Kjánaskapur

Íslensk fjármálafyrirtæki eru annars vegar í eigu ríkisins og hins vegar kröfuhafa að langmestu leyti. Það er vitanlega auðvelt fyrir ríkið að greiða kostnað vegna Icesave af sínum eigin hlut í fjármálafyrirtækjum. En það er fáránlega kjánalegt að ímynda sér að það breyti einhverju fyrir skattgreiðendur. Hvað aðra eigendur varðar, dettur fólkinu í alvöru í hug að þeir muni fallast á að taka á sig gríðarlegar skuldbindingar sem þeir hafa enga skyldu til að taka á sig?

Er nema von að Alþingi njóti lítillar virðingar?

Er ekki mál að kjánaskapnum linni?


mbl.is Skoðað hvort fjármálafyrirtæki beri kostnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll jú með okkar fulltingi þá mun honum linna því að byltingin hrekur fjórflokk spillingar og valdagræðgi frá völdum!

Sigurður Haraldsson, 31.1.2011 kl. 23:32

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Viðskiptanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp til nýrra laga um fjármálafyrirtæki. Nú er einmitt lag að leggja á þau hátt iðgjald í tryggingasjóðinn til að hægt verði að loka fyrirhugaðri B-deild sjóðsins (líknardeild fyrir IceSave) og leggja hana niður sem allra fyrst. Alþingi þarf ekki að spyrja leyfis þegar það hækkar skattana á mig og þig, afhverju ætti það að þurfa að spyrja leyfis þegar kemur að bönkunum? Alveg eins og ég þú eru fjármálafyrirtæki skyldug til að fara að gildandi lögum í landinu hverju sinni, þau þurfa ekkert að fallast á það sérstaklega heldur einfaldlega að fara að lögum, eða eiga annars á hættu að missa starfsleyfið.

Aldrei þessu vant kemur raunhæf tillaga um að einhver annar en ég og þú verðum látnir borga brúsann. Hvað er kjánalegt við það?

Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2011 kl. 02:26

3 identicon

Með því að láta fjármálafyrirtækin greiða Icesave er bara verið að koma meiri byrgði á skuldara þessa lands, jafnframt borga fjármagnstekjueigendum minna fyrir inneignir sínar því auðvita verða bankarnir að ná í peningana einhverstaðar og það verður alltaf kúninn sem borgar semsagt þú og ég.

Geir (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 06:39

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Guðmundur: Það breytir engu með hvaða hætti þetta er gert. Tryggingasjóður er það sem hann heitir, hlutverk hans er skilgreint í lögum og þau byggja á reglum ESB. Eins og með aðrar tryggingar er grundvallaratriði að menn tryggja ekki eftir á. Á endanum verða það skattgreiðendur sem borga brúsann, ýmist gegnum lægra virði eigna ríkisins eða skaðabætur. Það er kjánalegt að reyna að fela það með einhverju innantómu blaðri á þingi.

Þorsteinn Siglaugsson, 1.2.2011 kl. 09:16

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Landsbankinn, sá eini sem er í meirihlutaeigu ríkisins, er þegar skuldbundinn til að greiða u.þ.b. 280 milljarða upp í IceSave.

Þetta er falinn kostnaður við yfirtöku ríkisins á bankanum, því þetta verður ekki greitt nema af því sem annars hefði verið rekstrarafgangur bankans.

En ef það eru á endanum skattgreiðendur sem borga brúsann, með þeim rökum að það skili sér í verri viðskiptakjörum, þá þýðir það væntanlega með sambærilegum rökum að skattgreiðendur sem eru auk þess viðskiptavinir Landsbankans munu borga brúsann tvöfalt eða meira á við aðra skattgreiðendur.

Er það sanngjarnt? Væri nokkuð vitlaust að skattleggja hagnað hinna tveggja bankanna á móti til að jafna þessa byrði að minnsta kosti?

Annars verður einfaldlega "run" á Landsbankann þegar fólk áttar sig á þessu og þá fellur þetta allt á skattgreiðendur og sjálfsagt meira til.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2011 kl. 04:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 287235

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband