Hverju er fólkið að mótmæla?

Það er furðuleg árátta þegar vinstraliðið mætir að mótmæla AGS þegar vinstristjórnin tekur að prufukeyra skattahækkanir sínar. Stjórnin fékk að vísu AGS til að reikna út hvað fengist í kassann en að mæta þá og mótmæla AGS er svona svipað og taka sér mótmælastöðu hjá vasatölvunni þegar hún hefur reiknað út fyrir mann að maður eigi ekki fyrir mánaðamótunum.

Kjánaprik!


mbl.is Viðbúnaður vegna mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki betra að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann?

Heiða (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 13:36

2 identicon

Það lítur út fyrir að þú hafir ekkert kynnt þér áhrif IMF á löndin sem stofnunin hefur hjálpað síðastliðin 30 ár.

Þú virðist þó kunna á internetið, annað en blessuð Ríkisstjórnin. Það er afar auðvelt að afla sér upplýsinga, t.d. á vefsíðunni Google. Ég sló inn "IMF" á Google og þá kemur upp eftirfarandi grein, sem er ágætlega lýsandi og ég mæli með: http://www.huffingtonpost.com/nathan-lewis/the-imf-destroys-iceland_b_276193.html

Valdegg (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 14:02

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vinstra lið? Ég hef nú ekki orðið var við það að við séum eitthvað "vinstra lið", þarna er fólk úr ýmsum áttum og flest þeirra ekkert sérstaklega flokksbundið. Allavega er ég ekki félagi í neinum af gömlu fjórflokkunum og ekki heldur flestir sem ég kannast við þarna. Fyrir utan það þá eru merkimiðar eins og "vinstri" og "hægri" úrelt hugtök, við erum öll saman í því að berjast fyrir hagsmunum almennings og gegn þröngum sérhagsmunum fárra. Hvorri fylkingunni tilheyrir þú?

Svo er ekki verið að mótmæla skattatillögunum sérstaklega heldur þeirri staðreynd að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er hér með allskonar óviðeigandi afskipti af innanríkismálum og stjórnvöld kinka bara kolli og hlýða. Svoleiðis á það ekki að vera í fullvalda ríki. Hvort sem við þurftum einhverntímann á sjóðnum að halda eða ekki, þá höfum við enga þörf fyrir hann í dag þannig að það er tæknilega ekkert því til fyrirstöðu að senda þá heim á morgun. Áframhaldandi vera þeirra hér getur því aðeins stafað af tvennu: a) vanhæfni núverandi stjórnar til að valda sínum verkefnum, eða b) einhverjum annarlegum sjónarmiðum. Hvort sem er þá er það ekki til að þjóna hagsmunum almennings ef það hefur einhverntíma verið það. Þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur komið sér fyrir í einhverju landi og hafist handa við að eyðileggja velferðarkerfið og einkavæða auðlindirnar, þá fara þeir vanalega ekki sjálfviljugir. Þess vegna verður að reka þá á brott hið fyrsta ef stjórnvöld hafa ekki dug til þess.

Sá sem veit augljóslega ekki um hvað hann er að tala ætti að spara gagnrýnina og kynna sér málið fyrst!

Guðmundur Ásgeirsson, 14.7.2010 kl. 14:02

4 identicon

Ég held þú ættir að fara varlega í að kalla aðra "kjánaprik", því að ýmist horfir þú allt of saklausum og hrekklausum augum framan í heiminn eða þá að þú ert í bullandi afneitun.

Það sjá það allir með örlítinn snefil af skynsemi að AGS ræður öllu sem hann vill hér á landi. Fái sjóðurinn ekki sínu framgengt þá er einfaldlega dregið svo mánuðum skiptir að "endurskoða áætlunina" uns stjórnvöld eru svo aðþrengd að þau geta ekki annað en fylgt fyrirmælum sjóðsins. Sjóðurinn hefur einnig neitunarvald þegar kemur að lögum eða reglugerðum sem hann telur ekki samrýmast stefnumálum sínum - það hefur m.a. Ögmundur Jónasson staðfest.

Það er reyndar önnur saga, og sorgleg, að þjóðin skuli sitja uppi með ríkisstjórn sem hefur hvorki kjark né þor til þess að berjast fyrir hagsmunum þjóðarinnar og standa uppi í hárinu á AGS, en það dylst samt engum hugsandi manni að í öllum efnahagsmálum er það AGS sem heldur um töglin og hagldirnar. Ég á eiginlega ekki orð yfir fólk sem er svo einfalt og auðtrúa að það telur í raun að AGS sé ekki nema "vasatölva" sem sjái um útreikninga fyrir ríkisstjórnina.

"Kjánaprik" er þá eiginlega of vægt til orða tekið.

Hilmar Ólafsson (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 14:10

5 Smámynd: Umrenningur

Nú er ég loksins að skilja hvað Ómar Geirsson http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/ á við þegar hann talar um hagfræðidverga. Kjánaprik get ég verið að hafa ekki skilið fyrr.

Umrenningur, 14.7.2010 kl. 14:20

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ekki AGS sem stjórnar hér. Það er ríkisstjórnin. Og það er "afneitun" og "einfeldni" þegar fólk trúir þeim áróðri hennar að allt illt sé frá AGS komið. Tökum dæmi: Ef AGS er svona hægrisinnaður og vill einkavæða allt og skera niður velferðarkerfið, hvers vegna leggur hann þá fram skattahækkunartillögur en engar einkavæðingar- né niðurskurðartillögur? Það eru íslensk stjórnvöld sem ráða ferðinni þótt þau reyni að fela óvinsælar ákvarðanir bak við AGS. Það er vissulega rétt að sjóðurinn hefur dregið ákvarðanir sínar. Það er hins vegar ekki vegna ósættis við stefnu stjórnvalda heldur vegna pólitísks þrýstings sem tengist Icesave málinu. Það veit hver sem vill.

Ég ítreka að það eru kjánaprik sem láta Jóhönnu og Steingrím plata sig til að halda að þau ráði engu en AGS öllu.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.7.2010 kl. 20:40

7 identicon

Ég bý ekki yfir þekkingu um hegðun ríkisstjórnarinnar, sem mér skylst þó að sé sambærileg vanvita sem mætir á slysstað og þykist vera sjúkraliði en kann ekki neinar endurlífgunaraðferðir.

Ég endurtek þó að vit-leysa ríkisstjórnarinnar í garð IMF byggist á því að fjármálaráðherra og forsætisráðherra kunna ekki á internetið(sem mér skylst að sé bara bóla), því annars gætu þau aflað sér upplýsinga um hegðun IMF. Ef við byggjum vitneskju okkar um IMF á þekkingarfræðilegri forsendu raunhyggju(því að við byggjum þekkingu á þekktum og upplifðum staðreyndum en ekki einungis hugmyndum, sem oft geta verið meingallaðar) þá er hægt að staðhæfa að IMF hafi ansi slæm áhrif á ríkin sem stofnunin 'hjálpar'.

Lítið á öll gögnin, áhrif stofnunarinnar á lönd eins og Argentínu, Kenya, Jamaica, Brasilíu, Kóreu, Botzwanaland(ég er þó enginn sérfræðingur í áhrifum IMF svo þessi listi gæti verið ófullkominn) og opinbera stefnu stofnunarinnar um yfirfærslu verðmæta frá sameign þjóðarinnar til einkaaðila. Það lítur allt út fyrir að International Monetary Fund, sem var kannski stofnaður árið 1944 eftir einhverskonar jákvæðri hugmyndafræði, sé ekki hjálparstofnun heldur þrýstihópur fyrir auðmenn, endurkoma nýlendustefnunnar í nútíma markaðsform. Það er allavega ekki ólíklegt að ofurríkir aðilar nýti sér þetta afar hentuga tól til þess að komast yfir meiri völd og gögn um áhrif sjóðsins á ýmsar þjóðir styðja það.

Það má vel vera að umboðsaðilar stofnunarinnar séu ekki eiginlegir stjórnendur landsins, en mér skylst að þeir sitji á alflestum fundum stjórnarinnar og hafi áhrif á ákvarðanir sem eru stefnu þeirra í óhag. Allavega segir saga síðastliðinna 30 ára að þeir hafi veruleg áhrif, auk þess að það er að mínu mati afar rökrétt að sendiboðar ofurríkra myndu taka ákvarðanir þeim í hag(þ.e.a.s. ef stofnunin er spillt).

Hugmyndir um hægri og vinstri finnst mér afar bjánalegar og byggjast þær á takmarkaðri stjórnmálaheimspekilegri sýn á samfélagið. Það er þó ágætis kvarði á ríkisvald, sem að mínu mati ætti að vera afar takmarkað, þar sem það stuðlar að samþjöppun valds meðal einstakra mannapa mannfélagsins. Corporatisminn, eða fasisminn, sem rís af illa framkvæmdri frjálshyggju er þó alveg jafn slæmur.

Raunverulegri skali til þess að meta stjórnsýslu samfélags væri að mínu mati valddreifing og gagnstætt því valdsamþjöppun.

Valdegg (IP-tala skráð) 14.7.2010 kl. 21:21

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig sem menn vilja túlka það þá er barnaskapur að halda því fram að Steinki og Jóka ráði hér öllu og AGS engu. Það er staðreynd að AGS hefur afskipti af meiru í stjórnkerfinu en góðu hófi gegnir, og fyrir þessu hef ég staðfestar heimildir. Vissulega er það rétt að sjóðurinn er með útsendara sína hér vegna þess að nærveru þeirra var óskað á sínum tíma, en eins og ég benti á þá er ekki þörf fyrir þá lengur. Við þurfum ekki meira lánsfé, og ef okkur vantar ráðgjöf um ríkisfjármál þá er hægt að fá hana víðar. Það gæti meira að segja verið snjallt að fá óháð álit, frá einhverjum öðrum en þeim sem er að lána þér pening því það er ekkert endilega víst að hans hagsmunir fari saman með þínum. (Þarf ég nokkuð að nefna dæmi því til stuðnings?)

Guðmundur Ásgeirsson, 15.7.2010 kl. 02:47

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja, enn og aftur (og vonandi í síðasta sinn). AGS er hér til ráðgjafar og stjórnvöld ráða bæði hvort þau hlusta á sjóðinn og hvort þau hafa hann sér til ráðgjafar. Þetta er ekkert flóknara

Þorsteinn Siglaugsson, 15.7.2010 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 287357

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband