Hótelgeirinn þarf á endurnýjun að halda

Ég hef efasemdir um að bann við Airbnb sé skynsamlegt. Það er auðvitað sjálfsagt að takmarka slíka útleigu þannig að hún verði ekki úr hófi truflandi fyrir íbúa í vinsælustu hverfunum, en eftirspurnin eftir gistirými hverfur ekki neitt þótt skammtímaútleiga verði bönnuð í vinsælum hverfum. Hún færist aðeins í önnur hverfi, húsnæðisskorturinn eykst á þar, og allt situr við það sama. Þetta er nú eiginlega morgunljóst.

Vandi húsnæðismarkaðarins er í raun og veru sá hversu sveiflukennd uppbyggingin virðist ávallt vera. Ekkert er byggt árum saman, síðan kemur uppsveifla og allt of mikið er byggt á skömmum tíma. Sökin á þessu er auðvitað fyrst og fremst sveitarfélaganna. Ef samhæfing væri milli sveitarfélaga um að skipuleggja nýtt byggingarland jafnt og þétt í takt við fjölgun íbúa myndi þessi ríkisbrestur hætta að hafa þau áhrif sem hann hefur nú.

Airbnb er annars merkilegt fyrirbrigði. Staðreyndin er nefnilega sú að fólk sækir í síauknum mæli eftir að leigja sér íbúðir í stað hótelherbergja þegar það er á ferðalögum. Og ástæðan er alls ekki aðeins sú að það sé ódýrara. Það er það nefnilega alls ekki alltaf. Ástæðan er miklu fremur sú að mörgum finnst einfaldlega þægilegra og afslappaðra að dvelja í íbúð og hafa þar sína hentisemi. Plássið er meira, staðsetningin oft betri, nálægðin meiri við daglegt líf íbúa og engin þörf á að borða sífellt á veitingahúsum sem er bæði dýrt og getur orðið þreytandi kvöð til lengdar. Á meðan þessi nýi markaður vex virðist hótelgeirinn standa í stað. Það verður ekki fyrr en hótelin taka við sér og laga þjónustuframboðið að þessum nýuppgötvuðu þörfum að eftirspurn eftir íbúðaleigu tekur að dala.

 


mbl.is Bann við Airbnb lausn á vandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórriddarakross?

Ef hægt er að veita látnum manni stórriddarakross finnst mér að hann ætti að veita Sævari Ciesielski. Fáir hafa með baráttu sinni orðið íslensku réttarkerfi að meira gagni.

Hafi einhverjum af úrhrökunum sem stóðu að réttarmorðinu á Sævari og þeim hinum á sínum tíma fengið slíkar orður ætti jafnframt að afturkalla þær orðuveitingar.


mbl.is „Þetta er andleg píning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangurinn með samræmdum prófum

Tilgangur með samræmdum prófum er tvíþættur. Annars vegar eru prófin til þess að kennarar og nemendur geri sér grein fyrir stöðu mála og geti þá gert ráðstafanir ef hún er ekki nógu góð.

Hins vegar eiga prófin að geta nýst framhaldsskólum til að velja inn nemendur. Það er sjálfsagt og eðlilegt að þau séu notuð til þess, og í raun fráleitt að svo sé ekki, enda sýnir reynslan að því fer fjarri að hægt sé að treysta á innri einkunnagjöf skólanna sjálfra þegar að þessu kemur, svo ólík er hún.


mbl.is Öll prófin jafnþung
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga reykvískir skólar að bera skarðan hlut frá borði?

Það liggur auðvitað fyrir að langflest sveitarfélög á landinu geta nýtt sér niðurstöður PISA prófanna til að bæta sitt skólastarf því niðurstöðurnar eru greindar eftir sveitarfélögum og í langflestum sveitarfélögum er aðeins einn grunnskóli.

Það er því sjálfsagt mál að reykvískir skólar fái þessar niðurstöður greindar eftir skólum svo þeir geti einnig haft þær til viðmiðunar við umbætur í kennslustarfi.

Meginmarkmið prófanna er auðvitað að bera saman árangur menntakerfa milli landa. En af því leiðir alls ekki að niðurstöðurnar séu ekki marktækar þegar þær eru greindar eftir skólum.

Meginvandinn í menntamálum á Íslandi hefur löngum verið sá að þeir sem ráða kerfinu leita allra ráða til að forða því að árangurinn af starfi þeirra sé mældur. Með því að meina skólunum að fá þessar niðurstöður í hendur vinnur borgarstjórnarmeirihlutinn gegn því að fá slíkt mat upp á borðið og þar með gegn hagsmunum nemenda. Allt í því skyni að vernda gallað kerfi sem augljóst má telja, miðað við síversnandi árangur, að sé ekki starfi sínu vaxið.


mbl.is Neita skólum um niðurstöður PISA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þökkum það sem vel er gert

Orkuveitan hefur sannarlega náð árangri á undanförnum árum. Og að Planinu loknu hafa ný og spennandi umbótaverkefni tekið við. Það var gaman að heyra Ingvar fjármálastjóra segja frá þeim á ráðstefnu um daginn.


mbl.is Planið gekk upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orsakir vandans eru tvær

Annars vegar, eins og Ólafur bendir á, er fjöldi menntaðra kennara sem starfar við annað en kennslu. Launin hafa þar eflaust talsvert að segja, en ekki má heldur gleyma því að þótt fólk mennti sig til ákveðins starfs er ekki endilega víst að það kjósi það starf á endanum. Launahækkanir myndu væntanlega hafa einhver áhrif á þennan hóp, en það er ekki endilega víst að þau yrðu mjög mikil.

Framtíðarvandinn er hins vegar ekki svona einfaldur. Auðvitað hafa launin sitt að segja varðandi minni aðsókn í kennaranám, en nýleg lenging námsins úr þremur í fimm ár hefur örugglega mun meira að segja. Það munar miklu að hefja störf tveimur árum síðar en ella - það hefur verulega mikil áhrif á ævitekjur. Það þarf sterk rök fyrir slíkri breytingu - afar sterk. Og þau hef ég nú því miður ekki séð ennþá.


mbl.is Starfið þurfi að vera samkeppnishæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 287347

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband