Hvað næst?

Hélt alltaf að skíðaiðkun tilheyrði svokölluðum vetraríþróttum. En það er greinilega að breytast.

Það er hins vegar ekki nema sanngjarnt að í framhaldi af þessu verði byggð yfirbyggð sólbaðströnd með ljósalömpum, pálmatrjám og tilheyrandi fyrir þá sem nenna ekki á skíði!


mbl.is Yfirbyggð skíðabrekka í Úlfarsfelli á teikniborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun skynsamlegra

Samkvæmt frumvarpinu sem liggur fyrir er gert ráð fyrir að aðeins verði leyft að selja bjór og léttvín í verslunum, en sterkt áfengi verði áfram selt í ríkisbúðunum.

Það eru tveir gallar á þessu. Í fyrsta lagi merkir það að rekstur ÁTVR verður væntanlega miklu óhagkvæmari en annars væri því líklegt er að halda þyrfti uppi verslunarrekstri út um allt með miklu minni viðskiptum en nú eru.

Í öðru lagi yrði samkeppni væntanlega minni en ef matvöruverslunum yrði leyft að selja sterkt áfengi líka. Það myndi síður borga sig fyrir smærri verslanir að leggja í þá fjárfestingu sem þarf til að selja áfengi ef sterka áfengið væri ekki með.

Hálfkákið í frumvarpinu skýrist væntanlega af því að verið er að reyna að forðast of sterk viðbrögð frá andstæðingum þess. Ég held að það sé misráðið og umræðan undanfarið virðist heldur betur styðja þá skoðun.


mbl.is FÍS vill nema afnema einokun á allri áfengissölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðugt verkefni!

Væri ekki tilvalið að fyrsta verkefni nýju nefndarinnar um ímynd Íslands yrði að fara í lobbýisma til að koma í gegn auknum mengunarheimildum?

Það hlýtur að vera forgangsmál enda grundvallaratriði að við getum haldið áfram með raforkuútsölu á kostnað skattgreiðenda - bara passa að einkaaðilar komi hvergi nærri, enda væru þeir vísir til að fara að pína upp verðið!


mbl.is Geir: Eigum að reyna að fá samþykkt nýtt íslenskt ákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitið með í ráðum?

„Við getum ekki staðið og þrasað við fólk í 45 mínútur um það hvaðan jakkaföt eða myndavél komi ef hættan er sú að á meðan missum við af einhverjum sem gengur í gegn með kíló af heróíni,"

Þetta segir sænski tollarinn.

"Reyni fólk vísvitandi að fela hluti, dýra myndavél eða fartölvu, getur það átt á hættu að missa hlutinn og greiða sekt að auki."

Þetta segir íslenski tollarinn og neitar jafnframt að skrá hluti sem fólk er á leið með úr landi vegna þess að "það gæti hafa keypt þá ólöglega áður."

Hvor hefur skynsemina í farteskinu?

Hvor er með forgangsröðunina í lagi?


mbl.is Ólíkar reglur um tollfríðindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað skiptir það engu máli!

Það er að sjálfsögðu algert aukaatriði þótt allt sé þetta hriplekt ef maður hefur þann starfa að segja sífellt ósatt um stöðu mála.

Þegar fyrirsjáanlegt var að framkvæmdin myndi tefjast verulega fór maður í blöðin og sagði engar líkur á töfum.

Þegar fyrirsjáanlegt var að kostnaður færi langt fram úr áætlun fór maður í blöðin og sagði það alrangt.

Þegar fyrirsjáanlegt var að Alcoa yrði fyrir verulegum skaða vegna tafanna fór maður í blöðin og hafnaði slíkum sögusögnum alfarið.

Og núna, þegar byrjað er að leka ofan á allt annað fer maður auðvitað í blöðin og segir að það skipti engu máli. Bara verst að lekinn er sýnilegur. Annars hefði maður ekkert þurft að fara í blöðin.

Gott djobb!


mbl.is Meiri leki í aðrennslisgöngum en menn væntu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tollarana í slökkviliðið!

Væri ekki tilvalið að taka eitthvað af þessu ræfils fólki sem hefur þann starfa að stara á ferðamenn þegar þeir koma til landsins og setja það í slökkviliðið? Það mætti til dæmis láta þá halda á slöngunni. Þá hætta þeir kannski að ræna barnafötunum af skatt- og verðsamráðspíndum íslenskum verslunarferðalöngum.
mbl.is Öryggisviðbúnaður á Keflavíkurflugvelli aldrei eins lítill og nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úthlutanir eða uppboð?

Það er enginn vafi á því að úthlutun lóða til fyrirtækja getur hæglega valdið bjögun á samkeppnisstöðu. Almennt ætti að forðast úthlutanir eins og kostur er en leitast frekar við að bjóða lóðirnar upp svo allir sitji við sama borð.

Það mætti þó hugsanlega velta því fyrir sér þegar samkeppnisstaða er mjög ójöfn og um fákeppnismarkað að ræða hvort skynsamlegt sé að úthluta lóðum til nýrra aðila á markaðnum. Ef slíkar ákvarðanir eru byggðar á traustum forsendum geta þær orðið til þess að efla samkeppni til skemmri tíma litið.


mbl.is Baugur hefur aldrei fengið lóð undir matvöruerslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmál??

Ég sé nú ekki alveg fréttagildið í þessu. Er það stórmál þótt forstjóri OR hafi milljón í laun á mánuði? Er eðlilegt að bera laun stjórnenda hjá OR saman við laun embættismanna hjá borginni? Væri ekki eðlilegra að bera þau saman við laun hjá öðrum fyrirtækjum á sama sviði, t.d. LV og HS? Það væri gaman að vita hversu auðvelt er að fá upplýsingar um þau, svona til samanburðar. Vissulega hefur OR farið offari í peningasóun á undanförnum árum. Menn verða samt að vera sanngjarnir.
mbl.is Launin þola ekki dagsljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver eru rökin og hvert er svar Seðlabankans?

Eins og seðlabankastjóri bendir á hafa margir gagnrýnt Seðlabankann fyrir að halda að stjórntæki sem virka í sjálfstæðu og áhrifamiklu efnahagskerfi, s.s. í Bandaríkjunum, virki í efnahagskerfi sem er áhrifalaust og galopið eins og okkar. Enn hafa engin svör borist úr Seðlabankanum við þessari gagnrýni. Hvenær ætli þau berist?
mbl.is Davíð: Höfum ekki efni á að tapa í baráttunni við verðbólguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flókið og óþjált og slæm þjónusta

Það kemur ekki á óvart að frístundakortin séu illa nýtt. Ég átti sjálfur í miklu basli með þetta. Þannig var að fyrir þremur eða fjórum árum hafði ég þurft aðgang að rafrænu markaðstorgi borgarinnar og fengið aðgangsorð, sem nú er löngu glatað. Eftir að hafa í þrígang sent ósk um nýtt aðgangsorð með tölvupósti til borgarinnar gafst ég upp, enda bárust aldrei nein svör og eitthvað sem kallað er "vefspjall" hjá borginni var aldrei opið.
mbl.is Vafstur með frístundakortin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 288249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband