Mun skynsamlegra

Samkvæmt frumvarpinu sem liggur fyrir er gert ráð fyrir að aðeins verði leyft að selja bjór og léttvín í verslunum, en sterkt áfengi verði áfram selt í ríkisbúðunum.

Það eru tveir gallar á þessu. Í fyrsta lagi merkir það að rekstur ÁTVR verður væntanlega miklu óhagkvæmari en annars væri því líklegt er að halda þyrfti uppi verslunarrekstri út um allt með miklu minni viðskiptum en nú eru.

Í öðru lagi yrði samkeppni væntanlega minni en ef matvöruverslunum yrði leyft að selja sterkt áfengi líka. Það myndi síður borga sig fyrir smærri verslanir að leggja í þá fjárfestingu sem þarf til að selja áfengi ef sterka áfengið væri ekki með.

Hálfkákið í frumvarpinu skýrist væntanlega af því að verið er að reyna að forðast of sterk viðbrögð frá andstæðingum þess. Ég held að það sé misráðið og umræðan undanfarið virðist heldur betur styðja þá skoðun.


mbl.is FÍS vill nema afnema einokun á allri áfengissölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

FÍS er ekki að hugsa um neytendur. FÍS vill eingöngu hafa einokunarvöldin án allra skuldbindinga! FÍS vill etv einnig reka heilbrigðiskerfið? Peninga-pungar!

Erling Guðnason (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 10:58

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk, Erling, fyrir málefnalegt og vel ígrundað innlegg

Þorsteinn Siglaugsson, 8.11.2007 kl. 11:12

3 Smámynd: Sævar Finnbogason

Það má búast við að að ein eða tvær sérbúðir opni og mögulega ein á Akureyri Kanske að hagkaup verði með eitthvað meira úrval. En þegar fram í sækjir munu Bónus og Krónann reyna að bjóða færri tegundir á lægra verði og eiga yfir 90% þessa markaðar einsog með matinn. Sumsé fákeppni sem þeir sem fyrir eru á matvörumarkaði munu græða á. Þetta mun því leiða þegar upp verður stað til þess að þeir sem sjá sig fyrir sér að skoða endalausa hillurekka þegar þeir fara að kaupa í matinn, með óteljandi tegundum af bjór og léttvínum yrðu fyrir miklum vonbrigðum, ef þetta verður samþykkt.

Ég veit ekki hvað fólk er að spá í þessu máli. Það er einsog öll skynsemi fari út í veður og vind þegar áfengi berst í tal. Ég vil segja fólki að hugsa aðeins sinn gang. Reynið að gleypa ekki áróður kaupmanna umhugsunarlaust. Athugið að Áfengi er einhver hætulegasta  vara sem leyfð er á Íslandi. Veldur vitundarbreytingu, sljógvar veldur slysum og er hættulegt lifur og veldur heilaskaða. Ef þessi vara væri að koma á markaði í dag fengist hún aldrei samþykkt sem neysluvara. Ekki frekar en tóbak

Er það virkilega svona stórkostlegt mál fyrir fólk að fara bæði í Bónus og Átvr að það þurfi að minnka tekjurnar sem ríkið fær af þessum varningi, tekjur sem geta komið á móti þeim gríðarlega kostnaði sem þessi vara veldur samfélaginu.

Besti brandarinn í þessari ályktun FÍS er einmitt að ríkið á ekki bara að missa af smásölutekjunum af áfengi, það á einnig að lækka vörugjöldin svo einkaaðillar geti lagt almennilega á þessa vöru. Ef þetta er ekki nógu broslegt fyrir einhvern þá fara þeir líka fram á að ríkið auki framlög til forvarnarmáli.

Ríkið á ekki aðeins að missa af tekjum heldur líka að ausa út meiri peningum í forvarnarstarf svo einkaaðillar geti hagnast almenilega á að selja vöru sem er vímuefni og hefur miklar aukaverkanir fyrir neytandann og allt samfélagið í heild sinni. Já og auðvitað vilja þeir líka leyfa áfengisauglýsingar.  Auðvitað verður það auglýsa til að geta selt meira áfengi með tilheyrandi timburmönnum fyrir þjóðarbúskapinn.

Sævar Finnbogason, 8.11.2007 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 287362

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband