4.3.2011 | 10:09
Hvað svo þegar hverfið yngist aftur?
Samkvæmt orðum Oddnýjar Sturludóttur þarf að sameina skóla þegar hverfi eldist. En eins og alþekkt er geta hverfi vitanlega bæði elst og yngst. Fyrst eldist hverfið, svo yngist það þegar barnafólk tekur aftur við eignunum. Og hvað á þá að gera? Á þá að sundra aftur skólunum sem nýbúið er að sameina?
Í stuttu máli eru þessar röksemdir manneskjunnar auðvitað bara yfirklór og tilraun til að réttlæta klúður og mistök.
![]() |
Oddný: Skólarnir þurfa að stækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2011 | 16:12
Gervisparnaður
Allt tal um að breytt nýting á húsnæði skili sparnaði er auðvitað bara rugl. Hvað sparast ef skólastofa er innsigluð? Vitanlega ekki neitt.
Raunverulegi sparnaðurinn er áætlaður 150 milljónir. Hann næst fram með því að segja upp reyndum starfsmönnum. Og í hvað fara peningarnir? Jú, að greiða verktökum fyrir vinnu sem ekki er þörf á að vinna.
Svona fer þegar stjórn borgarinnar er sett í hendurnar á kjánum.
![]() |
Lítill sparnaður í skólunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2011 | 23:42
Og hver var það þá sem myrti eiginmann sinn?
Það er ekki rétt að frú Palme segist vita hver myrti eiginmann sinn. Hún veit örugglega minnst um það. Hún veit hins vegar hver myrti eiginmann hennar, eða svo segir hún amk.
(Sjá: "22:45 Lisbet Palme, ekkja Olofs Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, segist vita vel hver myrti eiginmann sinn fyrir réttum 25 árum. ...")
![]() |
Ég hef bent á morðingjann" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2011 | 17:14
Þau borga ekki kreppuna, heldur atvinnubótavinnu
Nú vitum við í hvað fjármagn leikskólanna á að fara:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/02/24/300_milljonir_i_atvinnuatak_og_vidhald/
![]() |
Börnin borgi ekki kreppuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2011 | 17:05
300 milljónir frá menntakerfi í atvinnubótavinnu!
Nú er komið í ljós hvers vegna skera á niður í skólum borgarinnar um mörg hundruð milljónir.
Það er til að borgin geti fjármagnað atvinnubótavinnu handa verktökum (og auðvitað þægilegt verkefnastjórastarf handa einhverjum góðum vini).
Ábyrg borgaryfirvöld myndu leggja megináherslu á að standa vörð um þá grunnþjónustu sem þau eiga að veita, ekki að sóa fé í verkefni sem er óþarft að vinna.
Er ekki nóg komið?
![]() |
300 milljónir í atvinnuátak og viðhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.2.2011 | 17:20
Dómstólar geri ríkar sönnunarkröfur
Það er í sjálfu sér engin frétt að samkeppnislögin eru meingölluð. Þau bjóða upp á að ákvarðanir séu matskenndar og lítt eða alls ekki rökstuddar. Lögin eru því gagnslítil leiðbeining fyrir dómstóla.
Fram til þessa virðast dómstólar haft sterka tilhneigingu til að taka undir niðurstöður Samkeppniseftirlitsins gagnrýnilaust. Margoft hafa sést dómsniðurstöður þar sem fyrirtæki er talið í markaðsráðandi stöðu bara af því að það á meira en það skuldar eða vegna þess að það er í sterkri stöðu á einhverjum öðrum markaði en þeim sem fjallað er um eða bara af því bara.
Það er nauðsynlegt að þessu linni. Dómstólar verða að gera þá kröfu að Samkeppniseftirlitið sanni mál sitt með óvefengjanlegum hætti - sömu kröfu og þeir gera til ákæruvalds í málum af öðrum toga. Kannski taka þeir sig saman í andlitinu nú þegar fyrirsjáanlegt er að afleiðingarnar af þruglinu sem frá Samkeppniseftirlitinu berst geti orðið mun alvarlegri en fram til þessa.
![]() |
Samkeppnislögum breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.2.2011 | 09:43
Ætti ekki að koma á óvart
![]() |
Undrast mjög ákvörðun forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2011 | 22:22
Forseti tekur vart málið úr þeim farvegi sem hann beindi því í
Icesave málinu var vísað til þjóðarinnar í fyrra. Því segir sig sjálft að eina rökrétta leiðin er að því ljúki þar. Forseta er ekki stætt á að taka málið úr þeim farvegi sem hann hefur þegar beint því í. Engin frekari rök á að þurfa til, hvorki undirskriftalista, skoðanakannanir né vangaveltur um þingmeirihluta. Vísi forseti hinum nýju lögum ekki til þjóðaratkvæðis verður ekki dregin af því önnur ályktun en að sá öryggisventill sem synjunarvald forseta er haldi ekki þegar á hólminn er komið. Erfitt er að trúa því að Ólafur Ragnar Grímsson láti hanka sig á slíku, enda væru þá allar fyrri yfirlýsingar hans um mikilvægi synjunarvaldsins marklausar.
Það er einkennilegt hve þetta einfalda mál hefur velkst fyrir þingmönnum. Sér í lagi er framferði meirihluta þingflokks Sjálfstæðismanna vafasamt. Þeir studdu þjóðaratkvæðagreiðslu en greiddu svo atkvæði með málinu þegar henni hafði verið hafnað og drógu með því úr þrýstingi á að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. Það sýnir það eitt að stuðningur þeirra við tillögur um þjóðaratkvæði var sýndarmennskan ein.
Úr hópi Sjálfstæðismanna eiga Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Pétur Blöndal, Sigurður Kári Kristjánsson og Unnur Brá Konráðsdóttir heiður skilinn fyrir staðfestu sína, hinir skömm, því miður.
![]() |
Icesave-samningur samþykktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2011 | 10:42
Fullt af störfum!
![]() |
Byrjað að dæla í Landeyjahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2011 | 22:59
Kjánaskapur
Íslensk fjármálafyrirtæki eru annars vegar í eigu ríkisins og hins vegar kröfuhafa að langmestu leyti. Það er vitanlega auðvelt fyrir ríkið að greiða kostnað vegna Icesave af sínum eigin hlut í fjármálafyrirtækjum. En það er fáránlega kjánalegt að ímynda sér að það breyti einhverju fyrir skattgreiðendur. Hvað aðra eigendur varðar, dettur fólkinu í alvöru í hug að þeir muni fallast á að taka á sig gríðarlegar skuldbindingar sem þeir hafa enga skyldu til að taka á sig?
Er nema von að Alþingi njóti lítillar virðingar?
Er ekki mál að kjánaskapnum linni?
![]() |
Skoðað hvort fjármálafyrirtæki beri kostnaðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar