Það sem vantar ...

... í þessa frétt er að konan, sem bandarísk stjórnvöld myrtu í nótt var á jaðri þess að teljast vangefin. Hún var auk þess ekki dæmd fyrir morð, heldur fyrir að skipuleggja morð, sem andlegt atgervi hennar benti til að hún væri líklega ekki fær um að gera.
mbl.is Teresa Lewis tekin af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir ætla sér að taka fleiri fatlaða af lífi þarna í Jesúlandi úps bandaríkjunum
http://blog.amnestyusa.org/deathpenalty/the-cruelty-of-killing-the-intellectually-disabled/

doctore (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 11:36

2 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Þetta er viðbjóður og Bandaríkin eru ómanneskjuleg þegar kemur að dauðarefsingum, sem ætti ekki að vera til í þessum heimi okkar.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 24.9.2010 kl. 11:59

3 Smámynd: Hörður Halldórsson

Óafturkræf aðgerð.Það hafa komið mál þar sem ný gögn og vitnisburðir dúkka upp.

Hörður Halldórsson, 24.9.2010 kl. 12:04

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Munurinn er þó sá að í USA hefur fólk kosið um þessa  afgreiðslu mála, hversu ógeðfelld sem hún er. Fangarnir fá lögfræðing og málið er tekið fyrir - oft - og rætt um það og deilt. Víst eru margar brotalamirnar, því er ekki að neita en er þetta þó ekki lýðræðislegra heldur en annarsstaðar þar sem dauðadómar eru við lýði? Hversu hátt öskra menn þegar Kína tekur af lífi milli 5000 og 10.000 manns árlega? Múslimaríkin - það eru ekki einusinni til tölur um það. Og það eru sko ekki aftökur þar sem aðferðin hefur verið valin með tilliti til þess að fórnarlambið kveljist ekki. Onei.

Það sem ég á við er að dauðadómar eiga ekki endilega rétt á sér. Það er persónubundið hvað hverjum finnst um það, en það pirrar mig þegar fólk rekur upp kvein og fer mikinn þegar fjallað er um aftökur í USA og allir sleppa sér í vandlætingu. Mér finnst sem menn ættu að lesa sér aðeins til um málið, ekki bara fella sleggjudóma. Guðbjörg ætti  að lesa sér til áður en hún segir að USA séu ómanneskjulegir, allir dauðadómar eru ómanneskjulegir en sumir meira en aðrir.

Heimir Tómasson, 24.9.2010 kl. 12:15

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Aftökur eru aldrei réttlætanlegar og engu skárri í Kína eða Íran en í Bandaríkjunum.

Dauðarefsing á engan frekari rétt á sér þótt hún byggi á lýðræðislegri ákvörðun - rangt er rangt sama hversu margir kunna að velja það. 

Kannski bregst fólk verr við aftökum í Bandaríkjunum en t.d. í Kína því Bandaríkjamenn eru að öðru leyti en þessu siðuð þjóð á okkar mælikvarða. Aftaka þar stendur okkur því nær en ef hún gerist í Kína.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.9.2010 kl. 12:57

6 identicon

Heimir: Þú bendir réttilega á að önnur ríki eru mun verri en Bandaríkin þegar það kemur að villimannslegum refsingum. En munurinn er sá að Bandaríkin tilheyra hinu svokallaða "vestri", þar sem hugtök eins og lýðræði, einstaklingsfrelsi, mannréttindi og þvíumlíkt á að ráða ferðinni. Bandaríkin eru eina landið sem er eftir í hinum gjörvalla svokallaða vestræna heimi (undanskilið S-Ameríku sem telst ekki til hans af einhverjum ástæðum), sem viðheldur dauðarefsingum.

Hvort sem okkur líkar betur eða verr eru Bandaríkjamenn bandamenn okkar. Evrópsk og norður-amerísk menning eru samofnar, og þess vegna tekur fólk það meira nærri sér að svo nástatt ríki taki þátt í annarri eins forneskjulegri geðveiki. N-Kórea, Kína, Íran og Sádí-Arabía eru okkur ekki jafn bundin, lagalega, menningarlega og sögulega.

Það er erfiðara að fyrirgefa vini en að fyrirgefa óvini... þannig dæmi. Bandaríkin ættu að vera yfir þetta hafin.

En það er alveg rétt hjá þér. Það er fullt af villimennsku ennþá þarna úti, sérstaklega í Sádí-Arabíu, sem ég fullyrði að sé eitt villimannslegasta land á jarðríki. Þeir höggva hendur af þjófum, höggva höfuðið af samkynhneigðum á almannafæri og þeim sem skipta um trúarskoðun (ef þeir voru múslimar). Það er gott að búa í landi þar sem hægt er að segja með réttu að ríkið taki aldrei neinn af lífi, nokkurn tíma, undir neinum kringumstæðum fyrir neina ástæðu. Það er eitthvað sem Evrópa almennt getur stært sig af. Tyrkland afnám dauðarefsingu vegna þess að lönd með dauðarefsingu komast ekki inn í Evrópusambandið... þannig að það eru góðir hlutir að gerast í þessum efnum líka.

Fyrr eða síðar verður þessi refsing kölluð "cruel and unusual" í Bandaríkjunum, þ.e. þegar nógu margar aðrar þjóðir hafa hætt þessu og kaninn áttar sig á því að það séu fleiri lönd á plánetunni en þeirra. ;)

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 13:21

7 identicon

Snýst þetta ekki bara um peninga eins og allt annað í USA, það er jú ódýrara fyrir ríkið að taka einhvern af lífi en að halda honum uppi í fangelsi í kannske 20-40 ár.

es (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 14:50

8 identicon

Ég er klárlega algerlega sammála! Afnema dauðarefsingar ekki fyrr en í gær!

Þetta fólk er gjörsamlega frábært efni í tilraunir á mönnum í sambandi við allskonar lyf, snyrtuvörur og margt fleira á meðan það situr inni fyrir morð.

Gísli (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 15:34

9 identicon

Sko, hér eru fréttir handa fólki... það eru ekki allir morðingjar vont fólk. Margt þeirra er geðveikt, annað er beinlínis þroskaheft og áttar sig ekki á gerðum sínum, enn annað fólk fær stundarbrjálæði vegna áfalls og svo framvegis.

Lausnin er einföld og svínvirkar alveg jafn vel og aðrar refsingar: fangelsi. Það þarf enga meiri refsingu en það.

Þetta snýst um að vernda samfélagið fyrir hættulegu fólki, ekki um hefnd eða að svala kvala- og blóðþorsta.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 287328

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband