7.10.2010 | 16:44
Niðurskurður er sársaukafullur, en nauðsynlegur
Þegar ríkissjóður er kominn á hausinn er ekki um annað að ræða en skera niður. Peningarnir eru ekki til. Meginatriðið þegar kemur að niðurskurði er að þjónusta skerðist sem minnst. Með því er átt við að ef fólk þarf á spítala komist það á spítala. Það er grunnkrafan. Hverjum spítala fylgir viss yfirbygging og hlutfallslegur kostnaður við hana minnkar með aukinni stærð upp að vissu marki. Það kallar á sameiningu stofnana í færri og stærri. Á móti kemur að landfræðilegar aðstæður geta gert nauðsynlegt að veita ákveðna þjónustu í heimabyggð. Ef þetta tvennt er haft til hliðsjónar er hægt að hagræða skynsamlega..
Það er vitanlega sársaukafullt þegar leggja þarf niður stofnanir og segja upp fólki. En það má ekki gleymast að almannaþjónustan er til vegna þeirra sem nota hana, ekki vegna þeirra sem vinna við hana.
![]() |
Fólk fór að gráta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2010 | 10:41
Lífvörður verndar ekki líf ríkisstjórnarinnar
![]() |
Lífvörður fylgir forsætisráðherra eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2010 | 10:20
Er tollurinn hæli fyrir andlega óheppna?
![]() |
Héraðsdómur segir regnhlífar löglegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2010 | 16:54
Skjaldborg um útlendar fríhafnir
Skattahækkanirnar voru svo sem flestar fyrirséðar. Fyrirtækin bíða nú af sér hríðina og forðast arðgreiðslur þar til ný stjórn tekur við og lækkar skattana aftur. Matarholan er því líklega þröng, en þó má reyna.
Vörugjöld á áfengi og tóbak í fríhöfninni er hins vegar einhver heimskulegasta ráðstöfun í skattamálum sem hægt er að hugsa sér. Eigi þetta að skila einhverju verður sjálfsagt að hækka verð í fríhöfninni umtalsvert. Ferðalangar munu því einfaldlega bara versla á erlendum flugvöllum en sniðganga íslensku fríhöfnina. Kannski var þetta hugmyndin allan tímann: Skjaldborg um útlendar fríhafnir?
![]() |
Hækkun skatta skilar 11 milljörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.9.2010 | 12:17
Hver eru aðalatriðin?
Miklar vangaveltur hafa nú farið af stað um plott þingmanna sem ýmist hafi gengið upp eða ekki. Hvort sem eitthvað slíkt hefur verið reynt eða ekki er meginatriðið að meðan flestallir þingmenn greiddu atkvæði annað hvort með eða á móti ákæru gagnvart öllum voru fáeinir sem virtust líta á það sem hlutverk sitt að kveða upp sýknudóma yfir sumum. Hvers vegna er þetta athugavert?
Eins og Sigurður Líndal benti á í fréttum í gær eru ákæruatriðin mjög svipuð gagnvart öllum sem lagt var til að ákærðir yrðu. Svo lá fyrir að þeir voru allir í ríkisstjórn og gátu því framið hin meintu brot. Ekki var heldur að sjá að neinn munur væri á tilefninu - að einn hefði sterkara tilefni til að fremja brot en einhver annar. Málið var sumsé þannig að það var ómögulegt fyrir einstaka þingmenn að taka einn eða fleiri út fyrir sviga og sleppa því að ákæra þá. Þingmennirnir sem gerðu upp á milli ráðherra (eða yfirboðarar þeirra, sem kannski er líklegra) skutust úr hlutverki ákæranda yfir í hlutverk dómara rétt á meðan þeir kusu. Slíkt er einfaldlega ekki trúverðugt og afleiðingin er einfaldlega sú að málið allt er ónýtt hvernig svo sem það á endanum fer.
![]() |
Ískalt viðmót á þinginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2010 | 09:24
Það sem vantar ...
![]() |
Teresa Lewis tekin af lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2010 | 08:51
Aftur?
Þegar Björgvin G. Sigurðsson vildi fá að vita hvað væri í gangi rétt fyrir hrun var hann beðinn að vera bara jákvæður og hafa ekki áhyggjur af þessu.
Nú á hann aftur að vera jákvæður.
![]() |
Jóhanna beitti þrýstingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2010 | 23:31
Þarf ASÍ námskeið í fjármálalæsi?
Ósköp væri nú gaman ef hagsmunaverðirnir færu nú annað hvort á námskeið í fræðigreinum sínum eða reyndu að flytja mál sitt á heiðarlegan hátt. Sama á við um fjölmiðlamennina sem éta úr lófum þeirra:
Í fréttinni kemur fram að frá því í janúar 2008 hafi verð á innfluttum matvörum hækkað um 70%.
Eins og flestir vita er gengi krónunnar líka 70% veikara en það var þá.
Er þá ekki augljóst að verðlag hefur ekki hækkað meira en sem nemur rýrnun krónunnar, jafnvel þótt bæði virðisaukaskattur, launatengd gjöld og tollar á erlendar landbúnaðarvörur hafi hækkað?
Lágmarks skynsemi, takk!
Örlítinn heiðarleika, takk!
Eða er til of mikils mælst?
![]() |
Matarverð lækkar ekki í takt við gengið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2010 | 23:18
Kristilega kærleiksblómin spretta
Með kvenhomma að mæta í kveldverð og dans
það kýs ekki Jens í Rana.
Kerlingarálftir í klæðnaði manns
- í kærleikans nafni í guðsbarna fans -
vill kappinn að líkindum vana.
![]() |
Neitar að sitja veislu með Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2010 | 14:39
Sandeyjahöfn
Það verður nú að teljast einkennilegt uppátæki að byggja höfn á brimsorfinni sandströnd þar sem hafnleysa hefur verið frá alda öðli. Ætli hafnsmiðirnir hafi álitið að sandurinn myndi bara sýna þá tillitssemi að fylla ekki upp í höfnina fyrst búið var að eyða í hana svona miklum pénínk?
Hugtakið sokkinn kostnaður verður skemmtilega myndrænt og auðskiljanlegt í þessu samhengi!
![]() |
Herjólfur hægði á sér í drullunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar