prófessorum (amk. virðist það oftar en ekki vera markmiðið) en á upplýsingatækniöld, þar sem við erum búin að kúpla okkur vel frá takmörkum náttúrunnar (þ.e. fæðuöflun og lífsbjörg almennt er ekki vandamál lengur) þá getum við örugglega smíðað nýtt skólakerfi. Þar sem fólki væri frjálsara að læra hvaða fög sem það vill og enginn útskrifast úr skóla með einhverja eina einkunn sem mælistiku. Hvernig er í fyrsta lagi hægt að meta manneskju með einum einasta stika? Ég myndi vilja tugi mælistika.

Það er náttúrulega fáránlegt að einstaklingur með gáfur á sviði, say, myndlistar eða samskiptahæfni sé að keppa við stærðfræðing um skóla, á meðan mælistikan er að miklu leyti sett saman úr stærðfræðihugtökum.

Ég vona ég sé amk. ekki að rugla neitt hérna - svolítið síðan ég tók samræmdu..

(Undirritaður er reyndar stærðfræðinörd - tilgangurinn er ekki að dissa stærðfræðinga :) Tilgangurinn hjá mér var frekar sá að benda á hvað umræðan er óþörf; þ.e. hví rífast um ónýtt skólakerfi - eyðum frekar orku í að byggja nýtt. Afsakið slangrið.).

Tómas, 15.7.2010 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 287331

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband